Saddir og sælir sjúkraflutningamenn á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. desember 2018 13:00 Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að verða svangir á vaktinni yfir jólahátíðina því félagar í bifhjólasamtökunum Postulunum komu til þeirra með fullt fangað af mat og drykk. Formaður Postula slasaðist illa á mótorhjóli í fyrra sumar eftir að hafa verið í heimsókn hjá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands á Bessastöðum. Þrátt fyrir að það sé hávetur og hálka þá komu tveir félagar í Postulunum á mótorhjólunum sínum í heimsóknina til sjúkraflutningamannanna í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi, aðrir komu á bílunum sínum. Tilefni heimsóknarinnar var að færa sjúkraflutningamönnum á vakt yfir jólahátíðina gott að borða og eitthvað að drekka með svo engin verði svangur. Sjúkraflutningamenn er sá hópur fólks sem við þurfum að reiða okkur á ef eitthvað bjátar á . Okkur finnst að þau fái ekki nóg hrós fyrir og langaði því að gleðja þennan flotta hóp með smá kræsingum í kringum hátíðirnar“, segir Steinþór Jónas Einarsson, formaður Postulanna.Steinþór Jónas Einarsson, formaður Postulanna.Magnús HlynurSteinþór lenti í móturhjólaslysi á Suðurlandsveginum í ágúst 2017 þar sem sjúkraflutningamenn voru fljótir á vettvang en hann var að koma úr heimsókn frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands á Bessastöðum en Postularnir fengu heimboð frá Guðna. „Það var nú bara tæpt á tímabili en þökk sé þessu flotta fólki hér, þá er ég hér uppistandandi og bara nokkuð góður“.Stefán Pétursson, sjúkraflutningamaður.Magnús HlynurSjúkraflutningamennirnir eru ákaflega ánægðir þegar munað er eftir þeim. „Mér finnst svo gaman þegar við fáum svona til baka frá þeim aðilum, sem við höfum aðstoða út í feltinu, að fá einstaklinga sem við höfum aðstoðað sem þakka okkur fyrir, það er svo mikilvægt fyrir okkur að vita af þessu og það lyftir okkur upp, það bústar upp egóið hjá okkur að fá að vita beint í æð að við séum að gera vel og að fólk sé ánægt með okkur. Mér finnst þetta bara algjörlega frábært og mjög flott hjá þeim“, segir Stefán Pétursson sjúkraflutningamaður. Jól Jólamatur Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira
Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að verða svangir á vaktinni yfir jólahátíðina því félagar í bifhjólasamtökunum Postulunum komu til þeirra með fullt fangað af mat og drykk. Formaður Postula slasaðist illa á mótorhjóli í fyrra sumar eftir að hafa verið í heimsókn hjá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands á Bessastöðum. Þrátt fyrir að það sé hávetur og hálka þá komu tveir félagar í Postulunum á mótorhjólunum sínum í heimsóknina til sjúkraflutningamannanna í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi, aðrir komu á bílunum sínum. Tilefni heimsóknarinnar var að færa sjúkraflutningamönnum á vakt yfir jólahátíðina gott að borða og eitthvað að drekka með svo engin verði svangur. Sjúkraflutningamenn er sá hópur fólks sem við þurfum að reiða okkur á ef eitthvað bjátar á . Okkur finnst að þau fái ekki nóg hrós fyrir og langaði því að gleðja þennan flotta hóp með smá kræsingum í kringum hátíðirnar“, segir Steinþór Jónas Einarsson, formaður Postulanna.Steinþór Jónas Einarsson, formaður Postulanna.Magnús HlynurSteinþór lenti í móturhjólaslysi á Suðurlandsveginum í ágúst 2017 þar sem sjúkraflutningamenn voru fljótir á vettvang en hann var að koma úr heimsókn frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands á Bessastöðum en Postularnir fengu heimboð frá Guðna. „Það var nú bara tæpt á tímabili en þökk sé þessu flotta fólki hér, þá er ég hér uppistandandi og bara nokkuð góður“.Stefán Pétursson, sjúkraflutningamaður.Magnús HlynurSjúkraflutningamennirnir eru ákaflega ánægðir þegar munað er eftir þeim. „Mér finnst svo gaman þegar við fáum svona til baka frá þeim aðilum, sem við höfum aðstoða út í feltinu, að fá einstaklinga sem við höfum aðstoðað sem þakka okkur fyrir, það er svo mikilvægt fyrir okkur að vita af þessu og það lyftir okkur upp, það bústar upp egóið hjá okkur að fá að vita beint í æð að við séum að gera vel og að fólk sé ánægt með okkur. Mér finnst þetta bara algjörlega frábært og mjög flott hjá þeim“, segir Stefán Pétursson sjúkraflutningamaður.
Jól Jólamatur Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira