Hatrammar nágrannaerjur vegna skötulyktar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. desember 2018 19:30 Alvarlegar nágrannaerjur vegna skötulyktar lenda reglulega á borði Húseigendafélgsins og dæmi eru um að skipta hafi þurft um gólfefni á fjölbýlishúsum vegna óþefs sem liggur í sameign mánuðum saman. Formaður félagsins hvetur fólk til þess að sýna tillitssemi um hátíðarnar. Þrátt fyrir að jólin séu kennd við hátíð ljóss og friðar rísa oft alvarlegar deilur milli nágranna vegna hátíðarhaldanna. Meginorsökum má skipta í tvennt og í öðrum stóra málaflokknum eru deilur vegna of mikillar ljósadýrðar og skreytinga. „Svo eru menn komnir með hljóðkerfi í þetta. Hreindýrin baula og kindur jarma. María mey standandi úti í garði í heilu fjárhúsunum," segir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins. Eðli máls samkvæmt eru jólaskreytingarnar einungis uppi við í skamman tíma og því leysist því oft úr deilunni áður en gripið er til aðgerða. „Það verða engin málaferli út af þessu. Þetta verður nöldur og leiðindi sem birtast kannski í deilum síðar meir um eitthvað annað," segir Sigurður.Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins.Hinn málaflokkurinn sem er stærri og alvarlegri eru deilur vegna skötulyktar. „Í einu húsi hérna við Grettisgötu var soðin skata svo duglega að það angaði öll sameignin fram á vor. Það þurfti að skipta um teppi og mála það upp á nýtt. Þetta er náttúrulega bara hryðjuverkaárás á veslings fólkið og ætti ekki að tíðkast." Íbúar í fjölbýlishúsum þurfi að sýna tillitssemi þar sem til mögulegrar bótaábyrgðar gæti komið. „Ef þú veldur tjóni á sameign með einhverjum hætti, ef þú brýtur og bramlar eða eyðileggur með því að leggja lykt á það. Það er kannski hægt að leggja það að jöfnu," segir Sigurður. Leysist ekki úr deilunni á meirihluti íbúa lokaorðið. „Meirihlutinn getur tekið ákvörðun um að það megi ekki sjóða skötu í húsinu ef það veldur óþægindum eða ónæði. Ef einhver brýtur það bann getur hann unnið sér til einhverrar óhelgi. Það er hægt að krefjast þess að hann flytji brott eða selji íbúð sína, ég tala nú ekki um ef það leggjast einhver önnur brot við," segir Sigurðu. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Alvarlegar nágrannaerjur vegna skötulyktar lenda reglulega á borði Húseigendafélgsins og dæmi eru um að skipta hafi þurft um gólfefni á fjölbýlishúsum vegna óþefs sem liggur í sameign mánuðum saman. Formaður félagsins hvetur fólk til þess að sýna tillitssemi um hátíðarnar. Þrátt fyrir að jólin séu kennd við hátíð ljóss og friðar rísa oft alvarlegar deilur milli nágranna vegna hátíðarhaldanna. Meginorsökum má skipta í tvennt og í öðrum stóra málaflokknum eru deilur vegna of mikillar ljósadýrðar og skreytinga. „Svo eru menn komnir með hljóðkerfi í þetta. Hreindýrin baula og kindur jarma. María mey standandi úti í garði í heilu fjárhúsunum," segir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins. Eðli máls samkvæmt eru jólaskreytingarnar einungis uppi við í skamman tíma og því leysist því oft úr deilunni áður en gripið er til aðgerða. „Það verða engin málaferli út af þessu. Þetta verður nöldur og leiðindi sem birtast kannski í deilum síðar meir um eitthvað annað," segir Sigurður.Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins.Hinn málaflokkurinn sem er stærri og alvarlegri eru deilur vegna skötulyktar. „Í einu húsi hérna við Grettisgötu var soðin skata svo duglega að það angaði öll sameignin fram á vor. Það þurfti að skipta um teppi og mála það upp á nýtt. Þetta er náttúrulega bara hryðjuverkaárás á veslings fólkið og ætti ekki að tíðkast." Íbúar í fjölbýlishúsum þurfi að sýna tillitssemi þar sem til mögulegrar bótaábyrgðar gæti komið. „Ef þú veldur tjóni á sameign með einhverjum hætti, ef þú brýtur og bramlar eða eyðileggur með því að leggja lykt á það. Það er kannski hægt að leggja það að jöfnu," segir Sigurður. Leysist ekki úr deilunni á meirihluti íbúa lokaorðið. „Meirihlutinn getur tekið ákvörðun um að það megi ekki sjóða skötu í húsinu ef það veldur óþægindum eða ónæði. Ef einhver brýtur það bann getur hann unnið sér til einhverrar óhelgi. Það er hægt að krefjast þess að hann flytji brott eða selji íbúð sína, ég tala nú ekki um ef það leggjast einhver önnur brot við," segir Sigurðu.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira