Innlent

Aðstæður til björgunar hafa versnað í Fnjóskadal

Andri Eysteinsson skrifar
Frá stjórnun aðgerða úr höfuðstöðvum Súlna á Akureyri.
Frá stjórnun aðgerða úr höfuðstöðvum Súlna á Akureyri. Vísir/Tryggvi Páll Tryggvason
Aðstæður til björgunarstarfs hafa versnað til muna í Fnjóskadal.

Um hádegisbilið voru björgunarsveitir kallaðar út vegna göngufólks sem lent hafði í vandræðum í Fnjóskadal. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að fyrstu upplýsingar bendi til þess að göngumaður hafi fallið og runnið niður hlíðina.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru tveir slasaðir en meiðsli þeirra liggja ekki fyrir.

Þyrla var kölluð til en vegna aðstæðna í fjallshlíðinni þarf að hífa þá slösuðu um borð í vélina.

Hinir slösuðu eru í um 800 metra hæð og hefur nú veður versnað til muna og því er mögulegt að þyrlan þurfi frá að hverfa og bera þurfi hina slösuðu niður úr hlíðinni.



Fréttin var uppfærð með nýjum upplýsingum klukkan 14:55, upphaflegu fréttina má lesa hér að neðan.

Björgunarsveitir í Eyjafirði voru kallaðar út um hádegisbil í dag vegna göngufólks sem hafði lent í vandræðum í Fnjóskadal.

Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að fyrstu upplýsingar af vettvangi bendi til þess að göngumaður hafi fallið og runnið niður hlíðina.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru tveir slasaðir en meiðsli þeirra liggja ekki fyrir.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang en vegna aðstæðna í fjallshlíðinni þarf að hífa þá slösuðu um borð í vélina. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×