Erfitt að sætta sig við hvarf fjallgöngufélaganna: „Þetta voru svo frábærir félagar manns“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. nóvember 2018 08:45 Þorsteinn, hér til til vinstri og Kristinn, til hægri. Mynd/Torfi Hjaltason Jón Geirsson, fjallgöngufélagi Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, segir að það hafi tekið langan tíma fyrir sig að sætta sig við að Kristinn og Þorsteinn hafi týnst á fjallinu Pumori í Himalaja-fjallgarðinum í Nepal árið 1988. Hann hafi í langan tíma vonað, eftir að þeir týndust, að þeir myndu banka uppi hjá sér.Greint var frá því um helgina að bandarískur fjallgöngumaður hafi gengið fram á lík Kristins og Þorsteins sem týndust á fjallinu fyrir um 30 árum. Jón var með þeim í för og ætlaði að ganga upp á fjallið en þurfti frá að hverfa eftir að hann slasaðist í undirbúningi fyrir uppgönguna.Jón ræddi við Kastljós á RÚV í gær um aðdraganda ferðarinnar, aðstæður á fjallinu, vinskap þeirra félaga og söknuðinn sem fylgdi eftir að Kristinn og Þorsteinn hurfu.„Það urðu svolitlar breytingar strax þegar við komum að fjallinu vegna þess að það voru leiðangrar sem voru byrjaðir að fara leiðina sem við ætluðum að fara upp þannig að við breyttum áætlun okkar og ákváðum að fara upp eftir nýrri leið, á vesturvegg fjallsins,“ sagði Jón en bætti við að sú leið væri talin erfiðari en hin hefðbundna leið sem iðulega er farin. Forsíða Morgunblaðsins, 26. október 1988Ætlaði með þeim upp á topp en þurfti frá að hverfa vegna rifbeinsbrots Því hafi þeir þurft að finna leið til þess að komast að rótum vesturhlíðar fjallsins. Finna þurfti leið í gegnum skriðjökul og fara yfir torfært land til þess að komast upp að fjallshlíðinni.„Ég og Kristinn byrjum á að gera það. Við lentum í smá vandræðum í uppgöngunni. Við þurfum að koma niður á annan stað þegar við komum til baka. Við þurftum að síga niður og ég datt ofan í sprungu og við það högg rifbeinsbrotnaði ég,“ sagði Jón.Eftir það fór Jón niður til þess að komast á læknisstofu þar sem honum var sagt að það væri lítið sem væri hægt að gera fyrir hann. Því ákvað hann að snúa aftur til Íslands þar sem erfitt gæti reynst fyrir hann að klífa fjallið með brotin rifbein. Daginn eftir að Jón fór heim lögðu Þorsteinn og Kristinn af stað upp fjallið.Spurningin sem aldrei hefur fengist svar viðMeð þremenningunum hafði fjórði maðurinn verið með í för, Breti að nafni Steve og segir Jón að eftir að Þorsteinn og Kristinn týndust hafi hann sagst hafa séð þá uppi á fjallinu úr grunnbúðunum þegar þeir voru komnir yfir mestu erfiðleikana. Einnig hafi komið í ljós að hópur Ástrala hafi séð til þeirra rétt við toppinn. Því sé gengið út frá því að þeir hafi komist upp á tind hins 7.161 metra háa fjalls.„Spurning sem við höfum aldrei fengið svör við er hvað skeði eftir það? Okkar áætlun var alltaf að fara sömu leið niður. Siga niður alla þessa, þetta er í rauninni 900 metra langur ísveggur eða brekka,“ sagði Jón sem vill ekki bollaleggja mikið um það hvað hafi komið fyrir á leiðinni niður.„Manni þótti mest líklegast að eitthvað hafi komið fyrir á leiðinni niður. Þeir eru að siga niður mörg sig í bröttu landslagi. Það er tiltölulega flókið og það getur strax orðið erfitt. Maður var farinn að ímynda sér að eitthvað hafi komið fyrir þar og þeir hafi hrapað niður,“ sagði Jón. Pumo-Ri er 7161m hátt.Getty/ Heath HoldenVonaði í lengri tíma eftir hvarfið að þeir myndu koma í heimsókn Hann segir að þeir Þorsteinn og Kristinn hafi verið þaulvanir ferðamenn og þremenningarnir hafi í sameiningu klifrað upp á mörg krefjandi fjöll í sameiningu, meðal annars í evrópsku Ölpunum og í Perú.Í viðtalinu sagði Jón að það hafi tekið langan tíma að samþykkja að þeir Þorsteinn og Kristinn hafi látist á fjallinu.„Það var aldrei neitt ljóst fyrir mér. Ég var í langan langan tíma að samþykkja það. Maður var alltaf að ímynda sér allavega hluti, í marga mánuði á eftir. Þegar ekki er búið að finna lík er maður alltaf að leita. Það er það sem er búið að vera erfitt, það er búið að hafa á mann, vegna þess að þetta voru svo frábærir félagar manns og maður missti svo mikið. Og auðvitað fjölskyldan, Kristinn sem hefur aldrei séð pabba sinn,“ en nokkrum mánuðum eftir að þeir týndust fæddist sonur Kristins.Þá segir Jón að honum sé oft hugsað til félaga sinna þegar hann gangi á fjöll enda hafi missirinn verið mikill.„Þegar maður er mikið á fjöllum er maður alltaf að hugsa, kannski ekki bara um hvað skeið, heldur bara hvað þetta væri mikill missir að missa svona góða félaga. Þetta voru frábærir félagar. Sniðugir og bara heilir og góðir strákar,“ segir Jón.Það séu einnig blendar tilfinningar að fá fregnir af því að lík þeirra hafi fundist.„Bæði svolítið léttir að vita nú að það sé búið að finna þá. Nú getur maður kannski aðeins nálgast það sem hafi gerst. En á sama tíma eru þetta erfiðar fréttir. Manni er steypt niður í þetta aftur. Þetta eru samt góðar fréttir. Auðvitað er maður ekki að vona að þeir komi í heimsókn á morgun en það var í langan tíma þannig. Maður var ekki búinn að sætta sig við að þeir væru ekki til lengur.“ Nepal Tengdar fréttir Segir fréttirnar af líkfundinum góðar en þungar Anna Lára Friðriksdóttir, göngufélagi þeirra Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar sem fórust í Nepal haustið 1988 segir gott að fá endi í sögu þeirra. 11. nóvember 2018 21:01 Lík Kristins og Þorsteins fundust í Himalayafjöllum Allt bendir til þess að líka tveggja íslenskra fjallgöngumanna, sem hugðust toppa Pumo Ri í Himalayafjöllum í Nepal árið 1988, séu fundin nú þrjátíu árum síðar. 11. nóvember 2018 20:07 Líkfundur í Himalajafjöllum ekki kominn í formlegt ferli Samkvæmt upplýsingum frá bæði alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra og Sveini H. Guðmarssyni, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, hefur íslenska ríkinu ekki borist formlegt erindi varðandi tvö lík sem fundust í Himalajafjöllum. 13. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Jón Geirsson, fjallgöngufélagi Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, segir að það hafi tekið langan tíma fyrir sig að sætta sig við að Kristinn og Þorsteinn hafi týnst á fjallinu Pumori í Himalaja-fjallgarðinum í Nepal árið 1988. Hann hafi í langan tíma vonað, eftir að þeir týndust, að þeir myndu banka uppi hjá sér.Greint var frá því um helgina að bandarískur fjallgöngumaður hafi gengið fram á lík Kristins og Þorsteins sem týndust á fjallinu fyrir um 30 árum. Jón var með þeim í för og ætlaði að ganga upp á fjallið en þurfti frá að hverfa eftir að hann slasaðist í undirbúningi fyrir uppgönguna.Jón ræddi við Kastljós á RÚV í gær um aðdraganda ferðarinnar, aðstæður á fjallinu, vinskap þeirra félaga og söknuðinn sem fylgdi eftir að Kristinn og Þorsteinn hurfu.„Það urðu svolitlar breytingar strax þegar við komum að fjallinu vegna þess að það voru leiðangrar sem voru byrjaðir að fara leiðina sem við ætluðum að fara upp þannig að við breyttum áætlun okkar og ákváðum að fara upp eftir nýrri leið, á vesturvegg fjallsins,“ sagði Jón en bætti við að sú leið væri talin erfiðari en hin hefðbundna leið sem iðulega er farin. Forsíða Morgunblaðsins, 26. október 1988Ætlaði með þeim upp á topp en þurfti frá að hverfa vegna rifbeinsbrots Því hafi þeir þurft að finna leið til þess að komast að rótum vesturhlíðar fjallsins. Finna þurfti leið í gegnum skriðjökul og fara yfir torfært land til þess að komast upp að fjallshlíðinni.„Ég og Kristinn byrjum á að gera það. Við lentum í smá vandræðum í uppgöngunni. Við þurfum að koma niður á annan stað þegar við komum til baka. Við þurftum að síga niður og ég datt ofan í sprungu og við það högg rifbeinsbrotnaði ég,“ sagði Jón.Eftir það fór Jón niður til þess að komast á læknisstofu þar sem honum var sagt að það væri lítið sem væri hægt að gera fyrir hann. Því ákvað hann að snúa aftur til Íslands þar sem erfitt gæti reynst fyrir hann að klífa fjallið með brotin rifbein. Daginn eftir að Jón fór heim lögðu Þorsteinn og Kristinn af stað upp fjallið.Spurningin sem aldrei hefur fengist svar viðMeð þremenningunum hafði fjórði maðurinn verið með í för, Breti að nafni Steve og segir Jón að eftir að Þorsteinn og Kristinn týndust hafi hann sagst hafa séð þá uppi á fjallinu úr grunnbúðunum þegar þeir voru komnir yfir mestu erfiðleikana. Einnig hafi komið í ljós að hópur Ástrala hafi séð til þeirra rétt við toppinn. Því sé gengið út frá því að þeir hafi komist upp á tind hins 7.161 metra háa fjalls.„Spurning sem við höfum aldrei fengið svör við er hvað skeði eftir það? Okkar áætlun var alltaf að fara sömu leið niður. Siga niður alla þessa, þetta er í rauninni 900 metra langur ísveggur eða brekka,“ sagði Jón sem vill ekki bollaleggja mikið um það hvað hafi komið fyrir á leiðinni niður.„Manni þótti mest líklegast að eitthvað hafi komið fyrir á leiðinni niður. Þeir eru að siga niður mörg sig í bröttu landslagi. Það er tiltölulega flókið og það getur strax orðið erfitt. Maður var farinn að ímynda sér að eitthvað hafi komið fyrir þar og þeir hafi hrapað niður,“ sagði Jón. Pumo-Ri er 7161m hátt.Getty/ Heath HoldenVonaði í lengri tíma eftir hvarfið að þeir myndu koma í heimsókn Hann segir að þeir Þorsteinn og Kristinn hafi verið þaulvanir ferðamenn og þremenningarnir hafi í sameiningu klifrað upp á mörg krefjandi fjöll í sameiningu, meðal annars í evrópsku Ölpunum og í Perú.Í viðtalinu sagði Jón að það hafi tekið langan tíma að samþykkja að þeir Þorsteinn og Kristinn hafi látist á fjallinu.„Það var aldrei neitt ljóst fyrir mér. Ég var í langan langan tíma að samþykkja það. Maður var alltaf að ímynda sér allavega hluti, í marga mánuði á eftir. Þegar ekki er búið að finna lík er maður alltaf að leita. Það er það sem er búið að vera erfitt, það er búið að hafa á mann, vegna þess að þetta voru svo frábærir félagar manns og maður missti svo mikið. Og auðvitað fjölskyldan, Kristinn sem hefur aldrei séð pabba sinn,“ en nokkrum mánuðum eftir að þeir týndust fæddist sonur Kristins.Þá segir Jón að honum sé oft hugsað til félaga sinna þegar hann gangi á fjöll enda hafi missirinn verið mikill.„Þegar maður er mikið á fjöllum er maður alltaf að hugsa, kannski ekki bara um hvað skeið, heldur bara hvað þetta væri mikill missir að missa svona góða félaga. Þetta voru frábærir félagar. Sniðugir og bara heilir og góðir strákar,“ segir Jón.Það séu einnig blendar tilfinningar að fá fregnir af því að lík þeirra hafi fundist.„Bæði svolítið léttir að vita nú að það sé búið að finna þá. Nú getur maður kannski aðeins nálgast það sem hafi gerst. En á sama tíma eru þetta erfiðar fréttir. Manni er steypt niður í þetta aftur. Þetta eru samt góðar fréttir. Auðvitað er maður ekki að vona að þeir komi í heimsókn á morgun en það var í langan tíma þannig. Maður var ekki búinn að sætta sig við að þeir væru ekki til lengur.“
Nepal Tengdar fréttir Segir fréttirnar af líkfundinum góðar en þungar Anna Lára Friðriksdóttir, göngufélagi þeirra Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar sem fórust í Nepal haustið 1988 segir gott að fá endi í sögu þeirra. 11. nóvember 2018 21:01 Lík Kristins og Þorsteins fundust í Himalayafjöllum Allt bendir til þess að líka tveggja íslenskra fjallgöngumanna, sem hugðust toppa Pumo Ri í Himalayafjöllum í Nepal árið 1988, séu fundin nú þrjátíu árum síðar. 11. nóvember 2018 20:07 Líkfundur í Himalajafjöllum ekki kominn í formlegt ferli Samkvæmt upplýsingum frá bæði alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra og Sveini H. Guðmarssyni, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, hefur íslenska ríkinu ekki borist formlegt erindi varðandi tvö lík sem fundust í Himalajafjöllum. 13. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Segir fréttirnar af líkfundinum góðar en þungar Anna Lára Friðriksdóttir, göngufélagi þeirra Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar sem fórust í Nepal haustið 1988 segir gott að fá endi í sögu þeirra. 11. nóvember 2018 21:01
Lík Kristins og Þorsteins fundust í Himalayafjöllum Allt bendir til þess að líka tveggja íslenskra fjallgöngumanna, sem hugðust toppa Pumo Ri í Himalayafjöllum í Nepal árið 1988, séu fundin nú þrjátíu árum síðar. 11. nóvember 2018 20:07
Líkfundur í Himalajafjöllum ekki kominn í formlegt ferli Samkvæmt upplýsingum frá bæði alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra og Sveini H. Guðmarssyni, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, hefur íslenska ríkinu ekki borist formlegt erindi varðandi tvö lík sem fundust í Himalajafjöllum. 13. nóvember 2018 07:00