Lífið

Eftir tíu ára stríð við bæjaryfirvöld reisti hann styttu og gaf þeim puttann

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nokkuð skýr skilaboð.
Nokkuð skýr skilaboð.
Ted Pelkey, frá Westford í Bandaríkjunum, eyddi fjögur þúsund dölum eða um fimm hundruð þúsund krónum í því að reisa stóra styttu sem er í raun hendi með löngutöng upprétta, og aðeins löngutöngina.  

Pelkey hefur verið í baráttu við bæjaryfirvöld en hann fær ekki leyfi til að reisa hús undir fyrirtækið hans í bænum.

Hann vill meina að þetta sé persónulegt og því fór styttan upp. Höndin er uppi á 5 metra hárri stöng og því sér allt bæjarfélagið listaverkið.

„Yfirvöld hafa verið í stríði við mig í 10 ár og ég er kominn með nóg af þessu,“ segir Pelkey í erlendum fjölmiðlum og bætir við að hann voni að íbúar í bænum móðgist ekki. Þetta sé aðeins beint að yfirvöldum í Westford.

Hér má sjá viðtal við manninn og sjá hvernig styttan lítur út.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×