Vilja gera axarkast að keppnisgrein á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 11. desember 2018 09:00 Elvar Ólafsson, annar stofnenda Berserkja axarkasts. Mynd/Vilborg Friðriksdóttir Stofnendur Bersekja axarskasts stefna nú að því að gera axarkast að keppnisíþrótt hér á landi með það að markmiði að senda íslenska keppendur til að keppa á alþjóðlegum mótum. Elvar Ólafsson, annar stofnenda Berserkja, segir að til að það markmið náist sé nauðsynlegt að byggja íþróttina upp. „Við viljum vera með reglulegar æfingar og formlegar deildarkeppnir. Til þess þarf fjármagn og erum við byrjuð að safna á Karolina Fund þar sem hægt er að styrkja verkefnið.“ Elvar stofnaði fyrirtækið Berserki axarkast fyrr á árinu ásamt mágkonu sinni, Helgu Kolbrúnu Magnúsdóttur. „Við köstuðum bæði okkar fyrstu öxum erlendis á síðasta ári, ég í vinaferð í Kanada og Helga Kolbrún á Nýja Sjálandi þar sem hún var í keppnisferð í bogfimi. Við fundum strax á okkur að þetta væri eitthvað sem Íslendingar gætu haft mjög gaman af og ákváðum við að stofna fyrirtæki sem bjóði fólki að koma í axarkast.“Helga Kolbrún Magnúsdóttir.Mynd/Vilborg FriðriksdóttirÁtta hundruð manns Hann segir að ekki hafi tekið langan tíma að finna húsnæði, koma upp brautum og fá tilskilin leyfi hjá yfirvöldum. „Fyrstu viðskiptavinirnir komu í maí og síðan þá hafa rúmlega átta hundruð manns komið til okkar. Við höfum bæði verið að taka á móti einstaklingum og hópum og er þetta orðið sérstaklega vinsælt hópefli hjá fyrirtækjahópum og fyrsta stopp í steggjunum og gæsunum,“ segir Elvar, en fyrirtækið er til húsa í Hjallahrauni 9 í Víkingabænum Hafnarfirði. Elvar segir að í húsnæði Berserkja sé að finna tvær brautir sem hvor um sig hafi tvö skotmörk. Geti því allt að 24 manns keppt á sama tíma, tólf á hvorri braut. „Uppbygging brautanna er samkvæmt alþjóðlegum reglum hvað varðar öryggi, keppnisfyrirkomulag og stigagjöf. Byrjað er á því að fara yfir öryggisatriði og kennslu og svo er farið í létta keppni,“ segir Elvar. Hann bendir á að axarkast hafi tíðkast á Íslandi í nokkurn tíma og þá helst í tengslum við Skógarleikana í Heiðmörk og Víkingahátíðina í Hafnarfirði. Núna sé hins vegar hægt að stunda þetta inni allt árið um kring. Hann vonast því eftir stuðningi fólks í Karolina fund til að koma deildarkeppnum á laggirnar. Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira
Stofnendur Bersekja axarskasts stefna nú að því að gera axarkast að keppnisíþrótt hér á landi með það að markmiði að senda íslenska keppendur til að keppa á alþjóðlegum mótum. Elvar Ólafsson, annar stofnenda Berserkja, segir að til að það markmið náist sé nauðsynlegt að byggja íþróttina upp. „Við viljum vera með reglulegar æfingar og formlegar deildarkeppnir. Til þess þarf fjármagn og erum við byrjuð að safna á Karolina Fund þar sem hægt er að styrkja verkefnið.“ Elvar stofnaði fyrirtækið Berserki axarkast fyrr á árinu ásamt mágkonu sinni, Helgu Kolbrúnu Magnúsdóttur. „Við köstuðum bæði okkar fyrstu öxum erlendis á síðasta ári, ég í vinaferð í Kanada og Helga Kolbrún á Nýja Sjálandi þar sem hún var í keppnisferð í bogfimi. Við fundum strax á okkur að þetta væri eitthvað sem Íslendingar gætu haft mjög gaman af og ákváðum við að stofna fyrirtæki sem bjóði fólki að koma í axarkast.“Helga Kolbrún Magnúsdóttir.Mynd/Vilborg FriðriksdóttirÁtta hundruð manns Hann segir að ekki hafi tekið langan tíma að finna húsnæði, koma upp brautum og fá tilskilin leyfi hjá yfirvöldum. „Fyrstu viðskiptavinirnir komu í maí og síðan þá hafa rúmlega átta hundruð manns komið til okkar. Við höfum bæði verið að taka á móti einstaklingum og hópum og er þetta orðið sérstaklega vinsælt hópefli hjá fyrirtækjahópum og fyrsta stopp í steggjunum og gæsunum,“ segir Elvar, en fyrirtækið er til húsa í Hjallahrauni 9 í Víkingabænum Hafnarfirði. Elvar segir að í húsnæði Berserkja sé að finna tvær brautir sem hvor um sig hafi tvö skotmörk. Geti því allt að 24 manns keppt á sama tíma, tólf á hvorri braut. „Uppbygging brautanna er samkvæmt alþjóðlegum reglum hvað varðar öryggi, keppnisfyrirkomulag og stigagjöf. Byrjað er á því að fara yfir öryggisatriði og kennslu og svo er farið í létta keppni,“ segir Elvar. Hann bendir á að axarkast hafi tíðkast á Íslandi í nokkurn tíma og þá helst í tengslum við Skógarleikana í Heiðmörk og Víkingahátíðina í Hafnarfirði. Núna sé hins vegar hægt að stunda þetta inni allt árið um kring. Hann vonast því eftir stuðningi fólks í Karolina fund til að koma deildarkeppnum á laggirnar.
Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira