Hverfisbarinn harmar ummæli um transkonu en vísar í reglur um klæðaburð Andri Eysteinsson skrifar 11. nóvember 2018 18:23 Hverfisbarinn, sem stendur við Hverfisgötu, er einn vinsælasti skemmtistaður landsins. Fréttablaðið/Eyþór Skemmtistaðurinn Hverfisbarinn við Hverfisgötu í miðbæ Reykjavíkur hefur sætt mikilli gagnrýni í dag eftir frásagnir systra sem vikið var af staðnum í gærkvöldi. Rakel Brandt greindi frá atburðinum á Twitter síðu sinni í dag þar sem hún sagði að þeim hefði verið vísað á dyr vegna þess að systir hennar væri transkona. Rekstrarstjóri Hverfisbarsins segir að á staðnum gildi reglur um klæðaburð og það hafi verið ástæðan fyrir því að fólkinu var vísað út. Enginn starfsmaður hafi vitað að um transkonu væri að ræða.Hverfisbarinn bauð mig velkomna með afmælið mitt en rak mig svo úr fyrir að elskulega systir mín er trans , fokk hverfisbarinn - ekkert buisness þar, endilega vekið athygli!!! Ojjj — sultuslöklök (@glytta) November 10, 2018Geta ekki hleypt gaur í kellingapels inn á staðinn Í samtali við Fréttablaðið segir Rakel að hún hafi verið að halda upp á afmæli sitt á staðnum þar sem Hverfisbarinn hafði boðið henni og föruneyti hennar sérkjör á drykkjum. Rakel segist hafa mætt með systur sinni, Sæborgu Ninju Guðmundsdóttur, á skemmtistaðinn snemma kvölds en Sæborg er transkona.Fréttablaðið hefur eftir Sæborgu að dyravörður staðarins hafi sett út á klæðaburð þeirra systra og tjáð þeim að þær mættu bara vera á staðnum til miðnættis. Sæborg segir að um klukkan ellefu hafi þeim systrum hins vegar verið gert að yfirgefa staðinn. Rakel segist hafa spurt dyravörðinn hvort þeim hefði verið vísað frá vegna þess að Sæborg væri trans. Mun dyravörðurinn hafa sagt þeim að þær mættu túlka þetta eins og þær vildu. Ída Finnbogadóttir, vinkona Rakelar, hefur eftir téðum dyraverði að hann geti ekki bara hleypt gaur í kellingarpels inn á staðinn.Hann orðrétt „gat bara ekki hleypt gaur í kellingapels inn á staðinn“ — Ída Finnbogadóttir (@idafinnbogad) November 11, 2018 Hverfisbarinn hefur verið gagnrýndur harðlega í kjölfar atburðarins og rignir yfir staðinn neikvæðum umsögnum á Facebook-síðu staðarins. Stúdentahreyfingin Röskva brást við frásögninni með því að hætta við að halda stærsta viðburð sinn á skólaárinu, Ragnarrök, á staðnum. Röskva birti yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni og í henni segir að Röskva standi fyrir jafnrétti og vilji að öllum líði vel á atburðum fylkingarinnar. Því hafi Röskva ákveðið að færa viðskipti sín annað.Vilja koma í veg fyrir að atvik sem þessi endurtaki sig Cesar Santi, rekstrarstjóri Hverfisbarsins, sendi Vísi skriflega yfirlýsingu vegna gagnrýninnar. Þar kemur fram að dyraverðir hafi ekki vitað að transmanneskja væri á meðal þeirra sem vísað var á dyr. „Það sækir fjöldinn allur af fólki staðinn hjá okkur og við bjóðum þau öll velkomin. Við setjum hins vegar reglur varðandi lágmarksaldur og klæðaburð.“ Tilkynninguna sem Cesar sendi Vísi má sjá hér að neðan.„Enginn starfsmaður vissi til þess að trans manneskja hafi verið í hópnum sem hafi verið vísað frá Hverfis, dyravörður hefur látið úr sér óþarfa ummæli sem endurspegli ekki gildi Hverfisbarsins og við hörmum það innilega. Fundur mun verða tekinn með dyravörðum til að passa upp á að svona atvik endurtaki sig ekki. Engu að síður þá hafi starfsmenn verið að vinna eftir dresscode sem staðurinn setur, það sækir fjöldinn allur af fólki staðinn hjá okkur og við bjóðum þau öll velkominn. Við setjum hins vegar reglur varðandi lágmarksaldur og klæðaburð.“ Tengdar fréttir Segir óboðlegt að klósett fyrir fatlaða séu nýtt sem geymsla Gunnar Karl Haraldsson, nemi í tómstunda-og félagsmálafræði við Háskóla Íslands, kveðst hættur að pirra sig á slæmu aðgengi fyrir fatlaða en hann lenti í því á Hverfisbarnum á laugardag að komast ekki óhindrað á klósettið fyrir fatlaða þar sem það er nýtt sem geymsla. 4. apríl 2018 15:49 Eigendur B5 endurvekja Hverfisbarinn Rekstraraðilar sáu sóknarfæri í breyttu og betrumbættu umhverfi við Hverfisgötu. 28. febrúar 2017 16:03 Kalla á allt gamla Hverfisliðið Aðdáendur Hverfisbarsins geta reimað á sig dansskóna á ný á föstudag. 5. mars 2015 11:45 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Skemmtistaðurinn Hverfisbarinn við Hverfisgötu í miðbæ Reykjavíkur hefur sætt mikilli gagnrýni í dag eftir frásagnir systra sem vikið var af staðnum í gærkvöldi. Rakel Brandt greindi frá atburðinum á Twitter síðu sinni í dag þar sem hún sagði að þeim hefði verið vísað á dyr vegna þess að systir hennar væri transkona. Rekstrarstjóri Hverfisbarsins segir að á staðnum gildi reglur um klæðaburð og það hafi verið ástæðan fyrir því að fólkinu var vísað út. Enginn starfsmaður hafi vitað að um transkonu væri að ræða.Hverfisbarinn bauð mig velkomna með afmælið mitt en rak mig svo úr fyrir að elskulega systir mín er trans , fokk hverfisbarinn - ekkert buisness þar, endilega vekið athygli!!! Ojjj — sultuslöklök (@glytta) November 10, 2018Geta ekki hleypt gaur í kellingapels inn á staðinn Í samtali við Fréttablaðið segir Rakel að hún hafi verið að halda upp á afmæli sitt á staðnum þar sem Hverfisbarinn hafði boðið henni og föruneyti hennar sérkjör á drykkjum. Rakel segist hafa mætt með systur sinni, Sæborgu Ninju Guðmundsdóttur, á skemmtistaðinn snemma kvölds en Sæborg er transkona.Fréttablaðið hefur eftir Sæborgu að dyravörður staðarins hafi sett út á klæðaburð þeirra systra og tjáð þeim að þær mættu bara vera á staðnum til miðnættis. Sæborg segir að um klukkan ellefu hafi þeim systrum hins vegar verið gert að yfirgefa staðinn. Rakel segist hafa spurt dyravörðinn hvort þeim hefði verið vísað frá vegna þess að Sæborg væri trans. Mun dyravörðurinn hafa sagt þeim að þær mættu túlka þetta eins og þær vildu. Ída Finnbogadóttir, vinkona Rakelar, hefur eftir téðum dyraverði að hann geti ekki bara hleypt gaur í kellingarpels inn á staðinn.Hann orðrétt „gat bara ekki hleypt gaur í kellingapels inn á staðinn“ — Ída Finnbogadóttir (@idafinnbogad) November 11, 2018 Hverfisbarinn hefur verið gagnrýndur harðlega í kjölfar atburðarins og rignir yfir staðinn neikvæðum umsögnum á Facebook-síðu staðarins. Stúdentahreyfingin Röskva brást við frásögninni með því að hætta við að halda stærsta viðburð sinn á skólaárinu, Ragnarrök, á staðnum. Röskva birti yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni og í henni segir að Röskva standi fyrir jafnrétti og vilji að öllum líði vel á atburðum fylkingarinnar. Því hafi Röskva ákveðið að færa viðskipti sín annað.Vilja koma í veg fyrir að atvik sem þessi endurtaki sig Cesar Santi, rekstrarstjóri Hverfisbarsins, sendi Vísi skriflega yfirlýsingu vegna gagnrýninnar. Þar kemur fram að dyraverðir hafi ekki vitað að transmanneskja væri á meðal þeirra sem vísað var á dyr. „Það sækir fjöldinn allur af fólki staðinn hjá okkur og við bjóðum þau öll velkomin. Við setjum hins vegar reglur varðandi lágmarksaldur og klæðaburð.“ Tilkynninguna sem Cesar sendi Vísi má sjá hér að neðan.„Enginn starfsmaður vissi til þess að trans manneskja hafi verið í hópnum sem hafi verið vísað frá Hverfis, dyravörður hefur látið úr sér óþarfa ummæli sem endurspegli ekki gildi Hverfisbarsins og við hörmum það innilega. Fundur mun verða tekinn með dyravörðum til að passa upp á að svona atvik endurtaki sig ekki. Engu að síður þá hafi starfsmenn verið að vinna eftir dresscode sem staðurinn setur, það sækir fjöldinn allur af fólki staðinn hjá okkur og við bjóðum þau öll velkominn. Við setjum hins vegar reglur varðandi lágmarksaldur og klæðaburð.“
Tengdar fréttir Segir óboðlegt að klósett fyrir fatlaða séu nýtt sem geymsla Gunnar Karl Haraldsson, nemi í tómstunda-og félagsmálafræði við Háskóla Íslands, kveðst hættur að pirra sig á slæmu aðgengi fyrir fatlaða en hann lenti í því á Hverfisbarnum á laugardag að komast ekki óhindrað á klósettið fyrir fatlaða þar sem það er nýtt sem geymsla. 4. apríl 2018 15:49 Eigendur B5 endurvekja Hverfisbarinn Rekstraraðilar sáu sóknarfæri í breyttu og betrumbættu umhverfi við Hverfisgötu. 28. febrúar 2017 16:03 Kalla á allt gamla Hverfisliðið Aðdáendur Hverfisbarsins geta reimað á sig dansskóna á ný á föstudag. 5. mars 2015 11:45 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Segir óboðlegt að klósett fyrir fatlaða séu nýtt sem geymsla Gunnar Karl Haraldsson, nemi í tómstunda-og félagsmálafræði við Háskóla Íslands, kveðst hættur að pirra sig á slæmu aðgengi fyrir fatlaða en hann lenti í því á Hverfisbarnum á laugardag að komast ekki óhindrað á klósettið fyrir fatlaða þar sem það er nýtt sem geymsla. 4. apríl 2018 15:49
Eigendur B5 endurvekja Hverfisbarinn Rekstraraðilar sáu sóknarfæri í breyttu og betrumbættu umhverfi við Hverfisgötu. 28. febrúar 2017 16:03
Kalla á allt gamla Hverfisliðið Aðdáendur Hverfisbarsins geta reimað á sig dansskóna á ný á föstudag. 5. mars 2015 11:45