„Ég vissi að eitthvað hræðilegt ætti eftir að eiga sér stað út frá svipbrigðum mannsins“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. mars 2018 14:00 Khaled Cairo er sakaður um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel í september síðastliðnum. Vísir/Anton Brink „Ég fór inn á þetta heimili, sá þar karl og konu, síðan lokaði ég dyrunum og fór. Þetta er það sem ég sá,” sagði vitni við aðalmeðferð í Hagamelsmálinu svokallaða þar sem Khaled Cairo er sakaður um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í september síðastliðnum. Vitnið sem um ræðir er erlendur karlmaður sem ætlaði að hitta Sanitu kvöldið sem hún dó. Hann hafði verið í sambandi við Sanitu um að hitta hana en þegar hann var kominn fyrir utan húsið hennar svaraði hún hvorki símtali frá honum né skilaboðum.Yppti öxlum og fór út Nágranni hleypti honum að lokum inn. Þegar hann var kominn inn í íbúðina hjá Sanitu sá hann hana og Khaled þar sem þau virtust vera að rífast. „Þá bara yppti ég öxlum og lokaði á eftir mér,” sagði maðurinn. Hann sagði bæði Sanitu og Khaled hafa verið fáklædd þegar inn var komið. Hann var spurður út í hvernig hann þekkti Sanitu. Hann sagðist hafa litið svo á að þau væru í sambandi.Khaled var mjög heitt í hamsi Maðurinn var beðinn um lýsa frekar hvað hefði gerst þegar hann fór inn í íbúðina. Hann sagði Khaled hafa komið auga á sig og við það hefði Khaled orðið mjög heitt í hamsi. Maðurinn lokaði dyrunum í kjölfarið. „Ég vissi að eitthvað hræðilegt ætti eftir að eiga sér stað út frá svipbrigðum mannsins,” sagði maðurinn. Hann talaði við nágranna Sanitu og sagðist telja að eitthvað slæmt væri í uppsiglingu. Bað hann nágrannann um að hafa samband við lögreglu og gekk svo í burtu.Khaled hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn í september. Hér mætir hann í dómsal í morgun.Vísir/RakelGrunaði ekki að málið tæki þessa stefnu Vitnið sagðist eiga erfitt með að rifja upp hlutina en það hefði verið auðveldara í skýrslutöku hjá lögreglu þegar atburðirnir voru nýskeðir. Hann sagðist annars staðfesta allt það sem hann sagði við lögreglu í skýrslutöku. Hann tók fram að þegar hann yfirgaf húsið hefði hann ekki grunað að málið tæki þá stefnu sem það tók.Nemendur varaðir við óhugnalegum myndum Sebastian Kuntz réttarmeinafræðingur var kallaður til vitnis við aðalmeðferðina í dag. Þar fór Sebastian með nákvæmum hætti yfir dánarorsök Sanitu. Hann sagði dauðdaga hennar óvenjulegan og að mestum líkindum manndráp. Hann fór yfir margvíslega áverka hennar sem hún hafði hlotið eftir barsmíðar og kyrkingartak. Lögfræðinemar úr Kvennaskóla Reykjavíkur sitja réttarhöldin. Fjölskipaður héraðsdómur tók það fram í tvígang að við réttarhöldin yrðu sýndar myndir úr réttarmeinarannsókn sem kynnu að vekja óhug og gætu setið eftir í huga nemendanna. Voru þeir beðnir um að líta undan ef þeir teldu sig ekki þola slíka sýn. Sebastian var spurður hvort einhver læknir hefði geta brugðist við öllum þeim áverkum sem Sanita varð fyrir og getað bjargað lífi hennar. Sebastian sagði um mjög miklar getgátur að ræða. Hægt væri að lifa af suma áverka en taldi ólíklegt að einhver læknir hefði geta bjargað Sanitu miðað við þá áverka sem voru á henni. Khaled hefur haldið fram í skýrslutökum og við aðalmeðferð að Sanita hafi ekki fengið nægjanlega góða læknishjálp og þess vegna beðið bana. Lokað var fyrir ummæli við fréttina. Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir „Taldi hana hafa átt það skilið því hún lagðist með svörtum manni“ Lögreglumaður fór yfir viðbrögð Khaled Cairo kvöldið sem Sanita Brauna dó. 21. mars 2018 12:39 Aðalmeðferð í Hagamelsmálinu: Gaf í skyn að Sanita hefði ekki fengið nægjanlega aðstoð á sjúkrahúsi Khaled Cairo og Sanita Braun höfðu aðeins hist einu sinni að sögn hins grunaða. Hann hafi orðið ástfanginn af henni. 21. mars 2018 11:38 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
„Ég fór inn á þetta heimili, sá þar karl og konu, síðan lokaði ég dyrunum og fór. Þetta er það sem ég sá,” sagði vitni við aðalmeðferð í Hagamelsmálinu svokallaða þar sem Khaled Cairo er sakaður um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í september síðastliðnum. Vitnið sem um ræðir er erlendur karlmaður sem ætlaði að hitta Sanitu kvöldið sem hún dó. Hann hafði verið í sambandi við Sanitu um að hitta hana en þegar hann var kominn fyrir utan húsið hennar svaraði hún hvorki símtali frá honum né skilaboðum.Yppti öxlum og fór út Nágranni hleypti honum að lokum inn. Þegar hann var kominn inn í íbúðina hjá Sanitu sá hann hana og Khaled þar sem þau virtust vera að rífast. „Þá bara yppti ég öxlum og lokaði á eftir mér,” sagði maðurinn. Hann sagði bæði Sanitu og Khaled hafa verið fáklædd þegar inn var komið. Hann var spurður út í hvernig hann þekkti Sanitu. Hann sagðist hafa litið svo á að þau væru í sambandi.Khaled var mjög heitt í hamsi Maðurinn var beðinn um lýsa frekar hvað hefði gerst þegar hann fór inn í íbúðina. Hann sagði Khaled hafa komið auga á sig og við það hefði Khaled orðið mjög heitt í hamsi. Maðurinn lokaði dyrunum í kjölfarið. „Ég vissi að eitthvað hræðilegt ætti eftir að eiga sér stað út frá svipbrigðum mannsins,” sagði maðurinn. Hann talaði við nágranna Sanitu og sagðist telja að eitthvað slæmt væri í uppsiglingu. Bað hann nágrannann um að hafa samband við lögreglu og gekk svo í burtu.Khaled hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn í september. Hér mætir hann í dómsal í morgun.Vísir/RakelGrunaði ekki að málið tæki þessa stefnu Vitnið sagðist eiga erfitt með að rifja upp hlutina en það hefði verið auðveldara í skýrslutöku hjá lögreglu þegar atburðirnir voru nýskeðir. Hann sagðist annars staðfesta allt það sem hann sagði við lögreglu í skýrslutöku. Hann tók fram að þegar hann yfirgaf húsið hefði hann ekki grunað að málið tæki þá stefnu sem það tók.Nemendur varaðir við óhugnalegum myndum Sebastian Kuntz réttarmeinafræðingur var kallaður til vitnis við aðalmeðferðina í dag. Þar fór Sebastian með nákvæmum hætti yfir dánarorsök Sanitu. Hann sagði dauðdaga hennar óvenjulegan og að mestum líkindum manndráp. Hann fór yfir margvíslega áverka hennar sem hún hafði hlotið eftir barsmíðar og kyrkingartak. Lögfræðinemar úr Kvennaskóla Reykjavíkur sitja réttarhöldin. Fjölskipaður héraðsdómur tók það fram í tvígang að við réttarhöldin yrðu sýndar myndir úr réttarmeinarannsókn sem kynnu að vekja óhug og gætu setið eftir í huga nemendanna. Voru þeir beðnir um að líta undan ef þeir teldu sig ekki þola slíka sýn. Sebastian var spurður hvort einhver læknir hefði geta brugðist við öllum þeim áverkum sem Sanita varð fyrir og getað bjargað lífi hennar. Sebastian sagði um mjög miklar getgátur að ræða. Hægt væri að lifa af suma áverka en taldi ólíklegt að einhver læknir hefði geta bjargað Sanitu miðað við þá áverka sem voru á henni. Khaled hefur haldið fram í skýrslutökum og við aðalmeðferð að Sanita hafi ekki fengið nægjanlega góða læknishjálp og þess vegna beðið bana. Lokað var fyrir ummæli við fréttina.
Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir „Taldi hana hafa átt það skilið því hún lagðist með svörtum manni“ Lögreglumaður fór yfir viðbrögð Khaled Cairo kvöldið sem Sanita Brauna dó. 21. mars 2018 12:39 Aðalmeðferð í Hagamelsmálinu: Gaf í skyn að Sanita hefði ekki fengið nægjanlega aðstoð á sjúkrahúsi Khaled Cairo og Sanita Braun höfðu aðeins hist einu sinni að sögn hins grunaða. Hann hafi orðið ástfanginn af henni. 21. mars 2018 11:38 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
„Taldi hana hafa átt það skilið því hún lagðist með svörtum manni“ Lögreglumaður fór yfir viðbrögð Khaled Cairo kvöldið sem Sanita Brauna dó. 21. mars 2018 12:39
Aðalmeðferð í Hagamelsmálinu: Gaf í skyn að Sanita hefði ekki fengið nægjanlega aðstoð á sjúkrahúsi Khaled Cairo og Sanita Braun höfðu aðeins hist einu sinni að sögn hins grunaða. Hann hafi orðið ástfanginn af henni. 21. mars 2018 11:38