Innlent

Aðfangadagur: Hvar er opið og hversu lengi?

Andri Eysteinsson skrifar
Jólakötturinn verður líkast til ekki baðaður í snjó þessi jólin.
Jólakötturinn verður líkast til ekki baðaður í snjó þessi jólin. Vísir/Vilhelm
Aðfangadagur og margir sem bíða eftir jólunum spenntir. Landsmenn hafa undanfarnar vikur verið í óða önn að undirbúa, taka til og kaupa það sem til þarf áður en jólahátíðin gengur í garð. Þrátt fyrir mikinn og góðan undirbúning getur það alltaf komið upp á að eitthvað klikki eða gleymist á síðustu stundu, þá er gott að vita hvar er opið á Aðfangadegi.

Víða er opið í verslunum og hjá öðrum þjónustuaðilum í dag. Opið er í verslunarmiðstöðvunum Smáralind og Kringlunni frá 10 til 13 en í Miðborginni verða verslanir opnar til hádegis, sama gildir um verslunarmiðstöðina Glerártorg á Akureyri en búðir þar loka klukkan 12. Þeir sem eiga eftir að kaupa síðustu gjöfina ættu því að geta komist í það. Í Fjarðarkaup er opið til 12:30

Hafi sykurinn eða annað hráefni gleymst fyrir baksturinn eða eldamennskuna þá er opið í fjölmörgum matvöruverslunum. Bónus er með opið í öllum verslunum sínum frá 10 til 14 en í verslunum Krónunnar er opið til klukkan 15. Í Hagkaupum er opið til 14 í Smáralind, Kringlunni, Selfossi, Njarðvík og Borgarnesi en til 16 í Skeifunni, Garðabæ, Spöng, Akureyri og Eiðistorg. Vesturbæingar í tímaþröng hafa til klukkan 14 til að versla í Melabúðinni.

Verslanir Nettó eru opnar til 13, 10-11 er opið til 17:00 nema á Bankastræti en þar lokar klukkan 14:00. Apótek Lyfju eru víðast hvar opin til klukkan 12 en fyrir þá á Höfuðborgarsvæðinu er opið í apóteki Lyfju í Lágmúla til klukkan 18. Í verslunum Kvikk er víðast hvar opið til 17 en á Laugarvegi, Birkimel, Kleppsvegi og í Garðabæ er opið til 14:00.

Strætisvagnar munu ganga samkvæmt hefðbundinni áætlun til 15:00. Nánari upplýsingar má finna hér.

Opið er í vínbúðum landsins á milli 9 og 13 en lokað á morgun og miðvikudag.

Fleiri opnunartíma veitingastaða, sundlauga og safna má finna hér



Fréttin hefur verið uppfærð með réttum upplýsingum um opnunartíma vínbúðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×