Innlent

Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2018

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tilnefndu þína konu, karl eða hóp hér að neðan.
Tilnefndu þína konu, karl eða hóp hér að neðan. Vísir/Vilhelm
Lesendum Vísis og hlustendum Bylgjunnar gefst færi á að útnefna Mann ársins 2018 nú um áramótin. Opnað hefur verið fyrir tilnefningar og er öllum frjálst að senda inn.

Tekið er við tilnefningum hér á Vísi en frestur til að tilnefna rennur út föstudaginn 14. desember. Ritstjórn Vísis og Reykjavík Síðdegis fara sameiginlega yfir innsendar tilnefningar og í kjölfarið hefst atkvæðagreiðsla. Einstaklingurinn verður heiðraður í árlegum áramótaþætti Reykjavík árdegis á gamlársdag.

Í tilnefningunni þarf nafn viðkomandi að koma fram auk upplýsinga um hvers vegna viðkomandi á skilið að vera útnefndur sem Maður ársins 2018. Farið verður yfir tilnefningar með tilliti til rökstuðnings og fjölda tilnefninga sem hver og einn fær. Atkvæðagreiðsla fer svo fram á Vísi yfir jólin.

Grímur Grímsson rannsóknarlögreglumaður var maður ársins í fyrra. Hér má sjá þau tíu sem tilnefnd voru sem maður ársins í fyrra en þá rigndi tilnefningum inn frá lesendum.

Tilnefndu þína konu, karl eða hóp hér að neðan.


Tengdar fréttir

Mugison Maður ársins á Bylgjunni

Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, var valinn maður ársins hjá hlustendum Bylgjunnar nú í morgun. Tilkynnt var um valið í þættinum "Reykjavík árdegis“ en um stjórnartauma þar héldu þeir Kristófer Helgason, Þorgeir Ástvaldsson og Bragi Guðmundsson. Þeir eru vanari að vera í loftinu síðdegis en í dag, gamlársdag, varð breyting á.

Eiríkur Ingi maður ársins á Bylgjunni

Eiríkur Ingi Jóhannsson, sjómaður sem komst af eftir hryllilegan sjóskaða fyrr á árinu, er maður ársins á Bylgjunni árið 2012. Kosning fór fram bæði á Vísir.is sem og á Bylgjunni þar sem hlustendur hringdu inn og greiddu atkvæði sitt. Eiríkur Ingi fór með afgerandi sigur í kosningunni.

Edda Heiðrún maður ársins hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni

Edda Heiðrún Backman leikkona er maður ársins í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Tilkynnt var um þetta fyrir stundu og sigraði Edda með yfirburðum. Kjörinu var skipt í tvennt en fyrst gat fólk farið inn á Vísi og kosið hvern sem er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×