Jólatónleikar fyrir milljarð Sighvatur Jónsson skrifar 1. desember 2018 19:00 Áætlað heildarverðmæti miða á jólatónleika og hátíðarviðburði á Íslandi í ár nemur tæpum milljarði króna. Framboð jólatónleika hefur aukist með hverju árinu og þeir hafa aldrei verið fleiri en nú.Samtals eru 167.515 sæti í boði á 446 tónleikum og öðrum viðburðum í kringum hátíðarnar.Vísir/Tótla446 viðburðir fyrir helming þjóðarinnar Einhverjir listamenn selja sjálfir á tónleika sína og viðburði en flestir nýta sér þjónustu miðasölufyrirtækjanna midi.is og tix.is. Upplýsingar frá báðum miðasölum leiða í ljós að samtals eru 446 viðburðir á tímabilinu 20. nóvember 2018 - 5. janúar 2019. Ef alls staðar væri uppselt gætu 167.515 manns notið jólatónleika og annarra hátíðarskemmtana. Samtals er því pláss fyrir um helming þjóðarinnar á viðburðunum.Hrefna Sif Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Tix Miðasölu.Vísir/ArnarMet í fjölda jólatónleika Hrefna Sif Jónsdóttir framkvæmdastjóri Tix Miðasölu segir fleiri jólatónleika nú en nokkru sinni fyrr.„Það gengur vel, það hefur selst alveg fullt af miðum en fólk virðist vera lengur að ákveða sig og er ekkert eins mikið að stressa sig, vill aðeins sjá hvernig stemmningin er í desember og aðeins halda að sér höndum.“ Hrefna Sif segir dæmi um að listamenn hafi ákveðið að hætta við viðburði eða breyta umfangi þeirra, til dæmis með því að fækka tónleikum.Bragi Valdimar Skúlason tónlistarmaður í Baggalúti.Vísir/Friðrik Þór18 jólatónleikar Baggalúts Þrátt fyrir að sumu listafólki reynist erfiðar að fylla tónleikasali en áður í kringum hátíðarnar gengur vel hjá þeim vinsælustu. Hljómsveitin Baggalútur heldur flesta tónleika sem fyrr, í ár eru þeir 18 eins og í fyrra. Bragi Valdimar Skúlason tónlistarmaður í Baggalúti segir að jólatónleikar sveitarinnar í Háskólabíói séu þétt settnari en í fyrra.„Ég á til dæmis í töluverðum vandræðum með að koma móður minni fyrir ef það segir eitthvað.“ Bragi Valdimar svarar neitandi þegar hann er spurður að því hvort hljómsveitin þurfi að fækka jólatónleikum í ár. Þvert á móti hafi sveitin ákveðið að fjölga ekki viðburðum að þessu sinni þrátt fyrir að eftirspurn hafi verið meiri en áður. „Það verða nú einhverjir aðrir að selja eitthvað...líka,“ segir Bragi Valdimar kíminn á svip. Jólalög Neytendur Tónlist Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Áætlað heildarverðmæti miða á jólatónleika og hátíðarviðburði á Íslandi í ár nemur tæpum milljarði króna. Framboð jólatónleika hefur aukist með hverju árinu og þeir hafa aldrei verið fleiri en nú.Samtals eru 167.515 sæti í boði á 446 tónleikum og öðrum viðburðum í kringum hátíðarnar.Vísir/Tótla446 viðburðir fyrir helming þjóðarinnar Einhverjir listamenn selja sjálfir á tónleika sína og viðburði en flestir nýta sér þjónustu miðasölufyrirtækjanna midi.is og tix.is. Upplýsingar frá báðum miðasölum leiða í ljós að samtals eru 446 viðburðir á tímabilinu 20. nóvember 2018 - 5. janúar 2019. Ef alls staðar væri uppselt gætu 167.515 manns notið jólatónleika og annarra hátíðarskemmtana. Samtals er því pláss fyrir um helming þjóðarinnar á viðburðunum.Hrefna Sif Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Tix Miðasölu.Vísir/ArnarMet í fjölda jólatónleika Hrefna Sif Jónsdóttir framkvæmdastjóri Tix Miðasölu segir fleiri jólatónleika nú en nokkru sinni fyrr.„Það gengur vel, það hefur selst alveg fullt af miðum en fólk virðist vera lengur að ákveða sig og er ekkert eins mikið að stressa sig, vill aðeins sjá hvernig stemmningin er í desember og aðeins halda að sér höndum.“ Hrefna Sif segir dæmi um að listamenn hafi ákveðið að hætta við viðburði eða breyta umfangi þeirra, til dæmis með því að fækka tónleikum.Bragi Valdimar Skúlason tónlistarmaður í Baggalúti.Vísir/Friðrik Þór18 jólatónleikar Baggalúts Þrátt fyrir að sumu listafólki reynist erfiðar að fylla tónleikasali en áður í kringum hátíðarnar gengur vel hjá þeim vinsælustu. Hljómsveitin Baggalútur heldur flesta tónleika sem fyrr, í ár eru þeir 18 eins og í fyrra. Bragi Valdimar Skúlason tónlistarmaður í Baggalúti segir að jólatónleikar sveitarinnar í Háskólabíói séu þétt settnari en í fyrra.„Ég á til dæmis í töluverðum vandræðum með að koma móður minni fyrir ef það segir eitthvað.“ Bragi Valdimar svarar neitandi þegar hann er spurður að því hvort hljómsveitin þurfi að fækka jólatónleikum í ár. Þvert á móti hafi sveitin ákveðið að fjölga ekki viðburðum að þessu sinni þrátt fyrir að eftirspurn hafi verið meiri en áður. „Það verða nú einhverjir aðrir að selja eitthvað...líka,“ segir Bragi Valdimar kíminn á svip.
Jólalög Neytendur Tónlist Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira