Töframaðurinn Dan White var gestur Jimmy Fallon í þættinum The Tonight Show í gærkvöldi og sló hann Fallon út af laginu með magnaðri sjónhverfingu og spilagarldi. Svo virðist sem að White hafi lesið hugsanir Fallon og kom hann honum rækilega á óvart.
Galdurinn má sjá hér að neðan en þar má einnig sjá ótrúlegan galdur White frá því í febrúar. Það er fínt að taka sér smá frí frá kosningaumræðunni og virða þessa mögnuðu brögð fyrir sér.