Prjónaverksmiðja eldri ofurkvenna í Furugerði Benedikt Bóas skrifar 7. desember 2018 06:00 Efri röð f.v.: Þorbjörg, Kristín, Unnur, Lillý, Guðrún, Bryndís og Birna. Neðri röð f.v.: Sigurbjörg, Jóhanna, Guðfinna og Gíslína. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Guðfinna Kristín Sigfúsdóttir, heimiliskona í Furugerði 1, fékk hugmynd í haust um að fá heimilisfólk til að hittast og prjóna til styrktar góðu málefni. Guðfinna, sem er kölluð Nína, fékk barnabarn sitt til að auglýsa eftir garni á Facebook og viðtökurnar fóru fram úr björtustu vonum. Nú eru yfir 100 listaverk komin og verða þau afhent Hjálparstarfi kirkjunnar við næsta tækifæri. „Þetta er dásamlegur hópur. Við erum eins og ein manneskja þegar við komum saman og prjónum. Við hittumst á þriðjudögum og laugardögum, drekkum kaffi og tölum um gamla daga og eitthvað sem er fallegt. Einnig um framtíðina og hvað okkur langar að gera,“ segir Nína. „Það er alltaf verið að tala um verksmiðjur. Við erum sko verksmiðja,“ bendir ein á og þær taka allar undir. Sú yngsta sem prjónaði nokkra trefla og sokka er 12 ára og kom á laugardögum en hún er dóttir starfsmanns í húsinu. Sú elsta er 95 ára. „Hún vildi svo ógurlega vera með en til að byrja með missti hún niður lykkjur og svona. Hún gafst þó ekki upp og undir það síðasta endaði hún með því að prjóna án þess að horfa. Það er fullt af sokkum og peysum sem hún hefur prjónað hérna á borðinu. Þetta var eins og fyrir eitthvert kraftaverk – viljinn var svo mikill,“ segir Nína. Hún bendir á að það séu karlkyns íbúar í Furugerði sem kunni vel að prjóna en hafi ekki mætt. „Ég hafði uppi á tveimur sem hafa prjónað og kunna það alveg en þeir þorðu ekki – við erum svo margar,“ segir Nína og brosir. Eftir áramót ætla þær konur að prjóna fyrir fullorðna og fyrir Frú Ragnheiði sem er verkefni Rauða krossins fyrir heimilislausa og sprautufíkla. „Þetta er gott garn, mjúkt og hlýtt sem vonandi kemst á góðan stað,“ segir Nína. Birtist í Fréttablaðinu Hjálparstarf Tíska og hönnun Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Guðfinna Kristín Sigfúsdóttir, heimiliskona í Furugerði 1, fékk hugmynd í haust um að fá heimilisfólk til að hittast og prjóna til styrktar góðu málefni. Guðfinna, sem er kölluð Nína, fékk barnabarn sitt til að auglýsa eftir garni á Facebook og viðtökurnar fóru fram úr björtustu vonum. Nú eru yfir 100 listaverk komin og verða þau afhent Hjálparstarfi kirkjunnar við næsta tækifæri. „Þetta er dásamlegur hópur. Við erum eins og ein manneskja þegar við komum saman og prjónum. Við hittumst á þriðjudögum og laugardögum, drekkum kaffi og tölum um gamla daga og eitthvað sem er fallegt. Einnig um framtíðina og hvað okkur langar að gera,“ segir Nína. „Það er alltaf verið að tala um verksmiðjur. Við erum sko verksmiðja,“ bendir ein á og þær taka allar undir. Sú yngsta sem prjónaði nokkra trefla og sokka er 12 ára og kom á laugardögum en hún er dóttir starfsmanns í húsinu. Sú elsta er 95 ára. „Hún vildi svo ógurlega vera með en til að byrja með missti hún niður lykkjur og svona. Hún gafst þó ekki upp og undir það síðasta endaði hún með því að prjóna án þess að horfa. Það er fullt af sokkum og peysum sem hún hefur prjónað hérna á borðinu. Þetta var eins og fyrir eitthvert kraftaverk – viljinn var svo mikill,“ segir Nína. Hún bendir á að það séu karlkyns íbúar í Furugerði sem kunni vel að prjóna en hafi ekki mætt. „Ég hafði uppi á tveimur sem hafa prjónað og kunna það alveg en þeir þorðu ekki – við erum svo margar,“ segir Nína og brosir. Eftir áramót ætla þær konur að prjóna fyrir fullorðna og fyrir Frú Ragnheiði sem er verkefni Rauða krossins fyrir heimilislausa og sprautufíkla. „Þetta er gott garn, mjúkt og hlýtt sem vonandi kemst á góðan stað,“ segir Nína.
Birtist í Fréttablaðinu Hjálparstarf Tíska og hönnun Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira