Fengu sér húðflúr hjá 100 ára listakonu Guðný Hrönn skrifar 9. janúar 2018 09:30 Árni og Kristín þurftu að leggja á sig frekar óhefðbundna rútuferð til að komast í þorpið Buscalan, þar sem Whang-od Oggay starfar. „Þessi aðferð er mun sársaukaminni en sú með venjulegri tattúbyssu, þrátt fyrir að hún líti út fyrir að vera verri,“ segir Árni Guðmundsson en hann og kærasta hans, Kristín Inga Elísdóttir, fengu sér nýverið húðflúr frá goðsagnakenndu filippseysku húðflúrlistakonunni Whang-od Oggay eftir að hafa rekist á filippseyskan mann sem sagði þeim söguna af henni. Whang-od Oggay er 100 ára. Árni segir upplifunina í kringum það að fá húðflúr hjá henni hana verið magnaða. „Ferðalagið til hennar var stórkostleg upplifun eitt og sér. Ferðalagið samanstóð af tveggja daga rútuferð frá höfuðborginni Maníla, þriggja tíma ferð uppi á rútuþaki með stórkostlegu útsýni yfir hrísgrjónaakra og á endanum fjallgöngu upp í þorpið hennar, Buscalan,“ útskýrir Árni.Þegar Árni og Kristín voru komin í þorpið þar sem Whang-od býr fengu þau tíma til að hvílast. „Við gistum þar á gólfinu hjá einni fjölskyldunni þarna og drukkum bjór með heimamönnum. Daginn eftir fengum við svo að hitta Whang-od. Hún talar bara ættbálkstungumál þannig að samskipti voru erfið. En það var túlkur á staðnum og hún sagði túlkinum að henni þætti íslenski vegvísirinn, sem ég er með flúraðan á mig, fallegur.“ Spurður út í hvernig aðferð Whang-od noti til að húðflúra fólk segir hann: „Nálin sem hún notar er af sítrónutré og blekið er aska af brenndu tré. Síðan notar hún spýtur til að beita nálinni,“ segir Árni sem þótti gaman að upplifa stemninguna sem ríkti. Aðspurður hvort hann viti um aðra Íslendinga sem hafi fengið húðflúr hjá Whang-od segir Árni:„Ég veit ekki um neinn sem hefur farið til hennar. Og nú fer hver að verða síðastur því aðhún er að verða 101 árs.“ Húðflúr Mest lesið Ástfangin á ný Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Fleiri fréttir Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Sjá meira
„Þessi aðferð er mun sársaukaminni en sú með venjulegri tattúbyssu, þrátt fyrir að hún líti út fyrir að vera verri,“ segir Árni Guðmundsson en hann og kærasta hans, Kristín Inga Elísdóttir, fengu sér nýverið húðflúr frá goðsagnakenndu filippseysku húðflúrlistakonunni Whang-od Oggay eftir að hafa rekist á filippseyskan mann sem sagði þeim söguna af henni. Whang-od Oggay er 100 ára. Árni segir upplifunina í kringum það að fá húðflúr hjá henni hana verið magnaða. „Ferðalagið til hennar var stórkostleg upplifun eitt og sér. Ferðalagið samanstóð af tveggja daga rútuferð frá höfuðborginni Maníla, þriggja tíma ferð uppi á rútuþaki með stórkostlegu útsýni yfir hrísgrjónaakra og á endanum fjallgöngu upp í þorpið hennar, Buscalan,“ útskýrir Árni.Þegar Árni og Kristín voru komin í þorpið þar sem Whang-od býr fengu þau tíma til að hvílast. „Við gistum þar á gólfinu hjá einni fjölskyldunni þarna og drukkum bjór með heimamönnum. Daginn eftir fengum við svo að hitta Whang-od. Hún talar bara ættbálkstungumál þannig að samskipti voru erfið. En það var túlkur á staðnum og hún sagði túlkinum að henni þætti íslenski vegvísirinn, sem ég er með flúraðan á mig, fallegur.“ Spurður út í hvernig aðferð Whang-od noti til að húðflúra fólk segir hann: „Nálin sem hún notar er af sítrónutré og blekið er aska af brenndu tré. Síðan notar hún spýtur til að beita nálinni,“ segir Árni sem þótti gaman að upplifa stemninguna sem ríkti. Aðspurður hvort hann viti um aðra Íslendinga sem hafi fengið húðflúr hjá Whang-od segir Árni:„Ég veit ekki um neinn sem hefur farið til hennar. Og nú fer hver að verða síðastur því aðhún er að verða 101 árs.“
Húðflúr Mest lesið Ástfangin á ný Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Fleiri fréttir Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Sjá meira