Tíu ára bræðir gömul hjörtu í stórum stíl Stefán Árni Pálsson skrifar 13. desember 2018 14:30 Bjarni Gabríel fer á kostum á elliheimilum borgarinnar. Bjarni Gabríel Bjarnason byrjaði að syngja áður en hann fór að tala en hjólin fóru fyrst að snúast þegar hann upp á sínar eigin spýtur tók þátt í Jólastjörnunni á Stöð 2 í fyrra en eftir það var hann ráðinn út um allt að syngja. Í dag þræðir þessi tíu ára drengur elliheimili borgarinnar og syngur jólasöngva fyrir áhorfendur. Lífið ræddi við Bjarna sem á framtíðina fyrir sér í bransanum. „Ég veit ekki alveg hvað er það allra skemmtilegasta við að syngja en mér finnst mest gaman að gleðja fólk og svo finnst mér bara sjálfum svo gaman að syngja og mér líður best þegar ég syng beint frá hjartanu,“ segir Bjarni Gabríel. Hann segist heldur betur ætla starfa við söng í framtíðinni. „Já, ég ætla að flytja til Los Angeles og fara í skóla þar og æfa fótbolta og syngja með. Og síðan ætla ég að vinna sem söngvari framtíðinni. Ég ætla samt að leyfa mömmu og pabba að búa í gestahúsi í garðinum hjá mér í LA.“Hér að neðan má sjá Bjarna syngja aðeins 11 mánaða. Giggin á elliheimilunum eru skemmtileg. „Það var mjög gaman því maður syngur nálægt fólkinu og það er mjög gaman að gleðja fólk sem er svona gamalt, sumir brostu en sumir fóru samt að gráta og knúsuðu mig. Sumir voru mög veikir og gátu kannski ekki brosað en þau brostu samt inn í sér. Ég ætla að syngja fyrir gamla fólkið á elliheimilunum í Reykjavík og líka úti á landi. Svo er ég í Kringlunni um helgina og er svo í leikarahópnum hjá Jólagestum Björgvins rétt fyrir jólin. Ætli ég syngi ekki líka í nokkrum jólaboðum og jólaböllum eins og í fyrra.“ Bjarni æfir oftast stíft en hann þarf ekki að sækja hæfileikana langt. Amma hans er Edda Björgvinsdóttir og frændi hans er Björgvin Franz Gíslason leikari.Hér að neðan má sjá myndband frá þátttöku Bjarna í Jólastjörnunni.„Ég nenni nú ekki alltaf að æfa mig mikið því ég elska að spila fótbolta og svo er ég líka í ballett en það er best að æfa sig og stundum fæ ég Björgvin Franz frænda minn til að hjálpa mér. Mér finnst best að syngja fyrir framan tölvuna eða í stofunnu og oft held ég á Nínu hundinum mínum meðan ég syng en hún vill helst ekki að ég sé að dansa mikið með sig í fanginu. Annars syng ég bara út um allt líka í bílnum með mömmu minni.“ Bjarna finnst skemmtilegast að vera með vinum sínum, spila Playstation og fara í fótbolta, fara á skíði og hafa kósýkvöld.Hvað ætlar þú að gera við peninginn sem þú syngur þér inn fyrir?„Ég er að safna mér fyrir tölvu en eg ætla líka að kaupa jólagjafir handa fátækum börnum á Íslandi og setja undir jólatréð í Kringlunni.“Hér má fylgja Barna á Facebook. Jól Mest lesið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Bjarni Gabríel Bjarnason byrjaði að syngja áður en hann fór að tala en hjólin fóru fyrst að snúast þegar hann upp á sínar eigin spýtur tók þátt í Jólastjörnunni á Stöð 2 í fyrra en eftir það var hann ráðinn út um allt að syngja. Í dag þræðir þessi tíu ára drengur elliheimili borgarinnar og syngur jólasöngva fyrir áhorfendur. Lífið ræddi við Bjarna sem á framtíðina fyrir sér í bransanum. „Ég veit ekki alveg hvað er það allra skemmtilegasta við að syngja en mér finnst mest gaman að gleðja fólk og svo finnst mér bara sjálfum svo gaman að syngja og mér líður best þegar ég syng beint frá hjartanu,“ segir Bjarni Gabríel. Hann segist heldur betur ætla starfa við söng í framtíðinni. „Já, ég ætla að flytja til Los Angeles og fara í skóla þar og æfa fótbolta og syngja með. Og síðan ætla ég að vinna sem söngvari framtíðinni. Ég ætla samt að leyfa mömmu og pabba að búa í gestahúsi í garðinum hjá mér í LA.“Hér að neðan má sjá Bjarna syngja aðeins 11 mánaða. Giggin á elliheimilunum eru skemmtileg. „Það var mjög gaman því maður syngur nálægt fólkinu og það er mjög gaman að gleðja fólk sem er svona gamalt, sumir brostu en sumir fóru samt að gráta og knúsuðu mig. Sumir voru mög veikir og gátu kannski ekki brosað en þau brostu samt inn í sér. Ég ætla að syngja fyrir gamla fólkið á elliheimilunum í Reykjavík og líka úti á landi. Svo er ég í Kringlunni um helgina og er svo í leikarahópnum hjá Jólagestum Björgvins rétt fyrir jólin. Ætli ég syngi ekki líka í nokkrum jólaboðum og jólaböllum eins og í fyrra.“ Bjarni æfir oftast stíft en hann þarf ekki að sækja hæfileikana langt. Amma hans er Edda Björgvinsdóttir og frændi hans er Björgvin Franz Gíslason leikari.Hér að neðan má sjá myndband frá þátttöku Bjarna í Jólastjörnunni.„Ég nenni nú ekki alltaf að æfa mig mikið því ég elska að spila fótbolta og svo er ég líka í ballett en það er best að æfa sig og stundum fæ ég Björgvin Franz frænda minn til að hjálpa mér. Mér finnst best að syngja fyrir framan tölvuna eða í stofunnu og oft held ég á Nínu hundinum mínum meðan ég syng en hún vill helst ekki að ég sé að dansa mikið með sig í fanginu. Annars syng ég bara út um allt líka í bílnum með mömmu minni.“ Bjarna finnst skemmtilegast að vera með vinum sínum, spila Playstation og fara í fótbolta, fara á skíði og hafa kósýkvöld.Hvað ætlar þú að gera við peninginn sem þú syngur þér inn fyrir?„Ég er að safna mér fyrir tölvu en eg ætla líka að kaupa jólagjafir handa fátækum börnum á Íslandi og setja undir jólatréð í Kringlunni.“Hér má fylgja Barna á Facebook.
Jól Mest lesið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira