Enn of algengt að hinsegin fólk verði fyrir ofbeldi Hersir Aron Ólafsson skrifar 9. janúar 2018 20:10 Enn er allt of algengt að hinsegin fólk verði fyrir ofbeldi og aðkasti hér á landi. Þetta segir formaður Samtakanna ´78. Íslendingar séu oft of uppteknir af því hvað allt gangi vel og forðist að horfast í augu við vandamálin. Ungur maður sem var kýldur um helgina fyrir það eitt að vera hommi segir að auka þurfi fræðslu. Úlfar Viktor Björnsson var á gangi í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt síðasta sunnudags þegar maður vatt sér upp að honum og spurði hvort hann væri hommi. „Ég segi já. Ég hef aldrei skammast mín fyrir það. Og þá fæ ég bara kjaftshögg, beint í andlitið,“ segir Úlfar. Úlfar skrifaði færslu um atvikið á Facebook sem vakið hefur mikla athygli. Þar kveðst hann m.a. vera svekktur út í samfélagið, segir að umræðan sé hálfpartinn stöðnuð og litið sé framhjá atvikum af þessu tagi.Íslendingar uppteknir af hinu góða María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna ´78, segir að taka megi undir þessi skrif Úlfars. Þannig séu Íslendingar oft á tíðum of uppteknir af því að hér sé allt svo fordómalaust og langt á veg komið, svo að gjarnan gleymist að horfast í augu við vandamál sem sannarlega séu til staðar. „Ég held að ef við höldum of fast í það að við séum bara góð, séum bara fordómalaus, þá geti orðið erfitt fyrir fólk að segja frá. Það er nógu erfitt fyrir fólk að segja frá því að það hafi orðið fyrir ofbeldi án þess að vera einhvern veginn líka að skemma ímyndina eða vera eina manneskjan sem hefur orðið fyrir ofbeldi, því það gerir enginn neitt ljótt,“ segir María Helga. María Helga segir að slík atvik eigi sér stað nokkuð reglulega. Það sé því langt í frá liðin tíð að fólk verði fyrir ofbeldi og aðkasti fyrir að vera hinsegin. „Nýleg dæmi eru til dæmis ungur strákur sem fékk skilaboð á Facebook um að hann ætti bara að drepa sig því hann væri bara helvítis hommi.“ Hún segir hins vegar nokkuð erfitt að hafa yfirsýn yfir ofbeldisbrot sem sérstaklega beinist gegn hinsegin fólki enda sé engin hatursglæpalöggjöf hér á landi. Slík brot falli því í sama flokk og öll önnur ofbeldisbrot.Kallar eftir fræðslu Úlfar Viktor hefur ekki kært manninn sem réðst á hann til lögreglu og segir ekki víst að hann láti verða af því. Hann kallar hins vegar eftir aukinni fræðslu um hinsegin málefni, enda birtist fordómar enn í mörgum birtingarmyndum. Þannig lifi niðrandi orð á borð við faggi enn góðu lífi í skólum og félagsmiðstöðvum. „Fordómar eru rosalega lúmskir og ekkert endilega sjáanlegir. Þeir náttúrulega þrífast best í þöggun. Þess vegna er mikilvægt að við séum meðvituð um þetta.“ Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Enn er allt of algengt að hinsegin fólk verði fyrir ofbeldi og aðkasti hér á landi. Þetta segir formaður Samtakanna ´78. Íslendingar séu oft of uppteknir af því hvað allt gangi vel og forðist að horfast í augu við vandamálin. Ungur maður sem var kýldur um helgina fyrir það eitt að vera hommi segir að auka þurfi fræðslu. Úlfar Viktor Björnsson var á gangi í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt síðasta sunnudags þegar maður vatt sér upp að honum og spurði hvort hann væri hommi. „Ég segi já. Ég hef aldrei skammast mín fyrir það. Og þá fæ ég bara kjaftshögg, beint í andlitið,“ segir Úlfar. Úlfar skrifaði færslu um atvikið á Facebook sem vakið hefur mikla athygli. Þar kveðst hann m.a. vera svekktur út í samfélagið, segir að umræðan sé hálfpartinn stöðnuð og litið sé framhjá atvikum af þessu tagi.Íslendingar uppteknir af hinu góða María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna ´78, segir að taka megi undir þessi skrif Úlfars. Þannig séu Íslendingar oft á tíðum of uppteknir af því að hér sé allt svo fordómalaust og langt á veg komið, svo að gjarnan gleymist að horfast í augu við vandamál sem sannarlega séu til staðar. „Ég held að ef við höldum of fast í það að við séum bara góð, séum bara fordómalaus, þá geti orðið erfitt fyrir fólk að segja frá. Það er nógu erfitt fyrir fólk að segja frá því að það hafi orðið fyrir ofbeldi án þess að vera einhvern veginn líka að skemma ímyndina eða vera eina manneskjan sem hefur orðið fyrir ofbeldi, því það gerir enginn neitt ljótt,“ segir María Helga. María Helga segir að slík atvik eigi sér stað nokkuð reglulega. Það sé því langt í frá liðin tíð að fólk verði fyrir ofbeldi og aðkasti fyrir að vera hinsegin. „Nýleg dæmi eru til dæmis ungur strákur sem fékk skilaboð á Facebook um að hann ætti bara að drepa sig því hann væri bara helvítis hommi.“ Hún segir hins vegar nokkuð erfitt að hafa yfirsýn yfir ofbeldisbrot sem sérstaklega beinist gegn hinsegin fólki enda sé engin hatursglæpalöggjöf hér á landi. Slík brot falli því í sama flokk og öll önnur ofbeldisbrot.Kallar eftir fræðslu Úlfar Viktor hefur ekki kært manninn sem réðst á hann til lögreglu og segir ekki víst að hann láti verða af því. Hann kallar hins vegar eftir aukinni fræðslu um hinsegin málefni, enda birtist fordómar enn í mörgum birtingarmyndum. Þannig lifi niðrandi orð á borð við faggi enn góðu lífi í skólum og félagsmiðstöðvum. „Fordómar eru rosalega lúmskir og ekkert endilega sjáanlegir. Þeir náttúrulega þrífast best í þöggun. Þess vegna er mikilvægt að við séum meðvituð um þetta.“
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira