Innlent

Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur

Samúel Karl Ólason skrifar
Gleðilegt ár kæru lesendur og hlökkum til að flytja ykkur fréttir á nýju ári.
Gleðilegt ár kæru lesendur og hlökkum til að flytja ykkur fréttir á nýju ári. Vísir/Vilhelm
Vísir sendir lesendum sínum nær og fjær – til sjávar og sveita – bestu óskir um farsælt nýtt ár. Megi árið 2019 færa okkur öllum frið og hamingju í hjarta.

Árið sem nú er á enda hefur verið viðburðarríkt, eins og svo oft áður, þó engar Alþingiskosningar hafi verið á árinu. Lesendur Vísis hafa aldrei verið fleiri en árið 2018 og því er enn frekari ástæða til að þakka ykkur öllum kærlega fyrir samfylgdina. 

Undanfarnar vikur hefur Vísir gert upp árið, bæði hér heima og erlendis. Hér má lesa uppgjörsfréttir fyrir 2018.

Um leið og við þökkum ykkur samfylgdina á árinu sem er að líða heitum við því að færa ykkur áfram traustar fréttir af öllu milli himins og jarðar.

Jafnframt minnum við á að lesendur geta sett sig í samband við einstaka fréttamenn með því að smella á nafn þeirra við greinar. Þá er hægt að senda tölvupóst á ritstjórnina á netfanginu ritstjorn@visir.is eða hafa samband í síma 512-5200.

Að neðan má sjá Kryddsíldina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×