Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Jakob Bjarnar skrifar 7. mars 2018 11:03 Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum, en allt bendir til þess að sonur hennar sé látinn. visir/vilhelm Eva Hauksdóttir, laganemi og samfélagsrýnir, hefur skrifað stuttan pistil á bloggsíðu sína en tilefnið er að sonar hennar, Hauks Hilmarssonar er saknað. Hann er sagður hafa fallið í átökum í Afrin í Sýrlandi í febrúar. Frá þessu greinir ANF fréttastofan og vísar í yfirlýsingu frá YPG, her sýrlenskra Kúrda, sem Haukur barðist með. Haukur er sagður hafa látist í loftárás tyrkneska hersins þann 24. febrúar síðastliðinn ásamt tveimur arabískum liðsfélögum.Engin tilkynning borist til aðstandenda Eva lýsir því að hvorki hún né aðrir aðstandendur hafi fengið neinar upplýsingar um afdrif hans. „Ég vildi að ég gæti sagt ykkur hvað gerðist hann 24. febrúar en ég veit bara ekkert meira en það sem hefur komið fram í fjölmiðlum. Það lítur út fyrir að hann Haukur minn sé látinn. Hvorki ég né nokkur annar af nánustu aðstandendum fékk neina tilkynningu og ég hef enn ekki náð sambandi við neinn sem veit meira en það sem komið hefur fram opinberlega. Margir hafa lýst undrun sinni á því að fréttinni hafi verið dreift á samfélagsmiðlum án þess að við værum látin vita en kommon, það er ekki við því að búast að nokkrum detti í hug að samtök setji slíka frétt á netið, 10 dögum eftir atburðinn, án þess að hafa samband við fjölskylduna.“ Eva greinir frá því að utanríkisráðuneytið hafi verði í sambandi við ræðismanninn í Tyrklandi, alþjóðadeild lögreglunnar og fleiri stofnanir; „verið sé að gera allt sem hægt er til þess að finna út hvað gerðist og hvar líkið er niðurkomið.“Fjöldi fólks hefur sent kærleikskveðjur Eva segir fjölda manna hafa haft samband við sig. „Sent kærleikskveðjur og boðið fram aðstoð, líka bláókunnugt fólk. Þótt ég sé ekki búin að svara öllum þykir mér vænt um að finna þennan samhug og mun svara þegar þar að kemur. Ef einhver veit eitthvað sem getur varpað ljósi á það sem gerðist eða hvað annað hann Haukur minn var bardúsa síðasta árið, sendið mér þá tölvupóst á netfangið eva.evahauksdottir@gmail.com. Ekki senda þessháttar upplýsingar á Facebook því FB póstur getur auðveldlega farið fram hjá mér.“ Tengdar fréttir Íslendingur sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Haukur Hilmarsson barðist með her sýrlenskra Kúrda í Afrin-héraði. 7. mars 2018 06:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Eva Hauksdóttir, laganemi og samfélagsrýnir, hefur skrifað stuttan pistil á bloggsíðu sína en tilefnið er að sonar hennar, Hauks Hilmarssonar er saknað. Hann er sagður hafa fallið í átökum í Afrin í Sýrlandi í febrúar. Frá þessu greinir ANF fréttastofan og vísar í yfirlýsingu frá YPG, her sýrlenskra Kúrda, sem Haukur barðist með. Haukur er sagður hafa látist í loftárás tyrkneska hersins þann 24. febrúar síðastliðinn ásamt tveimur arabískum liðsfélögum.Engin tilkynning borist til aðstandenda Eva lýsir því að hvorki hún né aðrir aðstandendur hafi fengið neinar upplýsingar um afdrif hans. „Ég vildi að ég gæti sagt ykkur hvað gerðist hann 24. febrúar en ég veit bara ekkert meira en það sem hefur komið fram í fjölmiðlum. Það lítur út fyrir að hann Haukur minn sé látinn. Hvorki ég né nokkur annar af nánustu aðstandendum fékk neina tilkynningu og ég hef enn ekki náð sambandi við neinn sem veit meira en það sem komið hefur fram opinberlega. Margir hafa lýst undrun sinni á því að fréttinni hafi verið dreift á samfélagsmiðlum án þess að við værum látin vita en kommon, það er ekki við því að búast að nokkrum detti í hug að samtök setji slíka frétt á netið, 10 dögum eftir atburðinn, án þess að hafa samband við fjölskylduna.“ Eva greinir frá því að utanríkisráðuneytið hafi verði í sambandi við ræðismanninn í Tyrklandi, alþjóðadeild lögreglunnar og fleiri stofnanir; „verið sé að gera allt sem hægt er til þess að finna út hvað gerðist og hvar líkið er niðurkomið.“Fjöldi fólks hefur sent kærleikskveðjur Eva segir fjölda manna hafa haft samband við sig. „Sent kærleikskveðjur og boðið fram aðstoð, líka bláókunnugt fólk. Þótt ég sé ekki búin að svara öllum þykir mér vænt um að finna þennan samhug og mun svara þegar þar að kemur. Ef einhver veit eitthvað sem getur varpað ljósi á það sem gerðist eða hvað annað hann Haukur minn var bardúsa síðasta árið, sendið mér þá tölvupóst á netfangið eva.evahauksdottir@gmail.com. Ekki senda þessháttar upplýsingar á Facebook því FB póstur getur auðveldlega farið fram hjá mér.“
Tengdar fréttir Íslendingur sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Haukur Hilmarsson barðist með her sýrlenskra Kúrda í Afrin-héraði. 7. mars 2018 06:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Íslendingur sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Haukur Hilmarsson barðist með her sýrlenskra Kúrda í Afrin-héraði. 7. mars 2018 06:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels