Lagður af stað til að kanna möguleikann á því að flytja Kristin og Þorstein heim Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. nóvember 2018 11:40 Þorsteinn, hér til til vinstri og Kristinn, til hægri. Mynd/Torfi Hjaltason Leifur Örn Svavarsson hjá Íslenskum fjallaleiðsögum, er lagður af stað til Nepal að rótum fjallsins Pumari til þess að kanna möguleikann á því hvort hægt sé að flytja lík fjallgöngumannanna Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, heim til Íslands. Kristinn og Þorsteinn fórust á fjallinu í október árið 1988.Greint var frá því fyrir skömmu að bandarískir fjallgöngumenn hafi fundið lík þeirra í hlíðum fjallsins. Fann hann skilríki í klæðnaði þeirra og kom skilaboðum þess efnis til Bretlands sem á endanum bárust til Íslands.Sjá einnig: „Þetta voru svo frábærir félagar manns“ Fjölskyldur Kristins og Þorsteins hafa sent frá sér tilkynningu til fjölmiðla þar sem fram kemur að þær hafi þekkst boð Leifs Arnar um að hann fari að þeim stað þar sem jarðneskar leifar þeirra fundust en talið er að þær séu staðsettar í 5.500 metra hæð yfir sjávarmáli.Pumo-Ri er 7161m hátt.Getty/ Heath HoldenStofna styrktarreikning til að styrkja leiðangurinn Í tilkynningunni segir að staðurinn sé talinn nægilega aðgengilegur þannig að Leifi og öðrum sé ekki hætta búin. Sem fyrr segir er Leifur þegar lagður af stað en hann mun kanna möguleikann á því að koma jarðneskum leifum þeirra til Katmandú, höfuðborgar Nepals. Takist það er gert ráð fyrir að fulltrúar aðstandenda Kristins og Þorsteins taki við og annist nauðsynlegar ráðstafanir til þess að undirbúa flutning þeirra heim til Íslands. Hafa borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins og alþjóðadeild og kennslanefnd ríkislögreglustjóra aðstoðað við skipulagningu. Þá segir einnig að vegna fyrirspurna um hvernig megi aðstoða hafi verið stofnaður styrktarreikningur í nafni Kristins Steinars Kristinssonar, sonar Kristins, í Arion banka þar sem styrkja megi för Leifs og annan undirbúning vegna flutninga á jarðneskum leifum Kristins og Þorsteins en upplýsingar um bankareikning má sjá hér að neðan.Styrktarreikningur: 0370-13-004559. Kennitala: 310389-2939. Tengdar fréttir Erfitt að sætta sig við hvarf fjallgöngufélaganna: „Þetta voru svo frábærir félagar manns“ Jón Geirsson, fjallgöngufélagi Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, segir að það hafi tekið langan tíma fyrir sig að sætta sig við að Kristinn og Þorsteinn hafi týnst á fjallinu Pumori í Himalaja-fjallgarðinum í Nepal árið 1988. 13. nóvember 2018 08:45 Segir fréttirnar af líkfundinum góðar en þungar Anna Lára Friðriksdóttir, göngufélagi þeirra Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar sem fórust í Nepal haustið 1988 segir gott að fá endi í sögu þeirra. 11. nóvember 2018 21:01 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira
Leifur Örn Svavarsson hjá Íslenskum fjallaleiðsögum, er lagður af stað til Nepal að rótum fjallsins Pumari til þess að kanna möguleikann á því hvort hægt sé að flytja lík fjallgöngumannanna Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, heim til Íslands. Kristinn og Þorsteinn fórust á fjallinu í október árið 1988.Greint var frá því fyrir skömmu að bandarískir fjallgöngumenn hafi fundið lík þeirra í hlíðum fjallsins. Fann hann skilríki í klæðnaði þeirra og kom skilaboðum þess efnis til Bretlands sem á endanum bárust til Íslands.Sjá einnig: „Þetta voru svo frábærir félagar manns“ Fjölskyldur Kristins og Þorsteins hafa sent frá sér tilkynningu til fjölmiðla þar sem fram kemur að þær hafi þekkst boð Leifs Arnar um að hann fari að þeim stað þar sem jarðneskar leifar þeirra fundust en talið er að þær séu staðsettar í 5.500 metra hæð yfir sjávarmáli.Pumo-Ri er 7161m hátt.Getty/ Heath HoldenStofna styrktarreikning til að styrkja leiðangurinn Í tilkynningunni segir að staðurinn sé talinn nægilega aðgengilegur þannig að Leifi og öðrum sé ekki hætta búin. Sem fyrr segir er Leifur þegar lagður af stað en hann mun kanna möguleikann á því að koma jarðneskum leifum þeirra til Katmandú, höfuðborgar Nepals. Takist það er gert ráð fyrir að fulltrúar aðstandenda Kristins og Þorsteins taki við og annist nauðsynlegar ráðstafanir til þess að undirbúa flutning þeirra heim til Íslands. Hafa borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins og alþjóðadeild og kennslanefnd ríkislögreglustjóra aðstoðað við skipulagningu. Þá segir einnig að vegna fyrirspurna um hvernig megi aðstoða hafi verið stofnaður styrktarreikningur í nafni Kristins Steinars Kristinssonar, sonar Kristins, í Arion banka þar sem styrkja megi för Leifs og annan undirbúning vegna flutninga á jarðneskum leifum Kristins og Þorsteins en upplýsingar um bankareikning má sjá hér að neðan.Styrktarreikningur: 0370-13-004559. Kennitala: 310389-2939.
Tengdar fréttir Erfitt að sætta sig við hvarf fjallgöngufélaganna: „Þetta voru svo frábærir félagar manns“ Jón Geirsson, fjallgöngufélagi Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, segir að það hafi tekið langan tíma fyrir sig að sætta sig við að Kristinn og Þorsteinn hafi týnst á fjallinu Pumori í Himalaja-fjallgarðinum í Nepal árið 1988. 13. nóvember 2018 08:45 Segir fréttirnar af líkfundinum góðar en þungar Anna Lára Friðriksdóttir, göngufélagi þeirra Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar sem fórust í Nepal haustið 1988 segir gott að fá endi í sögu þeirra. 11. nóvember 2018 21:01 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira
Erfitt að sætta sig við hvarf fjallgöngufélaganna: „Þetta voru svo frábærir félagar manns“ Jón Geirsson, fjallgöngufélagi Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, segir að það hafi tekið langan tíma fyrir sig að sætta sig við að Kristinn og Þorsteinn hafi týnst á fjallinu Pumori í Himalaja-fjallgarðinum í Nepal árið 1988. 13. nóvember 2018 08:45
Segir fréttirnar af líkfundinum góðar en þungar Anna Lára Friðriksdóttir, göngufélagi þeirra Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar sem fórust í Nepal haustið 1988 segir gott að fá endi í sögu þeirra. 11. nóvember 2018 21:01