Lúxus að vera bara þrjár mínútur að labba í vinnuna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. desember 2018 08:00 "Nándin er mikil bæði við bæjarbúa og náttúruna,“ segir Alexandra um lífið á Skagaströnd. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Þó Alexandra Jóhannesdóttir sé borgarbarn að uppruna þá líst henni vel á sig á Skagaströnd, enda sótti hún um sveitarstjórastarf þar – og fékk. „Ég var fyrir norðan í eina viku fyrir jólin, langaði að taka smá snúning þar áður en árinu lyki og flyt svo með mitt hafurtask þangað núna upp úr áramótum,“ segir hún. Kveðst hafa skrifað undir ráðningarsamninginn í september en þurft að vinna uppsagnarfrest í Reykjavík og einungis tekið tveggja daga frí á milli starfa. Þó Alexandra sé bara þrítug að aldri hefur hún verið framkvæmdastjóri í tveimur fyrirtækjum. Nú síðast vann hún sem almennur lögfræðingur í samsteypu sem heitir IP Eignarhald en hún segir nýja embættið frumraun hennar í sveitarstjórnarstarfi. „Mig langaði að breyta til og líka að skipta um umhverfi, komast út úr bænum og í þessa ró sem fylgir lífi úti á landi, eins og ég geri mér það í hugarlund að minnsta kosti,“ segir hún og fullyrðir að reynsla hennar af fyrstu dögunum á Skagaströnd lofi góðu. „Mér þótti mjög gott að koma norður, þar tóku mér allir af mikilli hlýju og vinsemd. Þetta er öðru vísi samfélag en í bænum, nándin er svo mikil bæði við bæjarbúa og náttúruna og allt var gert til að bjóða mig velkomna.“ Tæplega 500 íbúar eru á Skagaströnd, að sögn Alexöndru. Grunnþjónustan sem er á hendi sveitarfélagsins er þó sú sama og í fjölmennari sveitarfélögum og skyldurnar þær sömu. „Svo er hlutverk sveitarstjóra Skagastrandar aðeins viðameira en víða annars staðar því hann er hafnarstjóri á staðnum. Einnig sinnir hann starfi framkvæmdastjóra félagsþjónustu Austur-Húnavatnssýslu, það er byggðasamlag um það verkefni og sveitarstjórinn á Skagaströnd er yfir málaflokknum. Það er því í ýmis horn að líta,“ segir Alexandra og bætir við. „En ég er með gott fólk í kring um mig sem þekkir til og það er gríðarlega mikilvægt.“ Húsnæðisskortur er ekki vandamál á Skagaströnd og Alexandra kveðst vera komin með litla raðhússíbúð rétt hjá bæjarskrifstofunni. „Það er mikill lúxus að vera þrjár mínútur að labba í vinnuna í stað þess að vera kannski hálftíma eða fjörutíu mínútur í bílnum eins og margir búa við fyrir sunnan. Mér finnst yndislegt að geta farið út að labba með hundinn í morgunsárið og mæta svo beint í vinnuna.“ Hún segir lögfræðiþekkinguna ugglaust koma henni vel í þessu nýja starfi og sá stjórnsýslubakgrunnur sem henni fylgi. „Almenn lögfræði nýtist í raun og veru á hvaða sviði sem er,“ segir hún. „Það er alltaf verið að vinna með eitthvert regluverk, því er gott að vera vel læs á það.“ Birtist í Fréttablaðinu Skagaströnd Mest lesið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Sjá meira
Þó Alexandra Jóhannesdóttir sé borgarbarn að uppruna þá líst henni vel á sig á Skagaströnd, enda sótti hún um sveitarstjórastarf þar – og fékk. „Ég var fyrir norðan í eina viku fyrir jólin, langaði að taka smá snúning þar áður en árinu lyki og flyt svo með mitt hafurtask þangað núna upp úr áramótum,“ segir hún. Kveðst hafa skrifað undir ráðningarsamninginn í september en þurft að vinna uppsagnarfrest í Reykjavík og einungis tekið tveggja daga frí á milli starfa. Þó Alexandra sé bara þrítug að aldri hefur hún verið framkvæmdastjóri í tveimur fyrirtækjum. Nú síðast vann hún sem almennur lögfræðingur í samsteypu sem heitir IP Eignarhald en hún segir nýja embættið frumraun hennar í sveitarstjórnarstarfi. „Mig langaði að breyta til og líka að skipta um umhverfi, komast út úr bænum og í þessa ró sem fylgir lífi úti á landi, eins og ég geri mér það í hugarlund að minnsta kosti,“ segir hún og fullyrðir að reynsla hennar af fyrstu dögunum á Skagaströnd lofi góðu. „Mér þótti mjög gott að koma norður, þar tóku mér allir af mikilli hlýju og vinsemd. Þetta er öðru vísi samfélag en í bænum, nándin er svo mikil bæði við bæjarbúa og náttúruna og allt var gert til að bjóða mig velkomna.“ Tæplega 500 íbúar eru á Skagaströnd, að sögn Alexöndru. Grunnþjónustan sem er á hendi sveitarfélagsins er þó sú sama og í fjölmennari sveitarfélögum og skyldurnar þær sömu. „Svo er hlutverk sveitarstjóra Skagastrandar aðeins viðameira en víða annars staðar því hann er hafnarstjóri á staðnum. Einnig sinnir hann starfi framkvæmdastjóra félagsþjónustu Austur-Húnavatnssýslu, það er byggðasamlag um það verkefni og sveitarstjórinn á Skagaströnd er yfir málaflokknum. Það er því í ýmis horn að líta,“ segir Alexandra og bætir við. „En ég er með gott fólk í kring um mig sem þekkir til og það er gríðarlega mikilvægt.“ Húsnæðisskortur er ekki vandamál á Skagaströnd og Alexandra kveðst vera komin með litla raðhússíbúð rétt hjá bæjarskrifstofunni. „Það er mikill lúxus að vera þrjár mínútur að labba í vinnuna í stað þess að vera kannski hálftíma eða fjörutíu mínútur í bílnum eins og margir búa við fyrir sunnan. Mér finnst yndislegt að geta farið út að labba með hundinn í morgunsárið og mæta svo beint í vinnuna.“ Hún segir lögfræðiþekkinguna ugglaust koma henni vel í þessu nýja starfi og sá stjórnsýslubakgrunnur sem henni fylgi. „Almenn lögfræði nýtist í raun og veru á hvaða sviði sem er,“ segir hún. „Það er alltaf verið að vinna með eitthvert regluverk, því er gott að vera vel læs á það.“
Birtist í Fréttablaðinu Skagaströnd Mest lesið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Sjá meira