Árni segir upplifunina í kringum það að fá húðflúr hjá henni hana verið magnaða. „Ferðalagið til hennar var stórkostleg upplifun eitt og sér. Ferðalagið samanstóð af tveggja daga rútuferð frá höfuðborginni Maníla, þriggja tíma ferð uppi á rútuþaki með stórkostlegu útsýni yfir hrísgrjónaakra og á endanum fjallgöngu upp í þorpið hennar, Buscalan,“ útskýrir Árni.

Spurður út í hvernig aðferð Whang-od noti til að húðflúra fólk segir hann: „Nálin sem hún notar er af sítrónutré og blekið er aska af brenndu tré. Síðan notar hún spýtur til að beita nálinni,“ segir Árni sem þótti gaman að upplifa stemninguna sem ríkti.
Aðspurður hvort hann viti um aðra Íslendinga sem hafi fengið húðflúr hjá Whang-od segir Árni:
„Ég veit ekki um neinn sem hefur farið til hennar. Og nú fer hver að verða síðastur því aðhún er að verða 101 árs.“