Lífið

Sjáðu allt það helsta frá tískusýningu Victoria's Secret í New York

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rita Ora og Shawn Mendes voru meðal þeirra listamanna sem komu fram.
Rita Ora og Shawn Mendes voru meðal þeirra listamanna sem komu fram.

Undirfatafyrirtækið Victoria's Secret heldur árlega svakalega tískusýningu í New York og að þessu sinni fór hún fram á staðnum Pier 94.

Eins og vanalega koma fram helstu tónlistarmenn heimsins á meðan sýningunni stendur og að þessu sinni komu þau Shawn Mendes, Rita Ora, The Chainsmokers, Bebe Rexha, Halsey, Leela James, Kelsea Ballerini, og The Struts fram.

Á umræddum sýningum er hreinlega öllu tjaldað til og mætir fína og fræga fólkið ávallt á staðinn.

Hér að neðan má sjá helstu tónlistaratriðin sem voru á sýningunni en NBC mun sýna tískusýninguna í heild sinni annað kvöld vestanhafs.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.