Innlent

Baktus fundinn heill á húfi

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Baktus er miðbæjarbúum vel kunnugur.
Baktus er miðbæjarbúum vel kunnugur. Fréttablaðið/Anton Brink
Kötturinn Baktus er fundinn eftir að hafa verið týndur í um sólarhring. Greint er frá því á Instagram síðu Baktusar að hann hafi fundist í Fífuseli þar sem hann slapp í nótt frá manni sem hafði tekið hann með sér frá Klapparstíg.

Ókunnugur maður var að strjúka Baktusi þegar eigandi hans sá hann, en Baktus er einkar vinalegur köttur.

Baktus er miðbæjarbúum vel kunnugur en hann er iðulega á ferli í Austurstræti og býr hann í versluninni Gyllta kettinum.

Maður sást taka Baktus með sér í bíl á Klapparstíg og þar virðist hann hafa keyrt í Fífusel í Breiðholti þar sem Baktus sást sleppa úr bílnum og hlaupa í burtu.

Áhyggjur vöknuðu þegar Baktus skilaði sér ekki í Austurstræti í morgun líkt og hann er vanur að gera þegar hann gistir ekki í Gyllta kettinum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×