Göngin borgi sig upp á 28 árum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. desember 2018 19:45 Það styttist í að göngin opni Vísir/Tryggvi Páll Vaðlaheiðargöng verða formlega opnuð þann 12. janúar næstkomandi, rúmlega tveimur árum á eftir áætlun. Vonir standa til að hægt verði að hleypa umferð í gegn fyrir áramót. Fimm og hálfu ári eftir að framkvæmdir hófust við Vaðlaheiðargöng sér loksins fyrir endan á þeim en á blaðamannafundi í dag var gjaldskrá ganganna og fyrirkomulag innheimtu, sem hefst 2. janúar, kynnt. „Við verðum með myndavélar sem munu greina hvaða bifreið er að keyra í gegn. Menn geta skráð sig inn á heimasíðunni okkar, veggjald.is og þannig tryggt að það þurfi enginn að greiða meira en 1.500 krónur fyrir ferðina,“ segir Hilmar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Vaðlaheiðarganga. Stök ferð fólksbíls í gegnum göngin mun kosta 1500 krónur en hægt verður að kaupa inneign og lækka þannig gjaldið eftir því sem fleiri ferðir eru keyptar. Þannig geta þeir sem sjá fyrir sér að ferðast oft í gegnum göngin komið verðinu á hverri ferð niður í 700 krónur.Framkvæmdir hafa staðið yfir á sjötta ár.Vísir/TryggviFramkvæmdin hefur mátt þola töluverða gagnrýni en Hilmar segir göngin þegar hafa sýnt mikilvægi sitt er vegurinn um Víkurskarð, sem göngin munu vera valkostur við, lokaðist á dögunum vegna veðurs. „Við höfum séð það síðustu daga hvað þetta skiptir miklu. Við höfum verið að hleypa neyðarumferð hérna í gegn,“ segir Hilmar. Á ýmsu hefur gengið frá því að framkvæmdir hófust árið 2013 en töluvert vatnsmagn, jarðhiti og erfið setlög hafa tafið verklok um nærri tvö ár. Endanlegur kostnaður við framkvæmdina mun vera í kringum 17 milljarðar. „Auðvitað hafa menn bara lent hér í atvikum sem þeir hafa ekki lent í annars staðar. Og það er alveg frábært að við séum komnir í gegnum það. Og það er auðvitað alveg stórmerkilegt að þrátt fyrir það að þá er útlit fyrir að takist að borga þessu göng upp á þeim tíma sem lagt var af stað með í upphafi,“ segir Hilmar.Hvað er það langur tími?„Það eru 28 ár.“ Samgöngur Tengdar fréttir Vaðlaheiðargöng opnuð 12. janúar og ferðin kostar 1500 krónur Formleg opnun Vaðlaheiðarganga verður 12. janúar næstkomandi. Vegggjöld verða innheimt rafrænt en ekki í gjaldskýli. 11. desember 2018 10:46 Óskhyggja ríki ekki við framkvæmdir Formaður Viðreisnar segir ljóst að breyta þurfi verklagsreglum þegar kemur að opinberum framkvæmdum og áætlanagerð. Allir flokkar þurfi að koma sér saman um það. 22. október 2018 09:15 Fara fram á bætur vegna tafa á Vaðlaheiðargöngum Verktaki Vaðaleiðarganga, Ósafl, hefur gert "háar fjárkröfur“ á verktakann, Vaðlaheiðargöng, vegna þess hversu verklok hafa dregist. 28. ágúst 2018 06:38 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Vaðlaheiðargöng verða formlega opnuð þann 12. janúar næstkomandi, rúmlega tveimur árum á eftir áætlun. Vonir standa til að hægt verði að hleypa umferð í gegn fyrir áramót. Fimm og hálfu ári eftir að framkvæmdir hófust við Vaðlaheiðargöng sér loksins fyrir endan á þeim en á blaðamannafundi í dag var gjaldskrá ganganna og fyrirkomulag innheimtu, sem hefst 2. janúar, kynnt. „Við verðum með myndavélar sem munu greina hvaða bifreið er að keyra í gegn. Menn geta skráð sig inn á heimasíðunni okkar, veggjald.is og þannig tryggt að það þurfi enginn að greiða meira en 1.500 krónur fyrir ferðina,“ segir Hilmar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Vaðlaheiðarganga. Stök ferð fólksbíls í gegnum göngin mun kosta 1500 krónur en hægt verður að kaupa inneign og lækka þannig gjaldið eftir því sem fleiri ferðir eru keyptar. Þannig geta þeir sem sjá fyrir sér að ferðast oft í gegnum göngin komið verðinu á hverri ferð niður í 700 krónur.Framkvæmdir hafa staðið yfir á sjötta ár.Vísir/TryggviFramkvæmdin hefur mátt þola töluverða gagnrýni en Hilmar segir göngin þegar hafa sýnt mikilvægi sitt er vegurinn um Víkurskarð, sem göngin munu vera valkostur við, lokaðist á dögunum vegna veðurs. „Við höfum séð það síðustu daga hvað þetta skiptir miklu. Við höfum verið að hleypa neyðarumferð hérna í gegn,“ segir Hilmar. Á ýmsu hefur gengið frá því að framkvæmdir hófust árið 2013 en töluvert vatnsmagn, jarðhiti og erfið setlög hafa tafið verklok um nærri tvö ár. Endanlegur kostnaður við framkvæmdina mun vera í kringum 17 milljarðar. „Auðvitað hafa menn bara lent hér í atvikum sem þeir hafa ekki lent í annars staðar. Og það er alveg frábært að við séum komnir í gegnum það. Og það er auðvitað alveg stórmerkilegt að þrátt fyrir það að þá er útlit fyrir að takist að borga þessu göng upp á þeim tíma sem lagt var af stað með í upphafi,“ segir Hilmar.Hvað er það langur tími?„Það eru 28 ár.“
Samgöngur Tengdar fréttir Vaðlaheiðargöng opnuð 12. janúar og ferðin kostar 1500 krónur Formleg opnun Vaðlaheiðarganga verður 12. janúar næstkomandi. Vegggjöld verða innheimt rafrænt en ekki í gjaldskýli. 11. desember 2018 10:46 Óskhyggja ríki ekki við framkvæmdir Formaður Viðreisnar segir ljóst að breyta þurfi verklagsreglum þegar kemur að opinberum framkvæmdum og áætlanagerð. Allir flokkar þurfi að koma sér saman um það. 22. október 2018 09:15 Fara fram á bætur vegna tafa á Vaðlaheiðargöngum Verktaki Vaðaleiðarganga, Ósafl, hefur gert "háar fjárkröfur“ á verktakann, Vaðlaheiðargöng, vegna þess hversu verklok hafa dregist. 28. ágúst 2018 06:38 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Vaðlaheiðargöng opnuð 12. janúar og ferðin kostar 1500 krónur Formleg opnun Vaðlaheiðarganga verður 12. janúar næstkomandi. Vegggjöld verða innheimt rafrænt en ekki í gjaldskýli. 11. desember 2018 10:46
Óskhyggja ríki ekki við framkvæmdir Formaður Viðreisnar segir ljóst að breyta þurfi verklagsreglum þegar kemur að opinberum framkvæmdum og áætlanagerð. Allir flokkar þurfi að koma sér saman um það. 22. október 2018 09:15
Fara fram á bætur vegna tafa á Vaðlaheiðargöngum Verktaki Vaðaleiðarganga, Ósafl, hefur gert "háar fjárkröfur“ á verktakann, Vaðlaheiðargöng, vegna þess hversu verklok hafa dregist. 28. ágúst 2018 06:38