Lífið

Corden leitar í smiðju Ariana Grande í nýju myndbandi og þakkar Goldblum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Corden fer á kostum í myndbandinu.
Corden fer á kostum í myndbandinu.

Söngkonan Ariana Grande hefur gefið út tónlistarmyndband við smellinn sinn thank u, next og fagna margir aðdáendur því enda hefur söngkonan verið dugleg að sýna frá ferlinu á samfélagsmiðlum.

Myndbandið er byggt á fjórum rómantískum gamanmyndum sem eiga það allar sameiginlegt að hafa slegið rækilega í gegn á fyrsta áratugi þessarar aldar. Myndirnar sem um ræðir eru Mean Girls, Legally Blonde, 13 Going on 30 og Bring It On.

Breski spjallþáttastjórnandinn James Corden ákvað því að gera sitt eigið myndband til höfuðs tónlistarmyndbandi Grande.

Lagið hans heitir einfaldlega Thank u, Jeff og fer leikarinn Jeff Goldblum með aðalhlutverkið í myndbandinu. Hér að neðan má sjá útkomuna.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.