Innlent

Snjókoma á höfuðborgarsvæðinu og herðir frost

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ekki er þó búist við að snjórinn staldri lengi við í borginni.
Ekki er þó búist við að snjórinn staldri lengi við í borginni. Vísir/vilhelm

Áfram mun snjóa á Norðurlandi í dag líkt og síðustu daga. Útlit er fyrir talsvert frost á landinu á morgun og annað kvöld stefnir víða í snjókomu, m.a. á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Í dag verða élin norðantil á landinu „með þéttara laginu“ í kringum Tröllaskaga, frá Skagafirði austur á Skjálfanda.

„En seint í kvöld og á morgun dregur úr ákefðinni. Á sama tíma fer veður kólnandi og er útlit fyrir talsvert frost um allt land á morgun,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Annað kvöld stefnir svo í snjókomu um landið vestanvert, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu. Ekki lítur þó út fyrir að snjórinn staldri lengi við þar eð spár gera ráð fyrir hlýnandi veðri og rigningu sunnanlands þegar líður á vikuna.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á mánudag:
Norðlæg átt 8-13 m/s A-ast, annars mun hægari. Él fyrir norðan, en þurrt sunnan heiða. Suðaustan 5-13 og snjókoma V-til á landinu undir kvöld. Frost 2 til 8 stig, en kaldara inn til landsins og herðir á frosti um kvöldið.

Á þriðjudag:
Vestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og snjókoma eða él, einkum um V-vert landið fyrripartinn. Áfram kalt í veðri.

Á miðvikudag:
Hæg breytileg átt, léttskýjað og talsvert frost. Vaxandi suðaustanátt S-til undir kvöld, væta með ströndinni og hlýnar heldur.

Á fimmtudag:
Gengur í stífa austlæga átt og hlýnar með rigningu um S-vert landið, en þurrt fyrir norðan og hiti um og undir frostmarki þar.

Á föstudag:
Breytileg átt með dálítilli rigningu eða snjókomu á víð og dreif. Frost um mest allt land, en upp í 5 stiga hita með S- og V-ströndinni.

Á laugardag:
Útlit fyrir vaxandi suðaustanátt og lengst af þurrt veður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.