Enn of algengt að hinsegin fólk verði fyrir ofbeldi Hersir Aron Ólafsson skrifar 9. janúar 2018 20:10 Enn er allt of algengt að hinsegin fólk verði fyrir ofbeldi og aðkasti hér á landi. Þetta segir formaður Samtakanna ´78. Íslendingar séu oft of uppteknir af því hvað allt gangi vel og forðist að horfast í augu við vandamálin. Ungur maður sem var kýldur um helgina fyrir það eitt að vera hommi segir að auka þurfi fræðslu. Úlfar Viktor Björnsson var á gangi í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt síðasta sunnudags þegar maður vatt sér upp að honum og spurði hvort hann væri hommi. „Ég segi já. Ég hef aldrei skammast mín fyrir það. Og þá fæ ég bara kjaftshögg, beint í andlitið,“ segir Úlfar. Úlfar skrifaði færslu um atvikið á Facebook sem vakið hefur mikla athygli. Þar kveðst hann m.a. vera svekktur út í samfélagið, segir að umræðan sé hálfpartinn stöðnuð og litið sé framhjá atvikum af þessu tagi.Íslendingar uppteknir af hinu góða María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna ´78, segir að taka megi undir þessi skrif Úlfars. Þannig séu Íslendingar oft á tíðum of uppteknir af því að hér sé allt svo fordómalaust og langt á veg komið, svo að gjarnan gleymist að horfast í augu við vandamál sem sannarlega séu til staðar. „Ég held að ef við höldum of fast í það að við séum bara góð, séum bara fordómalaus, þá geti orðið erfitt fyrir fólk að segja frá. Það er nógu erfitt fyrir fólk að segja frá því að það hafi orðið fyrir ofbeldi án þess að vera einhvern veginn líka að skemma ímyndina eða vera eina manneskjan sem hefur orðið fyrir ofbeldi, því það gerir enginn neitt ljótt,“ segir María Helga. María Helga segir að slík atvik eigi sér stað nokkuð reglulega. Það sé því langt í frá liðin tíð að fólk verði fyrir ofbeldi og aðkasti fyrir að vera hinsegin. „Nýleg dæmi eru til dæmis ungur strákur sem fékk skilaboð á Facebook um að hann ætti bara að drepa sig því hann væri bara helvítis hommi.“ Hún segir hins vegar nokkuð erfitt að hafa yfirsýn yfir ofbeldisbrot sem sérstaklega beinist gegn hinsegin fólki enda sé engin hatursglæpalöggjöf hér á landi. Slík brot falli því í sama flokk og öll önnur ofbeldisbrot.Kallar eftir fræðslu Úlfar Viktor hefur ekki kært manninn sem réðst á hann til lögreglu og segir ekki víst að hann láti verða af því. Hann kallar hins vegar eftir aukinni fræðslu um hinsegin málefni, enda birtist fordómar enn í mörgum birtingarmyndum. Þannig lifi niðrandi orð á borð við faggi enn góðu lífi í skólum og félagsmiðstöðvum. „Fordómar eru rosalega lúmskir og ekkert endilega sjáanlegir. Þeir náttúrulega þrífast best í þöggun. Þess vegna er mikilvægt að við séum meðvituð um þetta.“ Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Sjá meira
Enn er allt of algengt að hinsegin fólk verði fyrir ofbeldi og aðkasti hér á landi. Þetta segir formaður Samtakanna ´78. Íslendingar séu oft of uppteknir af því hvað allt gangi vel og forðist að horfast í augu við vandamálin. Ungur maður sem var kýldur um helgina fyrir það eitt að vera hommi segir að auka þurfi fræðslu. Úlfar Viktor Björnsson var á gangi í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt síðasta sunnudags þegar maður vatt sér upp að honum og spurði hvort hann væri hommi. „Ég segi já. Ég hef aldrei skammast mín fyrir það. Og þá fæ ég bara kjaftshögg, beint í andlitið,“ segir Úlfar. Úlfar skrifaði færslu um atvikið á Facebook sem vakið hefur mikla athygli. Þar kveðst hann m.a. vera svekktur út í samfélagið, segir að umræðan sé hálfpartinn stöðnuð og litið sé framhjá atvikum af þessu tagi.Íslendingar uppteknir af hinu góða María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna ´78, segir að taka megi undir þessi skrif Úlfars. Þannig séu Íslendingar oft á tíðum of uppteknir af því að hér sé allt svo fordómalaust og langt á veg komið, svo að gjarnan gleymist að horfast í augu við vandamál sem sannarlega séu til staðar. „Ég held að ef við höldum of fast í það að við séum bara góð, séum bara fordómalaus, þá geti orðið erfitt fyrir fólk að segja frá. Það er nógu erfitt fyrir fólk að segja frá því að það hafi orðið fyrir ofbeldi án þess að vera einhvern veginn líka að skemma ímyndina eða vera eina manneskjan sem hefur orðið fyrir ofbeldi, því það gerir enginn neitt ljótt,“ segir María Helga. María Helga segir að slík atvik eigi sér stað nokkuð reglulega. Það sé því langt í frá liðin tíð að fólk verði fyrir ofbeldi og aðkasti fyrir að vera hinsegin. „Nýleg dæmi eru til dæmis ungur strákur sem fékk skilaboð á Facebook um að hann ætti bara að drepa sig því hann væri bara helvítis hommi.“ Hún segir hins vegar nokkuð erfitt að hafa yfirsýn yfir ofbeldisbrot sem sérstaklega beinist gegn hinsegin fólki enda sé engin hatursglæpalöggjöf hér á landi. Slík brot falli því í sama flokk og öll önnur ofbeldisbrot.Kallar eftir fræðslu Úlfar Viktor hefur ekki kært manninn sem réðst á hann til lögreglu og segir ekki víst að hann láti verða af því. Hann kallar hins vegar eftir aukinni fræðslu um hinsegin málefni, enda birtist fordómar enn í mörgum birtingarmyndum. Þannig lifi niðrandi orð á borð við faggi enn góðu lífi í skólum og félagsmiðstöðvum. „Fordómar eru rosalega lúmskir og ekkert endilega sjáanlegir. Þeir náttúrulega þrífast best í þöggun. Þess vegna er mikilvægt að við séum meðvituð um þetta.“
Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Sjá meira