Kjararáð fékk launahækkun eftir að hafa beðið um hana Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. mars 2018 15:33 Jónas Þór Guðmundsson, formaður kjararáðs, ritaði bréf og óskaði eftir launahækkun. vísir/valli Kjararáð fékk launahækkun í fyrra eftir að hafa sent fjármála-og efnahagsráðuneytinu bréf og óskað eftir hækkuninni til handa þeim sitja í ráðinu. Lögum samkvæmt er það fjármálaráðherra sem ákveður laun ráðsins en launahækkunin sem beðið var um var upp á 7,3 prósent að því er fram kemur í frétt Kjarnans um málið. Óskað var eftir því að hækkunin yrði afturvirk til 1. ágúst 2017. Þar segir að Jónas Þór Guðmundsson, formaður kjararáðs, hafi þann 14. september 2017 sent bréf til fjármálaráðuneytisins og óskað eftir launahækkuninni. Daginn eftir sprakk ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Rökin fyrir launahækkuninni voru þau að laun kjararáðs hefðu ekki hækkað frá því sumarið 2016. Mánaðarleg launavísitala hefði hins vegar hækkað um áðurnefnda prósentutölu, 7,3 prósent, frá síðustu launahækkun kjararáðs. Að því er fram kemur í frétt Kjarnans var bréfinu ekki svarað í rúman tvo og hálfan mánuð. Á meðan lá ósvarað í ráðuneytinu fóru fram kosningar og þann 30. nóvember 2017 tók ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur við. Bjarni Benediktsson varð þá fjármála-og efnahagsráðherra. Sex dögum eftir að ný ríkisstjórn tók við, eða þann 6. desember, fékk Jónas svarbréf frá ráðuneytinu þar sem fallist var á beiðni hans um launahækkun og að hún yrði afturvirk frá 1. ágúst 2017. Kjararáð er langt frá því að vera óumdeilt enda hafa úrskurðir þess um launahækkanir æðstu embættis-og ráðamanna sætt mikilli gagnrýni undanfarin misseri. Í janúar skipaði ríkisstjórnin starfshóp um málefni kjararáðs sem skilaði svo skýrslu um miðjan febrúar.Taldi starfshópurinn margt mæla með gjörbreytingu á fyrirkomulagi á kjararáði. Lagði hópurinn þannig til að í meginatriðum verði hætt að úrskurða um laun æðstu manna samfélagsins eftir óskýrum viðmiðunum. Launafjárhæðir eiga að vera aðgengilegar og auðskiljanlegar almenningi og einnig þeim sem störfunum gegna. Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Kjararáð fékk launahækkun í fyrra eftir að hafa sent fjármála-og efnahagsráðuneytinu bréf og óskað eftir hækkuninni til handa þeim sitja í ráðinu. Lögum samkvæmt er það fjármálaráðherra sem ákveður laun ráðsins en launahækkunin sem beðið var um var upp á 7,3 prósent að því er fram kemur í frétt Kjarnans um málið. Óskað var eftir því að hækkunin yrði afturvirk til 1. ágúst 2017. Þar segir að Jónas Þór Guðmundsson, formaður kjararáðs, hafi þann 14. september 2017 sent bréf til fjármálaráðuneytisins og óskað eftir launahækkuninni. Daginn eftir sprakk ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Rökin fyrir launahækkuninni voru þau að laun kjararáðs hefðu ekki hækkað frá því sumarið 2016. Mánaðarleg launavísitala hefði hins vegar hækkað um áðurnefnda prósentutölu, 7,3 prósent, frá síðustu launahækkun kjararáðs. Að því er fram kemur í frétt Kjarnans var bréfinu ekki svarað í rúman tvo og hálfan mánuð. Á meðan lá ósvarað í ráðuneytinu fóru fram kosningar og þann 30. nóvember 2017 tók ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur við. Bjarni Benediktsson varð þá fjármála-og efnahagsráðherra. Sex dögum eftir að ný ríkisstjórn tók við, eða þann 6. desember, fékk Jónas svarbréf frá ráðuneytinu þar sem fallist var á beiðni hans um launahækkun og að hún yrði afturvirk frá 1. ágúst 2017. Kjararáð er langt frá því að vera óumdeilt enda hafa úrskurðir þess um launahækkanir æðstu embættis-og ráðamanna sætt mikilli gagnrýni undanfarin misseri. Í janúar skipaði ríkisstjórnin starfshóp um málefni kjararáðs sem skilaði svo skýrslu um miðjan febrúar.Taldi starfshópurinn margt mæla með gjörbreytingu á fyrirkomulagi á kjararáði. Lagði hópurinn þannig til að í meginatriðum verði hætt að úrskurða um laun æðstu manna samfélagsins eftir óskýrum viðmiðunum. Launafjárhæðir eiga að vera aðgengilegar og auðskiljanlegar almenningi og einnig þeim sem störfunum gegna.
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira