Innlent

Öskur og brothljóð í Vesturbænum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Mennirnir voru í annarlegu ástandi.
Mennirnir voru í annarlegu ástandi. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi tvo karlmenn í íbúð í Vesturbænum fyrir hótanir og húsbrot. Tilkynning barst um öskur og brothljóð úr íbúðinni um klukkan 23 í gær og voru mennirnir í annarlegu ástandi þegar lögreglumenn bar að garði. Þeir reyndust jafnframt hafa fíkniefni í fórum sínum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Um klukkan fjögur í nótt var lögregla kölluð til vegna manns sem dyraverðir á skemmtistað höfðu þurft að hafa afskipti af. Þegar lögregla kom á vettvang hóf maðurinn að sparka í lögreglumann og hótaði jafnframt öðrum lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra líkamsmeiðingum. Maðurinn gistir fangageymslu.

Þá var ökumaður stöðvaður um klukkan 22 í gærkvöldi grunaður um ölvunarakstur. Hann neitaði að gefa öndunarprufu og var því færður á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×