Innlent

Lagður af stað til að kanna möguleikann á því að flytja Kristin og Þorstein heim

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þorsteinn, hér til til vinstri og Kristinn, til hægri.
Þorsteinn, hér til til vinstri og Kristinn, til hægri. Mynd/Torfi Hjaltason

Leifur Örn Svavarsson hjá Íslenskum fjallaleiðsögum, er lagður af stað til Nepal að rótum fjallsins Pumari til þess að kanna möguleikann á því hvort hægt sé að flytja lík fjallgöngumannanna Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, heim til Íslands. Kristinn og Þorsteinn fórust á fjallinu í október árið 1988.

Greint var frá því fyrir skömmu að bandarískir fjallgöngumenn hafi fundið lík þeirra í hlíðum fjallsins. Fann hann skilríki í klæðnaði þeirra og kom skilaboðum þess efnis til Bretlands sem á endanum bárust til Íslands.

Sjá einnig: „Þetta voru svo frábærir félagar manns“

Fjölskyldur Kristins og Þorsteins hafa sent frá sér tilkynningu til fjölmiðla þar sem fram kemur að þær hafi þekkst boð Leifs Arnar um að hann fari að þeim stað þar sem jarðneskar leifar þeirra fundust en talið er að þær séu staðsettar í 5.500 metra hæð yfir sjávarmáli.

Pumo-Ri er 7161m hátt. Getty/ Heath Holden

Stofna styrktarreikning til að styrkja leiðangurinn

Í tilkynningunni segir að staðurinn sé talinn nægilega aðgengilegur þannig að Leifi og öðrum sé ekki hætta búin. Sem fyrr segir er Leifur þegar lagður af stað en hann mun kanna möguleikann á því að koma jarðneskum leifum þeirra til Katmandú, höfuðborgar Nepals.

Takist það er gert ráð fyrir að fulltrúar aðstandenda Kristins og Þorsteins taki við og annist nauðsynlegar ráðstafanir til þess að undirbúa flutning þeirra heim til Íslands. Hafa borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins og alþjóðadeild og kennslanefnd ríkislögreglustjóra aðstoðað við skipulagningu.

Þá segir einnig að vegna fyrirspurna um hvernig megi aðstoða hafi verið stofnaður styrktarreikningur í nafni Kristins Steinars Kristinssonar, sonar Kristins, í Arion banka þar sem styrkja megi för Leifs og annan undirbúning vegna flutninga á jarðneskum leifum Kristins og Þorsteins en upplýsingar um bankareikning má sjá hér að neðan.

Styrktarreikningur: 0370-13-004559.
Kennitala: 310389-2939.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.