Karl Gauti og Ólafur reknir úr Flokki fólksins Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 30. nóvember 2018 16:43 Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, eru ekki lengur þingmenn Flokks fólksins. vísir/vilhelm Stjórn Flokks Fólksins hefur tekið þá ákvörðun að reka Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson úr Flokki fólksins. Þetta staðfestir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi flokksins og stjórnarmaður, í samtali við fréttastofu. Karl Gauti og Ólafur voru á fundi með fjórum þingmönnum Miðflokksins á Klaustri eins og frægt er orðið. Greidd voru atkvæði um tillöguna og voru átta fylgjandi en einn á móti. Stjórn flokksins settist niður til fundar klukkan 14 en þar var einmitt til umræðu hvort vísa skyldi þeim Karli Gauta og Ólafi úr flokknum. Til þess er heimild í samþykktum flokksins en þar segir: „Sé félagsmaður staðinn að því, að vinna gegn meginmarkmiðum og hagsmunum Flokks fólksins, skal hann sviptur félagsaðild og skal það gert á stjórnarfundi með auknum meirihluta atkvæða og félagsmanni tilkynnt það formlega.“Ætla ekki að segja af sér Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður flokksins, sagði að þingmennirnir yrðu að eiga það við sína samvisku hvort þeir ætluðu að vera áfram á þingi. „Það eru auðvitað engin efni til þess að ég segi af mér þingmennsku,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi fyrr í dag. Hafði honum þá borist áskorun stjórnar Flokks fólksins að segja af sér. Hann væri ekki á leiðinni úr flokknum og vildi leggja sig fram við að flokkurinn fyndi leið til að starfa saman að þeim málefnum sem þau hefðu verið kosin til að gera. Karl Gauti var ekki síður afdráttarlaus í samtali við Vísi í gær. „Ég er ekki á leiðinni út,“ sagði hann.Vísar því á bug að ekki hafi verið staðið rétt að stjórnarfundunum „Þeir eru ekki í flokknum lengur og taka ekki þátt í trúnaðarstörfum flokksins,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður Flokks fólksins, í samtali við Vísi. Þetta þýðir að þingmenn Flokks fólksins fara úr fjórum í tvo en Ólafur og Karl Gauti verða þá þingmenn utan flokka. Þeir hafa báðir haldið því fram að ekki hafi verið boðað til stjórnarfundanna í dag og í gær með löglegum hætti og í samræmi við samþykktir flokksins. Guðmundur Ingi vísar þessu á bug og segir að farið hafi verið eftir lögum og reglum flokksins. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45 Ræða hvort vísa skuli Karli Gauta og Ólafi úr flokknum Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður og þingmaður Flokks fólksins, segir að þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, þingmenn flokksins, eigi að segja af sér. 30. nóvember 2018 14:48 Inga hefur ekkert heyrt í Ólafi eða Karli Gauta Stjórn Flokks fólksins skoraði í gær á tvo þingmenn flokksins að segja af sér sem þingmenn og láta af öðrum trúnaðarstörfum. 30. nóvember 2018 08:49 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Stjórn Flokks Fólksins hefur tekið þá ákvörðun að reka Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson úr Flokki fólksins. Þetta staðfestir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi flokksins og stjórnarmaður, í samtali við fréttastofu. Karl Gauti og Ólafur voru á fundi með fjórum þingmönnum Miðflokksins á Klaustri eins og frægt er orðið. Greidd voru atkvæði um tillöguna og voru átta fylgjandi en einn á móti. Stjórn flokksins settist niður til fundar klukkan 14 en þar var einmitt til umræðu hvort vísa skyldi þeim Karli Gauta og Ólafi úr flokknum. Til þess er heimild í samþykktum flokksins en þar segir: „Sé félagsmaður staðinn að því, að vinna gegn meginmarkmiðum og hagsmunum Flokks fólksins, skal hann sviptur félagsaðild og skal það gert á stjórnarfundi með auknum meirihluta atkvæða og félagsmanni tilkynnt það formlega.“Ætla ekki að segja af sér Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður flokksins, sagði að þingmennirnir yrðu að eiga það við sína samvisku hvort þeir ætluðu að vera áfram á þingi. „Það eru auðvitað engin efni til þess að ég segi af mér þingmennsku,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi fyrr í dag. Hafði honum þá borist áskorun stjórnar Flokks fólksins að segja af sér. Hann væri ekki á leiðinni úr flokknum og vildi leggja sig fram við að flokkurinn fyndi leið til að starfa saman að þeim málefnum sem þau hefðu verið kosin til að gera. Karl Gauti var ekki síður afdráttarlaus í samtali við Vísi í gær. „Ég er ekki á leiðinni út,“ sagði hann.Vísar því á bug að ekki hafi verið staðið rétt að stjórnarfundunum „Þeir eru ekki í flokknum lengur og taka ekki þátt í trúnaðarstörfum flokksins,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður Flokks fólksins, í samtali við Vísi. Þetta þýðir að þingmenn Flokks fólksins fara úr fjórum í tvo en Ólafur og Karl Gauti verða þá þingmenn utan flokka. Þeir hafa báðir haldið því fram að ekki hafi verið boðað til stjórnarfundanna í dag og í gær með löglegum hætti og í samræmi við samþykktir flokksins. Guðmundur Ingi vísar þessu á bug og segir að farið hafi verið eftir lögum og reglum flokksins.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45 Ræða hvort vísa skuli Karli Gauta og Ólafi úr flokknum Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður og þingmaður Flokks fólksins, segir að þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, þingmenn flokksins, eigi að segja af sér. 30. nóvember 2018 14:48 Inga hefur ekkert heyrt í Ólafi eða Karli Gauta Stjórn Flokks fólksins skoraði í gær á tvo þingmenn flokksins að segja af sér sem þingmenn og láta af öðrum trúnaðarstörfum. 30. nóvember 2018 08:49 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45
Ræða hvort vísa skuli Karli Gauta og Ólafi úr flokknum Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður og þingmaður Flokks fólksins, segir að þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, þingmenn flokksins, eigi að segja af sér. 30. nóvember 2018 14:48
Inga hefur ekkert heyrt í Ólafi eða Karli Gauta Stjórn Flokks fólksins skoraði í gær á tvo þingmenn flokksins að segja af sér sem þingmenn og láta af öðrum trúnaðarstörfum. 30. nóvember 2018 08:49