Kemur Hart til varnar með því að benda á gömul tíst frá kvenkyns grínistum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. desember 2018 21:30 Kevin Hart, Amy Schumer, Sarah Silverman og Nick Cannon. Vísir/Getty Bandaríski leikarinn og grínistinn Nick Cannon virðist hafa komið Kevin Hart, kollega hans, til varnar á Twitter eftir að þeim síðarnefnda var sparkað sem kynnir Óskarsverðlaunanna á næsta ári. Cannon gróf upp gömul tíst frá þremur kvenkyns grínistum sem virðast benda til fordóma gagnvart samkynhneigðum. Tilkynnt var um það á þriðjudag í síðustu viku að Hart myndi verða kynnir á hinni árlegu uppskeruhátíð kvikmyndaiðnaðarins í Bandaríkjunum en starf kynnis þykir vera mikil upphefð. Örfáum dögum síðar var hins vegar tilkynnt að Hart myndi stíga til hlíðar. Ástæðan var sögð vera mmæli um samkynhneigða sem hann lét falla bæði á Twitter og í uppistandi fyrir nokkrum árum en ummælin hafa vakið töluverða reiði eftir að þau voru rifjuð upp í vikunni. Var Hart gert að biðjast afsökunar á þeim, ella yrði honum sparkað. Hart neitaði að biðjast afsökunar vegna þess að hann sagði að málið hafi áður verið til umræðu. Cannon virðist eitthvað hafa mislíkað ákvörðun Akademíunnar um að sparka Hart og virðist hann því hafa hafið leit að álíka ummælum sem Hart gerðist sekur um að láta falla, hjá öðrum stjörnum. Fann hann þrjú tíst sem grínistarnir Amy Schumer, Sarah Silverman og Chelsea Handler tístu. Skrif Handler og Silverman eru frá árinu 2010, en Schumer frá árinu 2012, þar sem þær nota slanguryrði yfir samkynhneigð og spyr Cannon hvort að von sé á einhverjum viðbrögðum vegna slíkra tísta, í ætt við þau viðbrögð sem Hart fékk vegna ummæla hans um samkynhneigð sem féllu ekki í kramið.Interesting I wonder if there was any backlash here... https://t.co/0TlNvgYeIj — Nick Cannon (@NickCannon) December 8, 2018And I fucking love Wreck it Ralph!!! https://t.co/6cHA1EQEkg — Nick Cannon (@NickCannon) December 8, 2018I’m just saying... should we keep going??? https://t.co/1kESA82WqR — Nick Cannon (@NickCannon) December 8, 2018 Óskarinn Tengdar fréttir Verður kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni Bandaríski leikarinn og grínistinn Kevin Hart verður kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fer á næsta ári. 5. desember 2018 08:49 Kevin Hart hættir sem Óskarskynnir vegna umdeildra ummæla um samkynhneigða Bandaríski leikarinn og grínistinn Kevin Hart hefur tilkynnt að hann muni ekki vera kynnir á Óskarsverðlaunum á næsta ári eins og til stóð. 7. desember 2018 07:45 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Bandaríski leikarinn og grínistinn Nick Cannon virðist hafa komið Kevin Hart, kollega hans, til varnar á Twitter eftir að þeim síðarnefnda var sparkað sem kynnir Óskarsverðlaunanna á næsta ári. Cannon gróf upp gömul tíst frá þremur kvenkyns grínistum sem virðast benda til fordóma gagnvart samkynhneigðum. Tilkynnt var um það á þriðjudag í síðustu viku að Hart myndi verða kynnir á hinni árlegu uppskeruhátíð kvikmyndaiðnaðarins í Bandaríkjunum en starf kynnis þykir vera mikil upphefð. Örfáum dögum síðar var hins vegar tilkynnt að Hart myndi stíga til hlíðar. Ástæðan var sögð vera mmæli um samkynhneigða sem hann lét falla bæði á Twitter og í uppistandi fyrir nokkrum árum en ummælin hafa vakið töluverða reiði eftir að þau voru rifjuð upp í vikunni. Var Hart gert að biðjast afsökunar á þeim, ella yrði honum sparkað. Hart neitaði að biðjast afsökunar vegna þess að hann sagði að málið hafi áður verið til umræðu. Cannon virðist eitthvað hafa mislíkað ákvörðun Akademíunnar um að sparka Hart og virðist hann því hafa hafið leit að álíka ummælum sem Hart gerðist sekur um að láta falla, hjá öðrum stjörnum. Fann hann þrjú tíst sem grínistarnir Amy Schumer, Sarah Silverman og Chelsea Handler tístu. Skrif Handler og Silverman eru frá árinu 2010, en Schumer frá árinu 2012, þar sem þær nota slanguryrði yfir samkynhneigð og spyr Cannon hvort að von sé á einhverjum viðbrögðum vegna slíkra tísta, í ætt við þau viðbrögð sem Hart fékk vegna ummæla hans um samkynhneigð sem féllu ekki í kramið.Interesting I wonder if there was any backlash here... https://t.co/0TlNvgYeIj — Nick Cannon (@NickCannon) December 8, 2018And I fucking love Wreck it Ralph!!! https://t.co/6cHA1EQEkg — Nick Cannon (@NickCannon) December 8, 2018I’m just saying... should we keep going??? https://t.co/1kESA82WqR — Nick Cannon (@NickCannon) December 8, 2018
Óskarinn Tengdar fréttir Verður kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni Bandaríski leikarinn og grínistinn Kevin Hart verður kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fer á næsta ári. 5. desember 2018 08:49 Kevin Hart hættir sem Óskarskynnir vegna umdeildra ummæla um samkynhneigða Bandaríski leikarinn og grínistinn Kevin Hart hefur tilkynnt að hann muni ekki vera kynnir á Óskarsverðlaunum á næsta ári eins og til stóð. 7. desember 2018 07:45 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Verður kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni Bandaríski leikarinn og grínistinn Kevin Hart verður kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fer á næsta ári. 5. desember 2018 08:49
Kevin Hart hættir sem Óskarskynnir vegna umdeildra ummæla um samkynhneigða Bandaríski leikarinn og grínistinn Kevin Hart hefur tilkynnt að hann muni ekki vera kynnir á Óskarsverðlaunum á næsta ári eins og til stóð. 7. desember 2018 07:45