Enn of algengt að hinsegin fólk verði fyrir ofbeldi Hersir Aron Ólafsson skrifar 9. janúar 2018 20:10 Enn er allt of algengt að hinsegin fólk verði fyrir ofbeldi og aðkasti hér á landi. Þetta segir formaður Samtakanna ´78. Íslendingar séu oft of uppteknir af því hvað allt gangi vel og forðist að horfast í augu við vandamálin. Ungur maður sem var kýldur um helgina fyrir það eitt að vera hommi segir að auka þurfi fræðslu. Úlfar Viktor Björnsson var á gangi í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt síðasta sunnudags þegar maður vatt sér upp að honum og spurði hvort hann væri hommi. „Ég segi já. Ég hef aldrei skammast mín fyrir það. Og þá fæ ég bara kjaftshögg, beint í andlitið,“ segir Úlfar. Úlfar skrifaði færslu um atvikið á Facebook sem vakið hefur mikla athygli. Þar kveðst hann m.a. vera svekktur út í samfélagið, segir að umræðan sé hálfpartinn stöðnuð og litið sé framhjá atvikum af þessu tagi.Íslendingar uppteknir af hinu góða María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna ´78, segir að taka megi undir þessi skrif Úlfars. Þannig séu Íslendingar oft á tíðum of uppteknir af því að hér sé allt svo fordómalaust og langt á veg komið, svo að gjarnan gleymist að horfast í augu við vandamál sem sannarlega séu til staðar. „Ég held að ef við höldum of fast í það að við séum bara góð, séum bara fordómalaus, þá geti orðið erfitt fyrir fólk að segja frá. Það er nógu erfitt fyrir fólk að segja frá því að það hafi orðið fyrir ofbeldi án þess að vera einhvern veginn líka að skemma ímyndina eða vera eina manneskjan sem hefur orðið fyrir ofbeldi, því það gerir enginn neitt ljótt,“ segir María Helga. María Helga segir að slík atvik eigi sér stað nokkuð reglulega. Það sé því langt í frá liðin tíð að fólk verði fyrir ofbeldi og aðkasti fyrir að vera hinsegin. „Nýleg dæmi eru til dæmis ungur strákur sem fékk skilaboð á Facebook um að hann ætti bara að drepa sig því hann væri bara helvítis hommi.“ Hún segir hins vegar nokkuð erfitt að hafa yfirsýn yfir ofbeldisbrot sem sérstaklega beinist gegn hinsegin fólki enda sé engin hatursglæpalöggjöf hér á landi. Slík brot falli því í sama flokk og öll önnur ofbeldisbrot.Kallar eftir fræðslu Úlfar Viktor hefur ekki kært manninn sem réðst á hann til lögreglu og segir ekki víst að hann láti verða af því. Hann kallar hins vegar eftir aukinni fræðslu um hinsegin málefni, enda birtist fordómar enn í mörgum birtingarmyndum. Þannig lifi niðrandi orð á borð við faggi enn góðu lífi í skólum og félagsmiðstöðvum. „Fordómar eru rosalega lúmskir og ekkert endilega sjáanlegir. Þeir náttúrulega þrífast best í þöggun. Þess vegna er mikilvægt að við séum meðvituð um þetta.“ Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Enn er allt of algengt að hinsegin fólk verði fyrir ofbeldi og aðkasti hér á landi. Þetta segir formaður Samtakanna ´78. Íslendingar séu oft of uppteknir af því hvað allt gangi vel og forðist að horfast í augu við vandamálin. Ungur maður sem var kýldur um helgina fyrir það eitt að vera hommi segir að auka þurfi fræðslu. Úlfar Viktor Björnsson var á gangi í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt síðasta sunnudags þegar maður vatt sér upp að honum og spurði hvort hann væri hommi. „Ég segi já. Ég hef aldrei skammast mín fyrir það. Og þá fæ ég bara kjaftshögg, beint í andlitið,“ segir Úlfar. Úlfar skrifaði færslu um atvikið á Facebook sem vakið hefur mikla athygli. Þar kveðst hann m.a. vera svekktur út í samfélagið, segir að umræðan sé hálfpartinn stöðnuð og litið sé framhjá atvikum af þessu tagi.Íslendingar uppteknir af hinu góða María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna ´78, segir að taka megi undir þessi skrif Úlfars. Þannig séu Íslendingar oft á tíðum of uppteknir af því að hér sé allt svo fordómalaust og langt á veg komið, svo að gjarnan gleymist að horfast í augu við vandamál sem sannarlega séu til staðar. „Ég held að ef við höldum of fast í það að við séum bara góð, séum bara fordómalaus, þá geti orðið erfitt fyrir fólk að segja frá. Það er nógu erfitt fyrir fólk að segja frá því að það hafi orðið fyrir ofbeldi án þess að vera einhvern veginn líka að skemma ímyndina eða vera eina manneskjan sem hefur orðið fyrir ofbeldi, því það gerir enginn neitt ljótt,“ segir María Helga. María Helga segir að slík atvik eigi sér stað nokkuð reglulega. Það sé því langt í frá liðin tíð að fólk verði fyrir ofbeldi og aðkasti fyrir að vera hinsegin. „Nýleg dæmi eru til dæmis ungur strákur sem fékk skilaboð á Facebook um að hann ætti bara að drepa sig því hann væri bara helvítis hommi.“ Hún segir hins vegar nokkuð erfitt að hafa yfirsýn yfir ofbeldisbrot sem sérstaklega beinist gegn hinsegin fólki enda sé engin hatursglæpalöggjöf hér á landi. Slík brot falli því í sama flokk og öll önnur ofbeldisbrot.Kallar eftir fræðslu Úlfar Viktor hefur ekki kært manninn sem réðst á hann til lögreglu og segir ekki víst að hann láti verða af því. Hann kallar hins vegar eftir aukinni fræðslu um hinsegin málefni, enda birtist fordómar enn í mörgum birtingarmyndum. Þannig lifi niðrandi orð á borð við faggi enn góðu lífi í skólum og félagsmiðstöðvum. „Fordómar eru rosalega lúmskir og ekkert endilega sjáanlegir. Þeir náttúrulega þrífast best í þöggun. Þess vegna er mikilvægt að við séum meðvituð um þetta.“
Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent