Litla systir Arnars Braga skráði hann til leiks: „Mikil pressa og stress en ógeðslega gaman“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. desember 2018 10:30 Arnar Bragi komst alla leið í undanúrslit. „Ég hef alltaf haft áhuga á tónlist og að syngja. Litla systir mín sendi inn myndband til TV4 og þeir höfðu samband. Ég ætlaði ekki að taka þátt en þau náðu að sannfæra mig,“ segir knattspyrnumaðurinn Arnar Bragi Bergsson sem var sendur heim á föstudagskvöldið í sænska Idolinu. Arnar Bragi var kominn alla leið í fjögurra manna úrslit og flutti hann lagið Against All Odds með Phil Collins í lokaþætti sínum. „Ég er mjög þakklátur og ánægður með þetta allt saman núna eftir á. Þetta er búið að vera mjög þroskandi fyrir mig og ég er búinn að læra ótrúlega mikið um þennan tónlistarheim og líka um sjálfan mig. Mikil pressa og stress en ógeðslega gaman. Mikið sem ég get nýtt mér í framtíðinni.“ Arnar Bragi, sem kallaður er Bragi Bergsson í Svíþjóð, hafði slegið í gegn í þáttunum en fimmtán þúsund manns hófu leik í Idolinu og er hann því á meðal þeirra bestu þrátt fyrir úrslit föstudagskvöldsins. Þrátt fyrir að vera lipur söngvari var hann betur þekktur sem fótboltamaður hér á landi og spilaði með ÍBV og Fylki. Í dag spilar hann með C-deildar liðinu Utsiktens BK í Västra Frölunda nærri Gautaborg í Svíþjóð.Arnar hefur farið á kostum í þáttunum.„Ég er ekki búinn að geta verið neitt í fótbolta núna í haust en ég byrja aftur að æfa eftir áramót og hef saknað þess mikið að spila fótbolta.“ Hann segir að Idolkeppnin sé mjög vinsæll í Svíþjóð. „Þetta er líklega stærsti skemmtiþátturinn í Svíþjóð. Það eru fleiri enn milljón sem fylgist með í beinni á föstudagskvöldunum og síðan horfir líka fólk á netinu. Auk þess er alveg umfjöllun í fjölmiðlum hér þannig þetta er alveg frekar stórt.“ Arnar segir að öll sú reynsla sem hann hafi fengið með þátttöku sinni standi upp úr. „Allt það fólk sem maður hefur hitt og kynnst og allt sem maður er búinn að læra. Búinn að átta mig á því að það er miklu erfiðara að standa á sviði og syngja í beinni en ég átti von á,“ segir Arnar og bætir við að það hafi ekki verið mikil vonbrigði að detta úr leik.Hér má sjá Arnar taka dúett í keppninni.„Ég er bara mjög ánægður með mína frammistöðu. Flestir sem voru í þættinum hafa miklu meiri reynslu hvað varðar tónlist og að syngja fyrir framan fólk. Er bara hrikalega ánægður með af hafa komist svona langt miðað við hvað ég var búinn að syngja litið á sviði fyrir þetta haust.“ Hann stefnir á það að reyna enn meira fyrir sér í tónlist í kjölfarið. „Já, það er planið. Hlakka til af vinna með flottu fólki og gefa út eigin tónlist. Núna fyrst er ég að fara á flesta staði í Svíþjóð og syngja með hinum sem komust í undanúrslit, í 2-3 vikur en það væri gaman ef maður næði að koma til Íslands og syngja á einhverjum jólatónleikum í framtíðinn eða eitthvað svoleiðis,“ segir Arnar Bragi léttur. Hér að neðan má sjá nokkra flutninga Arnar Braga úr seríunni. Tengdar fréttir Arnar Bragi úr leik í sænska Idol Knattspyrnumaðurinn Arnar Bragi Bergsson var sendur heim í kvöld í sænska Idolinu. 30. nóvember 2018 22:00 Arnar Bragi slær í gegn í sænska Idolinu og þetta er ástæðan Knattspyrnumaðurinn Arnar Bragi Bergsson er sannarlega að slá í gegn í sænsku útgáfunni af skemmtiþáttunum Idol. 23. nóvember 2018 12:30 Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira
„Ég hef alltaf haft áhuga á tónlist og að syngja. Litla systir mín sendi inn myndband til TV4 og þeir höfðu samband. Ég ætlaði ekki að taka þátt en þau náðu að sannfæra mig,“ segir knattspyrnumaðurinn Arnar Bragi Bergsson sem var sendur heim á föstudagskvöldið í sænska Idolinu. Arnar Bragi var kominn alla leið í fjögurra manna úrslit og flutti hann lagið Against All Odds með Phil Collins í lokaþætti sínum. „Ég er mjög þakklátur og ánægður með þetta allt saman núna eftir á. Þetta er búið að vera mjög þroskandi fyrir mig og ég er búinn að læra ótrúlega mikið um þennan tónlistarheim og líka um sjálfan mig. Mikil pressa og stress en ógeðslega gaman. Mikið sem ég get nýtt mér í framtíðinni.“ Arnar Bragi, sem kallaður er Bragi Bergsson í Svíþjóð, hafði slegið í gegn í þáttunum en fimmtán þúsund manns hófu leik í Idolinu og er hann því á meðal þeirra bestu þrátt fyrir úrslit föstudagskvöldsins. Þrátt fyrir að vera lipur söngvari var hann betur þekktur sem fótboltamaður hér á landi og spilaði með ÍBV og Fylki. Í dag spilar hann með C-deildar liðinu Utsiktens BK í Västra Frölunda nærri Gautaborg í Svíþjóð.Arnar hefur farið á kostum í þáttunum.„Ég er ekki búinn að geta verið neitt í fótbolta núna í haust en ég byrja aftur að æfa eftir áramót og hef saknað þess mikið að spila fótbolta.“ Hann segir að Idolkeppnin sé mjög vinsæll í Svíþjóð. „Þetta er líklega stærsti skemmtiþátturinn í Svíþjóð. Það eru fleiri enn milljón sem fylgist með í beinni á föstudagskvöldunum og síðan horfir líka fólk á netinu. Auk þess er alveg umfjöllun í fjölmiðlum hér þannig þetta er alveg frekar stórt.“ Arnar segir að öll sú reynsla sem hann hafi fengið með þátttöku sinni standi upp úr. „Allt það fólk sem maður hefur hitt og kynnst og allt sem maður er búinn að læra. Búinn að átta mig á því að það er miklu erfiðara að standa á sviði og syngja í beinni en ég átti von á,“ segir Arnar og bætir við að það hafi ekki verið mikil vonbrigði að detta úr leik.Hér má sjá Arnar taka dúett í keppninni.„Ég er bara mjög ánægður með mína frammistöðu. Flestir sem voru í þættinum hafa miklu meiri reynslu hvað varðar tónlist og að syngja fyrir framan fólk. Er bara hrikalega ánægður með af hafa komist svona langt miðað við hvað ég var búinn að syngja litið á sviði fyrir þetta haust.“ Hann stefnir á það að reyna enn meira fyrir sér í tónlist í kjölfarið. „Já, það er planið. Hlakka til af vinna með flottu fólki og gefa út eigin tónlist. Núna fyrst er ég að fara á flesta staði í Svíþjóð og syngja með hinum sem komust í undanúrslit, í 2-3 vikur en það væri gaman ef maður næði að koma til Íslands og syngja á einhverjum jólatónleikum í framtíðinn eða eitthvað svoleiðis,“ segir Arnar Bragi léttur. Hér að neðan má sjá nokkra flutninga Arnar Braga úr seríunni.
Tengdar fréttir Arnar Bragi úr leik í sænska Idol Knattspyrnumaðurinn Arnar Bragi Bergsson var sendur heim í kvöld í sænska Idolinu. 30. nóvember 2018 22:00 Arnar Bragi slær í gegn í sænska Idolinu og þetta er ástæðan Knattspyrnumaðurinn Arnar Bragi Bergsson er sannarlega að slá í gegn í sænsku útgáfunni af skemmtiþáttunum Idol. 23. nóvember 2018 12:30 Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira
Arnar Bragi úr leik í sænska Idol Knattspyrnumaðurinn Arnar Bragi Bergsson var sendur heim í kvöld í sænska Idolinu. 30. nóvember 2018 22:00
Arnar Bragi slær í gegn í sænska Idolinu og þetta er ástæðan Knattspyrnumaðurinn Arnar Bragi Bergsson er sannarlega að slá í gegn í sænsku útgáfunni af skemmtiþáttunum Idol. 23. nóvember 2018 12:30