Furðar sig á gjaldtöku á fiskeldisfyrirtæki á uppbyggingarskeiði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. desember 2018 07:30 Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssamtaka fiskeldisfyrirtækja FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Áætlað er að gjald á ræktun lax og regnbogasilungs í eldiskvíum í sjó muni skila ríkissjóði rétt rúmum milljarði króna á ári í tekjur frá árinu 2023. Þetta kemur fram í frumvarpsdrögum um gjald vegna nýtingar eldissvæða í sjó sem kynnt var í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í gær. Fyrirhugað er að frumvarpið verði lagt fyrir á komandi vorþingi og gert ráð fyrir að lögin taki gildi 1. janúar 2020. Til ársins 2022 munu rekstrarleyfishafar þurfa að greiða tíu krónur fyrir hvert kíló af frjóum eldislaxi en helmingi lægri upphæð fyrir kílóið af ófrjóum laxi, regnbogasilungi og eldi með lokuðum eldisbúnaði. Frá og með 2023 mun upphæðin hækka um helming, það er fimmtán krónur greiðist fyrir kílóið af frjóum laxi en 7,5 krónur á hvert kíló af öðrum tegundum. Ekki er lagt til að gjaldið renni í sérstakan uppbyggingarsjóð á eldissvæðum til uppbyggingar innviða. Í drögunum kemur fram að í upphafi verði gjaldið ákveðið lægra til að koma til móts við fyrirtæki í greininni sem mörg eru nú að byggja upp framleiðslu sína. „Fiskeldi er núna á uppbyggingarskeiði og því fylgir mikil fjárfesting. Mér sýnist í fljótu bragði þarna lagðar til umtalsverðar hækkanir á fiskeldisfyrirtæki og á þessu uppbyggingarstigi verður það að teljast harla óvenjulegt,“ segir Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva. „Við höfum sagt að okkur þyki eðlilegt að greinin greiði eðlilegt gjald en við höfum alltaf lagt mikla áherslu á að það hljóti að gerast eftir að uppbyggingarskeiði lýkur og framleiðsla er komin á skrið.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira
Áætlað er að gjald á ræktun lax og regnbogasilungs í eldiskvíum í sjó muni skila ríkissjóði rétt rúmum milljarði króna á ári í tekjur frá árinu 2023. Þetta kemur fram í frumvarpsdrögum um gjald vegna nýtingar eldissvæða í sjó sem kynnt var í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í gær. Fyrirhugað er að frumvarpið verði lagt fyrir á komandi vorþingi og gert ráð fyrir að lögin taki gildi 1. janúar 2020. Til ársins 2022 munu rekstrarleyfishafar þurfa að greiða tíu krónur fyrir hvert kíló af frjóum eldislaxi en helmingi lægri upphæð fyrir kílóið af ófrjóum laxi, regnbogasilungi og eldi með lokuðum eldisbúnaði. Frá og með 2023 mun upphæðin hækka um helming, það er fimmtán krónur greiðist fyrir kílóið af frjóum laxi en 7,5 krónur á hvert kíló af öðrum tegundum. Ekki er lagt til að gjaldið renni í sérstakan uppbyggingarsjóð á eldissvæðum til uppbyggingar innviða. Í drögunum kemur fram að í upphafi verði gjaldið ákveðið lægra til að koma til móts við fyrirtæki í greininni sem mörg eru nú að byggja upp framleiðslu sína. „Fiskeldi er núna á uppbyggingarskeiði og því fylgir mikil fjárfesting. Mér sýnist í fljótu bragði þarna lagðar til umtalsverðar hækkanir á fiskeldisfyrirtæki og á þessu uppbyggingarstigi verður það að teljast harla óvenjulegt,“ segir Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva. „Við höfum sagt að okkur þyki eðlilegt að greinin greiði eðlilegt gjald en við höfum alltaf lagt mikla áherslu á að það hljóti að gerast eftir að uppbyggingarskeiði lýkur og framleiðsla er komin á skrið.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira