Lífið

„Væri hægt að sýna annálinn þegar Skaupið á að vera“

Sylvía Hall skrifar
Höfundar Skaupsins á hálfgerðum krísufundi fyrr í dag.
Höfundar Skaupsins á hálfgerðum krísufundi fyrr í dag. Instagram
Arnór Pálmi Arnarson, leikstjóri og einn handritshöfunda Skaupsins í ár, segir hinar frægu upptökur af samtali þingmanna á Klaustur Bar koma á óheppilegum tíma. Upptökur á Skaupinu séu komnar vel á veg en nú þurfi að taka atburði síðustu daga til skoðunar.

Sjá einnig: Krísufundur hjá handritshöfundum Skaupsins

„Það hefði verið þægilegra fyrir mig að vera að fara klára tökur í næstu viku og klippa þetta saman og búa til Skaup en nú erum við allt í einu kominn þá stöðu að hugsa hvort við ætlum að taka þetta fyrir í Skaupinu og þá hvernig við ætlum að gera það,“ segir Arnór Pálmi í samtali við Vísi. 

Undirbúningsvinna fyrir Skaupið hófst í ágúst og hefur ferlið gengið vel að sögn Arnórs Pálma. Verið sé að leggja lokahönd á verkefnið og því hafi ekki verið mikið svigrúm fyrir breytingar en miðað við umfang þessa máls hafi ekki verið annað hægt en að taka stöðuna og ræða málið. 



Hann segir atburðarás síðustu daga hafa komið handritshöfundum verulega óvart líkt og þorra þjóðarinnar og nú sé í þeirra höndum að sjá hvort hægt sé að spegla þetta allt saman á spaugilegan hátt. Miðað við það sem fram hefur komið væri hægt að sýna fréttaannálinn þegar Skaupið ætti að vera. „Það væri bara gott grín.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×