Lagður af stað til að kanna möguleikann á því að flytja Kristin og Þorstein heim Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. nóvember 2018 11:40 Þorsteinn, hér til til vinstri og Kristinn, til hægri. Mynd/Torfi Hjaltason Leifur Örn Svavarsson hjá Íslenskum fjallaleiðsögum, er lagður af stað til Nepal að rótum fjallsins Pumari til þess að kanna möguleikann á því hvort hægt sé að flytja lík fjallgöngumannanna Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, heim til Íslands. Kristinn og Þorsteinn fórust á fjallinu í október árið 1988.Greint var frá því fyrir skömmu að bandarískir fjallgöngumenn hafi fundið lík þeirra í hlíðum fjallsins. Fann hann skilríki í klæðnaði þeirra og kom skilaboðum þess efnis til Bretlands sem á endanum bárust til Íslands.Sjá einnig: „Þetta voru svo frábærir félagar manns“ Fjölskyldur Kristins og Þorsteins hafa sent frá sér tilkynningu til fjölmiðla þar sem fram kemur að þær hafi þekkst boð Leifs Arnar um að hann fari að þeim stað þar sem jarðneskar leifar þeirra fundust en talið er að þær séu staðsettar í 5.500 metra hæð yfir sjávarmáli.Pumo-Ri er 7161m hátt.Getty/ Heath HoldenStofna styrktarreikning til að styrkja leiðangurinn Í tilkynningunni segir að staðurinn sé talinn nægilega aðgengilegur þannig að Leifi og öðrum sé ekki hætta búin. Sem fyrr segir er Leifur þegar lagður af stað en hann mun kanna möguleikann á því að koma jarðneskum leifum þeirra til Katmandú, höfuðborgar Nepals. Takist það er gert ráð fyrir að fulltrúar aðstandenda Kristins og Þorsteins taki við og annist nauðsynlegar ráðstafanir til þess að undirbúa flutning þeirra heim til Íslands. Hafa borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins og alþjóðadeild og kennslanefnd ríkislögreglustjóra aðstoðað við skipulagningu. Þá segir einnig að vegna fyrirspurna um hvernig megi aðstoða hafi verið stofnaður styrktarreikningur í nafni Kristins Steinars Kristinssonar, sonar Kristins, í Arion banka þar sem styrkja megi för Leifs og annan undirbúning vegna flutninga á jarðneskum leifum Kristins og Þorsteins en upplýsingar um bankareikning má sjá hér að neðan.Styrktarreikningur: 0370-13-004559. Kennitala: 310389-2939. Tengdar fréttir Erfitt að sætta sig við hvarf fjallgöngufélaganna: „Þetta voru svo frábærir félagar manns“ Jón Geirsson, fjallgöngufélagi Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, segir að það hafi tekið langan tíma fyrir sig að sætta sig við að Kristinn og Þorsteinn hafi týnst á fjallinu Pumori í Himalaja-fjallgarðinum í Nepal árið 1988. 13. nóvember 2018 08:45 Segir fréttirnar af líkfundinum góðar en þungar Anna Lára Friðriksdóttir, göngufélagi þeirra Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar sem fórust í Nepal haustið 1988 segir gott að fá endi í sögu þeirra. 11. nóvember 2018 21:01 Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fleiri fréttir Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Sjá meira
Leifur Örn Svavarsson hjá Íslenskum fjallaleiðsögum, er lagður af stað til Nepal að rótum fjallsins Pumari til þess að kanna möguleikann á því hvort hægt sé að flytja lík fjallgöngumannanna Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, heim til Íslands. Kristinn og Þorsteinn fórust á fjallinu í október árið 1988.Greint var frá því fyrir skömmu að bandarískir fjallgöngumenn hafi fundið lík þeirra í hlíðum fjallsins. Fann hann skilríki í klæðnaði þeirra og kom skilaboðum þess efnis til Bretlands sem á endanum bárust til Íslands.Sjá einnig: „Þetta voru svo frábærir félagar manns“ Fjölskyldur Kristins og Þorsteins hafa sent frá sér tilkynningu til fjölmiðla þar sem fram kemur að þær hafi þekkst boð Leifs Arnar um að hann fari að þeim stað þar sem jarðneskar leifar þeirra fundust en talið er að þær séu staðsettar í 5.500 metra hæð yfir sjávarmáli.Pumo-Ri er 7161m hátt.Getty/ Heath HoldenStofna styrktarreikning til að styrkja leiðangurinn Í tilkynningunni segir að staðurinn sé talinn nægilega aðgengilegur þannig að Leifi og öðrum sé ekki hætta búin. Sem fyrr segir er Leifur þegar lagður af stað en hann mun kanna möguleikann á því að koma jarðneskum leifum þeirra til Katmandú, höfuðborgar Nepals. Takist það er gert ráð fyrir að fulltrúar aðstandenda Kristins og Þorsteins taki við og annist nauðsynlegar ráðstafanir til þess að undirbúa flutning þeirra heim til Íslands. Hafa borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins og alþjóðadeild og kennslanefnd ríkislögreglustjóra aðstoðað við skipulagningu. Þá segir einnig að vegna fyrirspurna um hvernig megi aðstoða hafi verið stofnaður styrktarreikningur í nafni Kristins Steinars Kristinssonar, sonar Kristins, í Arion banka þar sem styrkja megi för Leifs og annan undirbúning vegna flutninga á jarðneskum leifum Kristins og Þorsteins en upplýsingar um bankareikning má sjá hér að neðan.Styrktarreikningur: 0370-13-004559. Kennitala: 310389-2939.
Tengdar fréttir Erfitt að sætta sig við hvarf fjallgöngufélaganna: „Þetta voru svo frábærir félagar manns“ Jón Geirsson, fjallgöngufélagi Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, segir að það hafi tekið langan tíma fyrir sig að sætta sig við að Kristinn og Þorsteinn hafi týnst á fjallinu Pumori í Himalaja-fjallgarðinum í Nepal árið 1988. 13. nóvember 2018 08:45 Segir fréttirnar af líkfundinum góðar en þungar Anna Lára Friðriksdóttir, göngufélagi þeirra Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar sem fórust í Nepal haustið 1988 segir gott að fá endi í sögu þeirra. 11. nóvember 2018 21:01 Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fleiri fréttir Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Sjá meira
Erfitt að sætta sig við hvarf fjallgöngufélaganna: „Þetta voru svo frábærir félagar manns“ Jón Geirsson, fjallgöngufélagi Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, segir að það hafi tekið langan tíma fyrir sig að sætta sig við að Kristinn og Þorsteinn hafi týnst á fjallinu Pumori í Himalaja-fjallgarðinum í Nepal árið 1988. 13. nóvember 2018 08:45
Segir fréttirnar af líkfundinum góðar en þungar Anna Lára Friðriksdóttir, göngufélagi þeirra Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar sem fórust í Nepal haustið 1988 segir gott að fá endi í sögu þeirra. 11. nóvember 2018 21:01