Telja sýslumenn mismuna kjósendum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. maí 2018 17:55 Frá Þórshöfn. Vísir/Pjetur Sveitarstjórn Langanesbyggðar telur að ákvörðun sýslumanna að bjóða eingöngu upp á utankjörfundaratkvæðagreiðslu á skrifstofum sínum feli í sér mismunum fyrir kjósendur í dreifbýli. Afar erfitt geti reynst að kjósa utan kjörfundar vegna mikilla fjarlægða. Þetta kemur fram í bókun sveitarstjórnar Langanesbyggðar sem samþykkt var á fundi hennar í dag. „Sveitarstjórn Langanesbyggðar mótmælir harðlega þeirri mismunun sem kjósendur dreifðari byggða búa við vegna takmarkaðra möguleika á að greiða atkvæði utan kjörfundar,“ segir í bókuninni. Er þar gagnrýnt að ekki sé boðið upp á utankjörfundaratkvæðagreiðslu á skrifstofum sveitarfélaga, líkt og tíðkast hefur í fyrir alþingis- og forsetakosningar. Telur sveitarstjórnin að þetta geri það að verkum að mörgum íbúum stórra svæða á landsbyggðinni sé gert ókleift að kjósa utan kjörfundar. „Bakkfirðingar og aðrir íbúar Langanesbyggðar þurfa t.d. að aka um 300-400 km ef þeir vilja kjósa á skrifstofu sýslumanns á Húsavík eða á Reyðarfirði,“ segir í bókuninni. „Skrifstofur sýslumanna eru eingöngu opnar á vinnutíma almennra starfsmanna og síðan getur tekið 5-6 daga að koma bréfi á áfangastað, úti á landi a.m.k., eins og reynslan sýnir. Það er því ekki raunhæft fyrir kjósendur sem búa í dreifbýli að kjósa utan kjörfundar eins og fyrirkomulaginu er fyrir komið við þessar kosningar,“ segir í bókuninni. Þá telur sveitarstjórnin það vera „mikla þversögn“ að sveitarstjórnum sé falið skipan yfirkjörstjórnar, samningu og staðfestingu kjörskrár en svo sé heimafólki ekki treyst fyrir því að sjá um um utankjörfundaratkvæðagreiðslu. „Það er álit sveitarstjórnar að ráðuneyti sem og sýslumenn þurfi að skýra þessa þversögn og af henni leidda mismunun kjósenda. Sveitarstjórn átelur hið algjöra skilningsleysi stjórnvalda á aðstöðu og rétti kjósenda í dreifðum byggðum landsins og skorar á stjórnvöld að bregðast við hið snarasta.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Grundfirðingar ósáttir við að fá ekki að kjósa utan kjörfundar Íbúar í Grundarfirði eru ósáttir við þá ákvörðun Sýslumanns Vesturlands að ekki verði hægt að kjósa utan kjörfundar þar í bæ. 15. maí 2018 14:00 „Það eru aðrir sem mega gráta hærra en við“ Jósef Ó. Kjartansson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Grundarfirði og bæjarfulltrúi fyrir flokkinn, gagnrýnir sýslumanninn á Vesturlandi harðlega fyrir að koma ekki til móts við íbúa á Grundarfirði og bjóða upp á kosningar utan kjörfundar þar í bæ fyrir sveitastjórnarkosningarnar 26. maí. 15. maí 2018 18:24 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóri Mýrdalshrepp vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Sjá meira
Sveitarstjórn Langanesbyggðar telur að ákvörðun sýslumanna að bjóða eingöngu upp á utankjörfundaratkvæðagreiðslu á skrifstofum sínum feli í sér mismunum fyrir kjósendur í dreifbýli. Afar erfitt geti reynst að kjósa utan kjörfundar vegna mikilla fjarlægða. Þetta kemur fram í bókun sveitarstjórnar Langanesbyggðar sem samþykkt var á fundi hennar í dag. „Sveitarstjórn Langanesbyggðar mótmælir harðlega þeirri mismunun sem kjósendur dreifðari byggða búa við vegna takmarkaðra möguleika á að greiða atkvæði utan kjörfundar,“ segir í bókuninni. Er þar gagnrýnt að ekki sé boðið upp á utankjörfundaratkvæðagreiðslu á skrifstofum sveitarfélaga, líkt og tíðkast hefur í fyrir alþingis- og forsetakosningar. Telur sveitarstjórnin að þetta geri það að verkum að mörgum íbúum stórra svæða á landsbyggðinni sé gert ókleift að kjósa utan kjörfundar. „Bakkfirðingar og aðrir íbúar Langanesbyggðar þurfa t.d. að aka um 300-400 km ef þeir vilja kjósa á skrifstofu sýslumanns á Húsavík eða á Reyðarfirði,“ segir í bókuninni. „Skrifstofur sýslumanna eru eingöngu opnar á vinnutíma almennra starfsmanna og síðan getur tekið 5-6 daga að koma bréfi á áfangastað, úti á landi a.m.k., eins og reynslan sýnir. Það er því ekki raunhæft fyrir kjósendur sem búa í dreifbýli að kjósa utan kjörfundar eins og fyrirkomulaginu er fyrir komið við þessar kosningar,“ segir í bókuninni. Þá telur sveitarstjórnin það vera „mikla þversögn“ að sveitarstjórnum sé falið skipan yfirkjörstjórnar, samningu og staðfestingu kjörskrár en svo sé heimafólki ekki treyst fyrir því að sjá um um utankjörfundaratkvæðagreiðslu. „Það er álit sveitarstjórnar að ráðuneyti sem og sýslumenn þurfi að skýra þessa þversögn og af henni leidda mismunun kjósenda. Sveitarstjórn átelur hið algjöra skilningsleysi stjórnvalda á aðstöðu og rétti kjósenda í dreifðum byggðum landsins og skorar á stjórnvöld að bregðast við hið snarasta.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Grundfirðingar ósáttir við að fá ekki að kjósa utan kjörfundar Íbúar í Grundarfirði eru ósáttir við þá ákvörðun Sýslumanns Vesturlands að ekki verði hægt að kjósa utan kjörfundar þar í bæ. 15. maí 2018 14:00 „Það eru aðrir sem mega gráta hærra en við“ Jósef Ó. Kjartansson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Grundarfirði og bæjarfulltrúi fyrir flokkinn, gagnrýnir sýslumanninn á Vesturlandi harðlega fyrir að koma ekki til móts við íbúa á Grundarfirði og bjóða upp á kosningar utan kjörfundar þar í bæ fyrir sveitastjórnarkosningarnar 26. maí. 15. maí 2018 18:24 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóri Mýrdalshrepp vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Sjá meira
Grundfirðingar ósáttir við að fá ekki að kjósa utan kjörfundar Íbúar í Grundarfirði eru ósáttir við þá ákvörðun Sýslumanns Vesturlands að ekki verði hægt að kjósa utan kjörfundar þar í bæ. 15. maí 2018 14:00
„Það eru aðrir sem mega gráta hærra en við“ Jósef Ó. Kjartansson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Grundarfirði og bæjarfulltrúi fyrir flokkinn, gagnrýnir sýslumanninn á Vesturlandi harðlega fyrir að koma ekki til móts við íbúa á Grundarfirði og bjóða upp á kosningar utan kjörfundar þar í bæ fyrir sveitastjórnarkosningarnar 26. maí. 15. maí 2018 18:24