Þingkonur gengu út undir ræðu Sigmundar: „Þetta var tilfinning sem vaknaði og þurfti að hlýða“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. desember 2018 18:28 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í pontu. Fyrir aftan hann má sjá forseta Alþingis gjóa augunum út í þingsal en ætla má að hann sé að fylgjast með þingkonunum sem þá voru á leið út úr salnum. Mynd/Skjáskot Fjórar þingkonur gengu út úr sal Alþingis í dag þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins steig í ræðustól. Greint var frá þessu á vef RÚV síðdegis. Halla Signý Kristjánsdóttir, ein þingkvennanna sem gekk út, segir að ákvörðunin hafi verið byggð á tilfinningu sem vaknaði í þingsal og þurfti að hlýða. Atvikið átti sér stað á meðan þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu í lokaatkvæðagreiðslu um fjárlög næsta árs sem samþykkt voru í dag.Halla Signý Kristjánsdóttir, þingkona Framsóknar.Vísir/VilhelmMyndavélar RÚV fönguðu atvikið á filmu en á upptöku má sjá Þórunni Egilsdóttur, þingflokksformann Framsóknarflokksins, stíga fyrsta úr sæti og ganga út. Halla Signý Kristjánsdóttir úr Framsóknarflokki fylgdi í kjölfarið, Helga Vala Helgadóttir úr Samfylkingunni og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fylgdu á hæla henni í þessari röð. Ekki náðist í Þórunni Egilsdóttur við vinnslu þessarar fréttar en Halla Signý flokkssystir hennar segir í samtali við Vísi að ekkert samráð hafi verið haft um gjörninginn fyrir fram. Þingkonur hafi heldur ekki komið saman til að ræða sérstaklega viðbrögð við Klaustursmálinu og þeim þingmönnum sem hlut eiga að máli. „En þetta var tilfinning sem vaknaði og þurfti að hlýða. Maður er að standa upp fyrir konum, maður getur ekki meira gert.“ Halla Signý sat ekki á þingi þegar Sigmundur var enn í Framsóknarflokknum, en var þó meðlimur flokksins á þeim tíma. Hún segir aðspurð að andrúmsloftið á þingi í kjölfar þess að Klaustursupptökurnar voru birtar hafi verið þungt. „Það er búið að vera erfitt, það er óvissa um það hvernig á að taka á þessu. Mér fannst Lilja ramma þetta mjög vel inn. Hún talaði fyrir hönd þeirra sem þarna urðu fyrir þessu ofbeldi. Það liggur deyfð yfir, það liggur sorg yfir þingheimi.“ Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Óttast ekki lögsókn enda staurblankur öryrki Viðbrögðin við fréttum sem byggja á upptökum Báru hafa fært henni nýja trú á samfélagið. 7. desember 2018 16:59 Vilja losna við sexmenningana en grípa ekki til neinna aðgerða Af þeim sem tóku afstöðu vilja nánast allir alþingismenn að sexmenningarnir á Klaustri taki pokann sinn. Aðeins einn þingmaður segist telja að þau eigi að segja af sér. Andrúmsloftið á Alþingi er sagt vera þrúgandi. 7. desember 2018 06:00 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Fleiri fréttir Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Sjá meira
Fjórar þingkonur gengu út úr sal Alþingis í dag þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins steig í ræðustól. Greint var frá þessu á vef RÚV síðdegis. Halla Signý Kristjánsdóttir, ein þingkvennanna sem gekk út, segir að ákvörðunin hafi verið byggð á tilfinningu sem vaknaði í þingsal og þurfti að hlýða. Atvikið átti sér stað á meðan þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu í lokaatkvæðagreiðslu um fjárlög næsta árs sem samþykkt voru í dag.Halla Signý Kristjánsdóttir, þingkona Framsóknar.Vísir/VilhelmMyndavélar RÚV fönguðu atvikið á filmu en á upptöku má sjá Þórunni Egilsdóttur, þingflokksformann Framsóknarflokksins, stíga fyrsta úr sæti og ganga út. Halla Signý Kristjánsdóttir úr Framsóknarflokki fylgdi í kjölfarið, Helga Vala Helgadóttir úr Samfylkingunni og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fylgdu á hæla henni í þessari röð. Ekki náðist í Þórunni Egilsdóttur við vinnslu þessarar fréttar en Halla Signý flokkssystir hennar segir í samtali við Vísi að ekkert samráð hafi verið haft um gjörninginn fyrir fram. Þingkonur hafi heldur ekki komið saman til að ræða sérstaklega viðbrögð við Klaustursmálinu og þeim þingmönnum sem hlut eiga að máli. „En þetta var tilfinning sem vaknaði og þurfti að hlýða. Maður er að standa upp fyrir konum, maður getur ekki meira gert.“ Halla Signý sat ekki á þingi þegar Sigmundur var enn í Framsóknarflokknum, en var þó meðlimur flokksins á þeim tíma. Hún segir aðspurð að andrúmsloftið á þingi í kjölfar þess að Klaustursupptökurnar voru birtar hafi verið þungt. „Það er búið að vera erfitt, það er óvissa um það hvernig á að taka á þessu. Mér fannst Lilja ramma þetta mjög vel inn. Hún talaði fyrir hönd þeirra sem þarna urðu fyrir þessu ofbeldi. Það liggur deyfð yfir, það liggur sorg yfir þingheimi.“
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Óttast ekki lögsókn enda staurblankur öryrki Viðbrögðin við fréttum sem byggja á upptökum Báru hafa fært henni nýja trú á samfélagið. 7. desember 2018 16:59 Vilja losna við sexmenningana en grípa ekki til neinna aðgerða Af þeim sem tóku afstöðu vilja nánast allir alþingismenn að sexmenningarnir á Klaustri taki pokann sinn. Aðeins einn þingmaður segist telja að þau eigi að segja af sér. Andrúmsloftið á Alþingi er sagt vera þrúgandi. 7. desember 2018 06:00 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Fleiri fréttir Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Sjá meira
Óttast ekki lögsókn enda staurblankur öryrki Viðbrögðin við fréttum sem byggja á upptökum Báru hafa fært henni nýja trú á samfélagið. 7. desember 2018 16:59
Vilja losna við sexmenningana en grípa ekki til neinna aðgerða Af þeim sem tóku afstöðu vilja nánast allir alþingismenn að sexmenningarnir á Klaustri taki pokann sinn. Aðeins einn þingmaður segist telja að þau eigi að segja af sér. Andrúmsloftið á Alþingi er sagt vera þrúgandi. 7. desember 2018 06:00