Líkir vinnubrögðum flokksins við ógnarstjórn Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 1. desember 2018 21:51 Þingmennirnir sem voru reknir úr Flokki fólksins eru ósáttir við vinnubrögð stjórnarinnar og segir Ólafur Ísleifsson þau líkjast ógnarstjórn. Formaðurinn óskar þess að þingmennirnir segi af sér til þess að flokkurinn verði aftur fullskipaður fjögurra manna þingflokkur. Þingmönnum Flokks fólksins fækkaði um helming í gærkvöldi þegar Ólafi Ísleifssyni og Karli Gauta Hjaltasyni var vikið úr flokknum vegna aðkomu þeirra að samkomunni á barnum Klaustri. Formaður flokksins Inga Sæland segist ganga stolt frá málinu en hefði viljað sjá þingmennina víkja.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm„Og hefði í rauninni óskað þess að okkar fráfarandi þingmenn Karl gauti og Ólafur Ísleifsson hefðu sýnt þann dug og axlað þá ábyrgð að segja af sér, og gefið þá Flokki fólksins þann kost að vera fullskipaður þingflokkur fjögurra manna.“ Hún segist hafa fengið mikinn stuðning á þingi. „Okkur er boðin aðstoð í allar áttir, og okkur er boðin styrk aðstoð hvað varðar nefndir, að fá aðgang að öllu því sem fram fer í nefndum þannig að við verðum alltaf upplýst,“ segir Inga. Þingmennirnir telja hins vegar að aðgerðir flokksins hafi verið of harkalegar. „Það er svona að einhverju leyti verið að kvarta yfir því að við höfum sest á fund með öðru fólki án vitundar eða samþykkis forystu flokksins. Það er auðvitað alveg nýtt ef menn ætla að gera slíkar kröfur, einhverjir myndu kalla þetta ógnarstjórn eða eitthvað álíka,“ segir Ólafur Ísleifsson. Karl Gauti Hjaltason tekur í sama streng. „Þetta hlýtur að vera einhver fljótfærnisleg ákvörðun sem þarna á sér stað. Ef litið er til ummæla sem höfð eru eftir okkur á þessari samkomu sem var hljóðrituð þá er ekkert þar sem gefur tilefni til að reka okkur úr flokknum.“Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Fréttablaðið/Anton BrinkÞingmennirnir segjast nú báðir vera óháðir þingmenn og hyggjast ekki ganga í annarra flokka raðir að svo stöddu. En þrátt fyrir að þingmennirnir hafi verið reknir teljast þeir enn vera í þingflokki Flokks fólksins og eftir standa því tveir jafnstórir tveggja manna hlutar. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að Ólafur og Karl Gauti hljóti að fara úr þingflokknum. „Það verður einhver kapall sem fer af stað núna, það er alveg augljóst. Þeir hljóta að fara út úr þingflokknum, það getur ekki annað verið eftir það sem á undan er gengið. Það væri svo undarlegt að maður nær því ekki almennilega.“ Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar“ Freyja Haraldsdóttir, fyrrrverandi varaþingmaður og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, er ein þeirra sem nefnd er á nafn í Klaustursupptökunum svokölluðu. 1. desember 2018 20:50 Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26 „Baneitruð karlmennska í allri sinni dýrð“ Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, fulltrúi Druslugöngunnar í mótmælum dagsins á Austurvelli, kallaði eftir því að Klaustursþingmennirnir sex segi af sér í ræðu sem hún hélt við mótmælin. 1. desember 2018 19:11 Ólafur: „Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð“ Ólafur Ísleifsson hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður á Alþingi. 1. desember 2018 14:39 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
Þingmennirnir sem voru reknir úr Flokki fólksins eru ósáttir við vinnubrögð stjórnarinnar og segir Ólafur Ísleifsson þau líkjast ógnarstjórn. Formaðurinn óskar þess að þingmennirnir segi af sér til þess að flokkurinn verði aftur fullskipaður fjögurra manna þingflokkur. Þingmönnum Flokks fólksins fækkaði um helming í gærkvöldi þegar Ólafi Ísleifssyni og Karli Gauta Hjaltasyni var vikið úr flokknum vegna aðkomu þeirra að samkomunni á barnum Klaustri. Formaður flokksins Inga Sæland segist ganga stolt frá málinu en hefði viljað sjá þingmennina víkja.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm„Og hefði í rauninni óskað þess að okkar fráfarandi þingmenn Karl gauti og Ólafur Ísleifsson hefðu sýnt þann dug og axlað þá ábyrgð að segja af sér, og gefið þá Flokki fólksins þann kost að vera fullskipaður þingflokkur fjögurra manna.“ Hún segist hafa fengið mikinn stuðning á þingi. „Okkur er boðin aðstoð í allar áttir, og okkur er boðin styrk aðstoð hvað varðar nefndir, að fá aðgang að öllu því sem fram fer í nefndum þannig að við verðum alltaf upplýst,“ segir Inga. Þingmennirnir telja hins vegar að aðgerðir flokksins hafi verið of harkalegar. „Það er svona að einhverju leyti verið að kvarta yfir því að við höfum sest á fund með öðru fólki án vitundar eða samþykkis forystu flokksins. Það er auðvitað alveg nýtt ef menn ætla að gera slíkar kröfur, einhverjir myndu kalla þetta ógnarstjórn eða eitthvað álíka,“ segir Ólafur Ísleifsson. Karl Gauti Hjaltason tekur í sama streng. „Þetta hlýtur að vera einhver fljótfærnisleg ákvörðun sem þarna á sér stað. Ef litið er til ummæla sem höfð eru eftir okkur á þessari samkomu sem var hljóðrituð þá er ekkert þar sem gefur tilefni til að reka okkur úr flokknum.“Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Fréttablaðið/Anton BrinkÞingmennirnir segjast nú báðir vera óháðir þingmenn og hyggjast ekki ganga í annarra flokka raðir að svo stöddu. En þrátt fyrir að þingmennirnir hafi verið reknir teljast þeir enn vera í þingflokki Flokks fólksins og eftir standa því tveir jafnstórir tveggja manna hlutar. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að Ólafur og Karl Gauti hljóti að fara úr þingflokknum. „Það verður einhver kapall sem fer af stað núna, það er alveg augljóst. Þeir hljóta að fara út úr þingflokknum, það getur ekki annað verið eftir það sem á undan er gengið. Það væri svo undarlegt að maður nær því ekki almennilega.“
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar“ Freyja Haraldsdóttir, fyrrrverandi varaþingmaður og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, er ein þeirra sem nefnd er á nafn í Klaustursupptökunum svokölluðu. 1. desember 2018 20:50 Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26 „Baneitruð karlmennska í allri sinni dýrð“ Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, fulltrúi Druslugöngunnar í mótmælum dagsins á Austurvelli, kallaði eftir því að Klaustursþingmennirnir sex segi af sér í ræðu sem hún hélt við mótmælin. 1. desember 2018 19:11 Ólafur: „Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð“ Ólafur Ísleifsson hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður á Alþingi. 1. desember 2018 14:39 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
„Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar“ Freyja Haraldsdóttir, fyrrrverandi varaþingmaður og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, er ein þeirra sem nefnd er á nafn í Klaustursupptökunum svokölluðu. 1. desember 2018 20:50
Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26
„Baneitruð karlmennska í allri sinni dýrð“ Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, fulltrúi Druslugöngunnar í mótmælum dagsins á Austurvelli, kallaði eftir því að Klaustursþingmennirnir sex segi af sér í ræðu sem hún hélt við mótmælin. 1. desember 2018 19:11
Ólafur: „Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð“ Ólafur Ísleifsson hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður á Alþingi. 1. desember 2018 14:39