Umbreytingar í veðri gætu hafist um helgina Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2018 22:34 Fátt hefur verið um fína drætti í sumarveðrinu SV-lands. Gangi spáin eftir gæti breyting orðið þar á. Myndin er fengin úr safni þökk sé tíðarfarsins í sumar. Vísir/Eyþór Veðurspálíkön benda til þess að þrálát staða veðurkerfa sem hefur sett mark sitt á sumarið á Íslandi gæti riðlast um helgina. Því gæti fylgt fleiri sólardagar og hiti yfir meðaltali. Veðurfræðingur hvetur þó til hóflegrar bjartsýni. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, fjallar um horfur fyrir ágústmánuð í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Vitnar hannar þar til hugleiðingar bandarísks veðurfræðings sem hefur túlkað mánaðarspá fyrir ágúst út frá bandarísku spálíkani. Spá hans gerir ráð fyrir því að fyrirstöðuhæð sem hefur marað yfir Skandinavíu í sumar hjaðni og umbreyting gæti orðið þegar um helgina. Við taki bylgjumynstur í háloftunum næstu vikurnar sem einkennist af hæðarhrygg frá Íslandi og Suður-Grænlandi til Bretlandseyja og öðrum yfir Norðvestur-Kanada og Íshafinu. „Ef þessi spá gengi eftir væru það ágæt tíðindi fyrir okkur. Í stað lægðaraveigju háloftavindsins og háloftakulda með sólarleysi og vætu, verður hæðarsveigja í straumnum. Sú breyting væri afgerandi og fylgdu þá fleiri sólardagar og hiti væntanlega yfir meðallagi. Vissulega ólíkir dagar eins og oftast, en tíðin frekar í þessa veru, en þá sem ríkt hefur framan af sumri,“ skrifar Einar. Spáin úr bandaríska spálíkaninu segir Einar samræmast mánaðaspá Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar (ECMWF) merkilega vel. Í henni sjáist svipaðar hæðarsveigjur og í því bandaríska. Hann hvetur þó til þess að fólk stilli væntingum sínum í hóf. „Sjáum hvað setur og verum hóflega bjartsýn!“ skrifar Einar. Veður Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Veðurspálíkön benda til þess að þrálát staða veðurkerfa sem hefur sett mark sitt á sumarið á Íslandi gæti riðlast um helgina. Því gæti fylgt fleiri sólardagar og hiti yfir meðaltali. Veðurfræðingur hvetur þó til hóflegrar bjartsýni. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, fjallar um horfur fyrir ágústmánuð í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Vitnar hannar þar til hugleiðingar bandarísks veðurfræðings sem hefur túlkað mánaðarspá fyrir ágúst út frá bandarísku spálíkani. Spá hans gerir ráð fyrir því að fyrirstöðuhæð sem hefur marað yfir Skandinavíu í sumar hjaðni og umbreyting gæti orðið þegar um helgina. Við taki bylgjumynstur í háloftunum næstu vikurnar sem einkennist af hæðarhrygg frá Íslandi og Suður-Grænlandi til Bretlandseyja og öðrum yfir Norðvestur-Kanada og Íshafinu. „Ef þessi spá gengi eftir væru það ágæt tíðindi fyrir okkur. Í stað lægðaraveigju háloftavindsins og háloftakulda með sólarleysi og vætu, verður hæðarsveigja í straumnum. Sú breyting væri afgerandi og fylgdu þá fleiri sólardagar og hiti væntanlega yfir meðallagi. Vissulega ólíkir dagar eins og oftast, en tíðin frekar í þessa veru, en þá sem ríkt hefur framan af sumri,“ skrifar Einar. Spáin úr bandaríska spálíkaninu segir Einar samræmast mánaðaspá Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar (ECMWF) merkilega vel. Í henni sjáist svipaðar hæðarsveigjur og í því bandaríska. Hann hvetur þó til þess að fólk stilli væntingum sínum í hóf. „Sjáum hvað setur og verum hóflega bjartsýn!“ skrifar Einar.
Veður Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira