Betri kjörsókn í Vestmannaeyjum en á sama tíma fyrir átta árum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. maí 2018 16:53 Mikil spenna er í Vestmannaeyjum fyrir úrslitum bæjarstjórnarkosninganna. Vísir/Pjetur Kjörsókn hefur verið misjöfn á milli sveitarfélaga í sveitarstjórnarkosningunum í dag en er heldur lakari en í kosningunum fyrir átta árum. Síðdegis höfðu 1236 kosið á kjörstað og utan kjörfundar á Ísafirði eða 46,57% og sagði formaður kjörstjórnar kjörsóknina núna mjög svipaða og fyrir fjórum árum. Kosningaþátttaka á Akureyri var lakari í dag miðan við síðustu kosningar. 4638 köfðu greitt atkvæði nú síðdegis eða 33,58% samanborið við 34,73 fyrir fjórum árum. Á sama tíma í dag höfðu 34% kosið í Fljótsdalshéraði og sagði formaður yfirkjörstjórnar þar kosningaþátttökuna nú sambærilega og fyrir fjórum árum eða jafnvel örlítið meiri. Kosningaþátttaka var dræm framan af degi í sveitarfélaginu Árborg. Klukkan fjögur höfðu 1831 greitt atkvæði eða 27,8% samanborið við 37% í sveitarstjórnarkosningunum 2014.Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Eyjum. Það verður því forvitnilegt að sjá hvort hann komist inn í bæjarstjórn eftir kosningarnar en nýtt framboð, Fyrir Heimaey, býður nú fram í fyrsta sinn.Skjáskot/Stöð 2Mikil spenna er í Vestmannaeyjum fyrir úrslitum bæjarstjórnarkosninganna. Síðdegis höfðu 1189 greitt atkvæði, eða 37,6% sem er einu og hálfu prósentustigi meira en fyrir fjórum árum og prósentustigi meira en í kosningunum 2010. Um 800 hafa greitt atkvæði utan kjörfundar og hefur aldrei verið meiri þátttaka. Sex prósentum færri höfðu kosið í Reykjanesbæ nú síðdegis en á sama tíma fyrir fjórum árum þegar 31,90% höfðu kosið samanborið við 25,93% í dag. Um klukkan fjögur höfðu 5707 greitt atkvæði í Hafnarfirði, eða 27,48%. Á sama tíma fyrir fjórum árum var kjörsókn 31,9%. Í Garðabæ var kjörsóknin 32,6% nú síðdegis en var 32,1% fyrir fjórum árum. Rúmlega 120 greiddu atkvæði utan kjörfundar í Smáralind í dag en kjörstaðurinn var opinn til klukkan 17 og þurftu kjósendur að koma atkvæði sínu sjálfir til skila. Síðdegis höfðu í heildina um tuttugu þúsund greitt atkvæði utan kjörfundar á landinu öllu. Kosningar 2018 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Kjörsókn hefur verið misjöfn á milli sveitarfélaga í sveitarstjórnarkosningunum í dag en er heldur lakari en í kosningunum fyrir átta árum. Síðdegis höfðu 1236 kosið á kjörstað og utan kjörfundar á Ísafirði eða 46,57% og sagði formaður kjörstjórnar kjörsóknina núna mjög svipaða og fyrir fjórum árum. Kosningaþátttaka á Akureyri var lakari í dag miðan við síðustu kosningar. 4638 köfðu greitt atkvæði nú síðdegis eða 33,58% samanborið við 34,73 fyrir fjórum árum. Á sama tíma í dag höfðu 34% kosið í Fljótsdalshéraði og sagði formaður yfirkjörstjórnar þar kosningaþátttökuna nú sambærilega og fyrir fjórum árum eða jafnvel örlítið meiri. Kosningaþátttaka var dræm framan af degi í sveitarfélaginu Árborg. Klukkan fjögur höfðu 1831 greitt atkvæði eða 27,8% samanborið við 37% í sveitarstjórnarkosningunum 2014.Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Eyjum. Það verður því forvitnilegt að sjá hvort hann komist inn í bæjarstjórn eftir kosningarnar en nýtt framboð, Fyrir Heimaey, býður nú fram í fyrsta sinn.Skjáskot/Stöð 2Mikil spenna er í Vestmannaeyjum fyrir úrslitum bæjarstjórnarkosninganna. Síðdegis höfðu 1189 greitt atkvæði, eða 37,6% sem er einu og hálfu prósentustigi meira en fyrir fjórum árum og prósentustigi meira en í kosningunum 2010. Um 800 hafa greitt atkvæði utan kjörfundar og hefur aldrei verið meiri þátttaka. Sex prósentum færri höfðu kosið í Reykjanesbæ nú síðdegis en á sama tíma fyrir fjórum árum þegar 31,90% höfðu kosið samanborið við 25,93% í dag. Um klukkan fjögur höfðu 5707 greitt atkvæði í Hafnarfirði, eða 27,48%. Á sama tíma fyrir fjórum árum var kjörsókn 31,9%. Í Garðabæ var kjörsóknin 32,6% nú síðdegis en var 32,1% fyrir fjórum árum. Rúmlega 120 greiddu atkvæði utan kjörfundar í Smáralind í dag en kjörstaðurinn var opinn til klukkan 17 og þurftu kjósendur að koma atkvæði sínu sjálfir til skila. Síðdegis höfðu í heildina um tuttugu þúsund greitt atkvæði utan kjörfundar á landinu öllu.
Kosningar 2018 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira