Segir mikilvægt að Alþingi fari vel yfir Klaustursmálið og grípi til aðgerða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 09:31 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að samræður þingmannanna séu uppfullar af fordómum, kvenfyrirlitningu og óheilbrigðum viðhorfum til stjórnmála. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að mikilvægt sé að Alþingi fari yfir Klausturmálið og grípi til aðgerða vegna þess. Þetta kemur fram á Facebook-síðu ráðherrans þar sem hún leggur út af fréttaflutningi síðastliðinna tvo daga af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar, en samtalið náðist á upptöku. Á upptökunni heyrast þingmennirnir tala á afar niðrandi um ýmsa samstarfsmenn sína sem og aðra, og ekki hvað síst um konur. Katrín segir að samræður þingmannanna séu uppfullar af fordómum, kvenfyrirlitningu og óheilbrigðum viðhorfum til stjórnmála. „Þau orð sem komu úr munni þingmannana eru ótrúleg og dapurleg. Ég hélt satt að segja að við værum komin lengra á veg í raunverulegri viðhorfsbreytingu, núna ári eftir #églíka-byltinguna. Forsætisnefnd Alþingis mun fara yfir málið. Það er mikilvægt að Alþingi fari vel yfir málið og grípi til aðgerða. Það er samt ekki nóg því við sem samfélag þurfum að taka sameiginlega á því meini sem svona orðræða skapar; þeim ótta og þeirri vanlíðan sem hún veldur,“ segir Katrín í færslunni en fer ekki frekar yfir það til hvaða aðgerða Alþingi eigi að grípa vegna málsins. „Nú þegar við fögnum hundrað ára afmæli fullveldisins eigum við að hugsa um þau gildi sem við viljum hafa að leiðarljósi í samfélagi okkar. Þar hljótum við að vilja að hafa gildi á borð við jafnrétti og virðingu í hávegum. Sú orðræða sem við höfum lesið um í fjölmiðlum er því miður í fullkominni andstöðu við slík gildi. Sem samfélag eigum við að hafna slíkri orðræðu,“ segir Katrín jafnframt en færslu hennar má sjá hér fyrir neðan. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Forsætisráðherra er ekki viðriðinn málið í þetta skiptið, hún er nefnilega kona“ Norska ríkisútvarpið fjallar um Klaustursupptökurnar í dag. 30. nóvember 2018 07:30 Ekki annarra að draga lærdóm af þessu „viðurstyggilega samkvæmi“ Þeir hafa ekki litið í spegil lengi sjálfir, segir Inga Sæland. 30. nóvember 2018 07:00 Inga hefur ekkert heyrt í Ólafi eða Karli Gauta Stjórn Flokks fólksins skoraði í gær á tvo þingmenn flokksins að segja af sér sem þingmenn og láta af öðrum trúnaðarstörfum. 30. nóvember 2018 08:49 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að mikilvægt sé að Alþingi fari yfir Klausturmálið og grípi til aðgerða vegna þess. Þetta kemur fram á Facebook-síðu ráðherrans þar sem hún leggur út af fréttaflutningi síðastliðinna tvo daga af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar, en samtalið náðist á upptöku. Á upptökunni heyrast þingmennirnir tala á afar niðrandi um ýmsa samstarfsmenn sína sem og aðra, og ekki hvað síst um konur. Katrín segir að samræður þingmannanna séu uppfullar af fordómum, kvenfyrirlitningu og óheilbrigðum viðhorfum til stjórnmála. „Þau orð sem komu úr munni þingmannana eru ótrúleg og dapurleg. Ég hélt satt að segja að við værum komin lengra á veg í raunverulegri viðhorfsbreytingu, núna ári eftir #églíka-byltinguna. Forsætisnefnd Alþingis mun fara yfir málið. Það er mikilvægt að Alþingi fari vel yfir málið og grípi til aðgerða. Það er samt ekki nóg því við sem samfélag þurfum að taka sameiginlega á því meini sem svona orðræða skapar; þeim ótta og þeirri vanlíðan sem hún veldur,“ segir Katrín í færslunni en fer ekki frekar yfir það til hvaða aðgerða Alþingi eigi að grípa vegna málsins. „Nú þegar við fögnum hundrað ára afmæli fullveldisins eigum við að hugsa um þau gildi sem við viljum hafa að leiðarljósi í samfélagi okkar. Þar hljótum við að vilja að hafa gildi á borð við jafnrétti og virðingu í hávegum. Sú orðræða sem við höfum lesið um í fjölmiðlum er því miður í fullkominni andstöðu við slík gildi. Sem samfélag eigum við að hafna slíkri orðræðu,“ segir Katrín jafnframt en færslu hennar má sjá hér fyrir neðan.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Forsætisráðherra er ekki viðriðinn málið í þetta skiptið, hún er nefnilega kona“ Norska ríkisútvarpið fjallar um Klaustursupptökurnar í dag. 30. nóvember 2018 07:30 Ekki annarra að draga lærdóm af þessu „viðurstyggilega samkvæmi“ Þeir hafa ekki litið í spegil lengi sjálfir, segir Inga Sæland. 30. nóvember 2018 07:00 Inga hefur ekkert heyrt í Ólafi eða Karli Gauta Stjórn Flokks fólksins skoraði í gær á tvo þingmenn flokksins að segja af sér sem þingmenn og láta af öðrum trúnaðarstörfum. 30. nóvember 2018 08:49 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Sjá meira
„Forsætisráðherra er ekki viðriðinn málið í þetta skiptið, hún er nefnilega kona“ Norska ríkisútvarpið fjallar um Klaustursupptökurnar í dag. 30. nóvember 2018 07:30
Ekki annarra að draga lærdóm af þessu „viðurstyggilega samkvæmi“ Þeir hafa ekki litið í spegil lengi sjálfir, segir Inga Sæland. 30. nóvember 2018 07:00
Inga hefur ekkert heyrt í Ólafi eða Karli Gauta Stjórn Flokks fólksins skoraði í gær á tvo þingmenn flokksins að segja af sér sem þingmenn og láta af öðrum trúnaðarstörfum. 30. nóvember 2018 08:49