Stjórn Kviku banka mat forstjórann hæfan þrátt fyrir milljarða gjaldþrot eignarhaldsfélags í hans eigu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. desember 2018 19:00 Forstjóri Kviku banka var metinn hæfur til að stjórna bankanum af stjórn hans og Fjármálaeftirlitinu þrátt fyrir gjaldþrot eignarhaldsfélags í hans eigu upp á tæpa sex milljarða. Fjármálaeftirlitið hefur metið tíu einstaklinga óhæfa til að gegna stjórnunarstöðum síðustu fimm ár. Samkvæmt lögum um hæfiskilyrði stjórnar og framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækja og annarra eftirlitsskyldra aðila mega stjórnendur ekki hafa verið úrskurðaðir persónulega gjaldþrota á síðustu fimm árum. Ekki hafa hlotið dóm á síðustu 10 árum fyrir refsiverðan verknað. Og þá er horft til orðspors viðkomandi. Fjármálaeftirlitið framkvæmir hæfnismatið en frá 2013 hafa tíu manns verið metnir óhæfir til að gegna stjórnunarstöðum í Fjármálafyrirtækjum. „Síðan er kannski annars eins fjöldi eða ríflega það sem ákveður að víkja meðan verið er að gera hæfnismatið þegar þeir átta sig á að ef til vill standast þeir ekki hæfiskröfur, “ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Unnur segir að fyrirtækin sjálf beri einnig ríka ábyrgð á hæfnismati stjórnenda. Kvika banki er meðal þeirra fjármálafyrirtækja sem hefur framkvæmt sjálfstætt hæfismat en það var gert þegar Ármann Þorvaldsson var ráðinn forstjóri bankans árið 2017. Í yfirlýsingu frá stjórn kemur fram að við ráðningu Ármanns hafi hann upplýst stjórn bankans og FME um gjaldþrot félags í hans eigu og að skiptum í búið hefði lokið árið 2015. Stjórnin og FME hafi metið Ármann hæfan til að gegna stöðunni. Lögbirtingarblaðið auglýsti gjaldþrotið í síðustu viku en um er að ræða Ármann Þorvaldsson ehf. Fram kemur að kröfur í búið hafi numið ríflega fimm komma sjö milljörðum króna en hundrað fimmtíu og tvær milljónir fengist greiddar upp í þær. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem félag eða fyrirtæki í umsjón Ármanns verður gjaldþrota en hann stýrði fjárfestingarbankanum Kaupþing Singer og Friedlander í Bretlandi sem var settur í greiðslustöðvun árið 2008. Unnur Gunnarsdóttir forstjóri Fjármálaeftirlitsins tjáir sig ekki um einstaka mál en segir að orðspor stjórnarmanna í fjármálafyrirtækjum sé alltaf skoðað. „Ja þetta er auðvitað huglægt mat og þarf að byggja á heilmikilli skoðun, gagnasöfnun og heildarmati, m.a. viðskiptasögu fólks,“ segir Unnur. Hún segir að komið hafi fyrir að fólki hafi verið vikið úr stjórnunarstöðum vegna þess að orðspor viðkomandi hafi ekki uppfyllt hæfnismatið. „Það er ekki algengt en það hefur komið fyrir. Algengasta ástæðan fyrir því að fólk þarf að víkja úr stjórnunarstöðum eftir hæfnismat FME er þó að því skorti þekkingu,“ segir Unnur að lokum. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Forstjóri Kviku banka var metinn hæfur til að stjórna bankanum af stjórn hans og Fjármálaeftirlitinu þrátt fyrir gjaldþrot eignarhaldsfélags í hans eigu upp á tæpa sex milljarða. Fjármálaeftirlitið hefur metið tíu einstaklinga óhæfa til að gegna stjórnunarstöðum síðustu fimm ár. Samkvæmt lögum um hæfiskilyrði stjórnar og framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækja og annarra eftirlitsskyldra aðila mega stjórnendur ekki hafa verið úrskurðaðir persónulega gjaldþrota á síðustu fimm árum. Ekki hafa hlotið dóm á síðustu 10 árum fyrir refsiverðan verknað. Og þá er horft til orðspors viðkomandi. Fjármálaeftirlitið framkvæmir hæfnismatið en frá 2013 hafa tíu manns verið metnir óhæfir til að gegna stjórnunarstöðum í Fjármálafyrirtækjum. „Síðan er kannski annars eins fjöldi eða ríflega það sem ákveður að víkja meðan verið er að gera hæfnismatið þegar þeir átta sig á að ef til vill standast þeir ekki hæfiskröfur, “ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Unnur segir að fyrirtækin sjálf beri einnig ríka ábyrgð á hæfnismati stjórnenda. Kvika banki er meðal þeirra fjármálafyrirtækja sem hefur framkvæmt sjálfstætt hæfismat en það var gert þegar Ármann Þorvaldsson var ráðinn forstjóri bankans árið 2017. Í yfirlýsingu frá stjórn kemur fram að við ráðningu Ármanns hafi hann upplýst stjórn bankans og FME um gjaldþrot félags í hans eigu og að skiptum í búið hefði lokið árið 2015. Stjórnin og FME hafi metið Ármann hæfan til að gegna stöðunni. Lögbirtingarblaðið auglýsti gjaldþrotið í síðustu viku en um er að ræða Ármann Þorvaldsson ehf. Fram kemur að kröfur í búið hafi numið ríflega fimm komma sjö milljörðum króna en hundrað fimmtíu og tvær milljónir fengist greiddar upp í þær. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem félag eða fyrirtæki í umsjón Ármanns verður gjaldþrota en hann stýrði fjárfestingarbankanum Kaupþing Singer og Friedlander í Bretlandi sem var settur í greiðslustöðvun árið 2008. Unnur Gunnarsdóttir forstjóri Fjármálaeftirlitsins tjáir sig ekki um einstaka mál en segir að orðspor stjórnarmanna í fjármálafyrirtækjum sé alltaf skoðað. „Ja þetta er auðvitað huglægt mat og þarf að byggja á heilmikilli skoðun, gagnasöfnun og heildarmati, m.a. viðskiptasögu fólks,“ segir Unnur. Hún segir að komið hafi fyrir að fólki hafi verið vikið úr stjórnunarstöðum vegna þess að orðspor viðkomandi hafi ekki uppfyllt hæfnismatið. „Það er ekki algengt en það hefur komið fyrir. Algengasta ástæðan fyrir því að fólk þarf að víkja úr stjórnunarstöðum eftir hæfnismat FME er þó að því skorti þekkingu,“ segir Unnur að lokum.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira