Vilja gera axarkast að keppnisgrein á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 11. desember 2018 09:00 Elvar Ólafsson, annar stofnenda Berserkja axarkasts. Mynd/Vilborg Friðriksdóttir Stofnendur Bersekja axarskasts stefna nú að því að gera axarkast að keppnisíþrótt hér á landi með það að markmiði að senda íslenska keppendur til að keppa á alþjóðlegum mótum. Elvar Ólafsson, annar stofnenda Berserkja, segir að til að það markmið náist sé nauðsynlegt að byggja íþróttina upp. „Við viljum vera með reglulegar æfingar og formlegar deildarkeppnir. Til þess þarf fjármagn og erum við byrjuð að safna á Karolina Fund þar sem hægt er að styrkja verkefnið.“ Elvar stofnaði fyrirtækið Berserki axarkast fyrr á árinu ásamt mágkonu sinni, Helgu Kolbrúnu Magnúsdóttur. „Við köstuðum bæði okkar fyrstu öxum erlendis á síðasta ári, ég í vinaferð í Kanada og Helga Kolbrún á Nýja Sjálandi þar sem hún var í keppnisferð í bogfimi. Við fundum strax á okkur að þetta væri eitthvað sem Íslendingar gætu haft mjög gaman af og ákváðum við að stofna fyrirtæki sem bjóði fólki að koma í axarkast.“Helga Kolbrún Magnúsdóttir.Mynd/Vilborg FriðriksdóttirÁtta hundruð manns Hann segir að ekki hafi tekið langan tíma að finna húsnæði, koma upp brautum og fá tilskilin leyfi hjá yfirvöldum. „Fyrstu viðskiptavinirnir komu í maí og síðan þá hafa rúmlega átta hundruð manns komið til okkar. Við höfum bæði verið að taka á móti einstaklingum og hópum og er þetta orðið sérstaklega vinsælt hópefli hjá fyrirtækjahópum og fyrsta stopp í steggjunum og gæsunum,“ segir Elvar, en fyrirtækið er til húsa í Hjallahrauni 9 í Víkingabænum Hafnarfirði. Elvar segir að í húsnæði Berserkja sé að finna tvær brautir sem hvor um sig hafi tvö skotmörk. Geti því allt að 24 manns keppt á sama tíma, tólf á hvorri braut. „Uppbygging brautanna er samkvæmt alþjóðlegum reglum hvað varðar öryggi, keppnisfyrirkomulag og stigagjöf. Byrjað er á því að fara yfir öryggisatriði og kennslu og svo er farið í létta keppni,“ segir Elvar. Hann bendir á að axarkast hafi tíðkast á Íslandi í nokkurn tíma og þá helst í tengslum við Skógarleikana í Heiðmörk og Víkingahátíðina í Hafnarfirði. Núna sé hins vegar hægt að stunda þetta inni allt árið um kring. Hann vonast því eftir stuðningi fólks í Karolina fund til að koma deildarkeppnum á laggirnar. Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Stofnendur Bersekja axarskasts stefna nú að því að gera axarkast að keppnisíþrótt hér á landi með það að markmiði að senda íslenska keppendur til að keppa á alþjóðlegum mótum. Elvar Ólafsson, annar stofnenda Berserkja, segir að til að það markmið náist sé nauðsynlegt að byggja íþróttina upp. „Við viljum vera með reglulegar æfingar og formlegar deildarkeppnir. Til þess þarf fjármagn og erum við byrjuð að safna á Karolina Fund þar sem hægt er að styrkja verkefnið.“ Elvar stofnaði fyrirtækið Berserki axarkast fyrr á árinu ásamt mágkonu sinni, Helgu Kolbrúnu Magnúsdóttur. „Við köstuðum bæði okkar fyrstu öxum erlendis á síðasta ári, ég í vinaferð í Kanada og Helga Kolbrún á Nýja Sjálandi þar sem hún var í keppnisferð í bogfimi. Við fundum strax á okkur að þetta væri eitthvað sem Íslendingar gætu haft mjög gaman af og ákváðum við að stofna fyrirtæki sem bjóði fólki að koma í axarkast.“Helga Kolbrún Magnúsdóttir.Mynd/Vilborg FriðriksdóttirÁtta hundruð manns Hann segir að ekki hafi tekið langan tíma að finna húsnæði, koma upp brautum og fá tilskilin leyfi hjá yfirvöldum. „Fyrstu viðskiptavinirnir komu í maí og síðan þá hafa rúmlega átta hundruð manns komið til okkar. Við höfum bæði verið að taka á móti einstaklingum og hópum og er þetta orðið sérstaklega vinsælt hópefli hjá fyrirtækjahópum og fyrsta stopp í steggjunum og gæsunum,“ segir Elvar, en fyrirtækið er til húsa í Hjallahrauni 9 í Víkingabænum Hafnarfirði. Elvar segir að í húsnæði Berserkja sé að finna tvær brautir sem hvor um sig hafi tvö skotmörk. Geti því allt að 24 manns keppt á sama tíma, tólf á hvorri braut. „Uppbygging brautanna er samkvæmt alþjóðlegum reglum hvað varðar öryggi, keppnisfyrirkomulag og stigagjöf. Byrjað er á því að fara yfir öryggisatriði og kennslu og svo er farið í létta keppni,“ segir Elvar. Hann bendir á að axarkast hafi tíðkast á Íslandi í nokkurn tíma og þá helst í tengslum við Skógarleikana í Heiðmörk og Víkingahátíðina í Hafnarfirði. Núna sé hins vegar hægt að stunda þetta inni allt árið um kring. Hann vonast því eftir stuðningi fólks í Karolina fund til að koma deildarkeppnum á laggirnar.
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira