Lagður af stað til að kanna möguleikann á því að flytja Kristin og Þorstein heim Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. nóvember 2018 11:40 Þorsteinn, hér til til vinstri og Kristinn, til hægri. Mynd/Torfi Hjaltason Leifur Örn Svavarsson hjá Íslenskum fjallaleiðsögum, er lagður af stað til Nepal að rótum fjallsins Pumari til þess að kanna möguleikann á því hvort hægt sé að flytja lík fjallgöngumannanna Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, heim til Íslands. Kristinn og Þorsteinn fórust á fjallinu í október árið 1988.Greint var frá því fyrir skömmu að bandarískir fjallgöngumenn hafi fundið lík þeirra í hlíðum fjallsins. Fann hann skilríki í klæðnaði þeirra og kom skilaboðum þess efnis til Bretlands sem á endanum bárust til Íslands.Sjá einnig: „Þetta voru svo frábærir félagar manns“ Fjölskyldur Kristins og Þorsteins hafa sent frá sér tilkynningu til fjölmiðla þar sem fram kemur að þær hafi þekkst boð Leifs Arnar um að hann fari að þeim stað þar sem jarðneskar leifar þeirra fundust en talið er að þær séu staðsettar í 5.500 metra hæð yfir sjávarmáli.Pumo-Ri er 7161m hátt.Getty/ Heath HoldenStofna styrktarreikning til að styrkja leiðangurinn Í tilkynningunni segir að staðurinn sé talinn nægilega aðgengilegur þannig að Leifi og öðrum sé ekki hætta búin. Sem fyrr segir er Leifur þegar lagður af stað en hann mun kanna möguleikann á því að koma jarðneskum leifum þeirra til Katmandú, höfuðborgar Nepals. Takist það er gert ráð fyrir að fulltrúar aðstandenda Kristins og Þorsteins taki við og annist nauðsynlegar ráðstafanir til þess að undirbúa flutning þeirra heim til Íslands. Hafa borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins og alþjóðadeild og kennslanefnd ríkislögreglustjóra aðstoðað við skipulagningu. Þá segir einnig að vegna fyrirspurna um hvernig megi aðstoða hafi verið stofnaður styrktarreikningur í nafni Kristins Steinars Kristinssonar, sonar Kristins, í Arion banka þar sem styrkja megi för Leifs og annan undirbúning vegna flutninga á jarðneskum leifum Kristins og Þorsteins en upplýsingar um bankareikning má sjá hér að neðan.Styrktarreikningur: 0370-13-004559. Kennitala: 310389-2939. Tengdar fréttir Erfitt að sætta sig við hvarf fjallgöngufélaganna: „Þetta voru svo frábærir félagar manns“ Jón Geirsson, fjallgöngufélagi Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, segir að það hafi tekið langan tíma fyrir sig að sætta sig við að Kristinn og Þorsteinn hafi týnst á fjallinu Pumori í Himalaja-fjallgarðinum í Nepal árið 1988. 13. nóvember 2018 08:45 Segir fréttirnar af líkfundinum góðar en þungar Anna Lára Friðriksdóttir, göngufélagi þeirra Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar sem fórust í Nepal haustið 1988 segir gott að fá endi í sögu þeirra. 11. nóvember 2018 21:01 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Leifur Örn Svavarsson hjá Íslenskum fjallaleiðsögum, er lagður af stað til Nepal að rótum fjallsins Pumari til þess að kanna möguleikann á því hvort hægt sé að flytja lík fjallgöngumannanna Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, heim til Íslands. Kristinn og Þorsteinn fórust á fjallinu í október árið 1988.Greint var frá því fyrir skömmu að bandarískir fjallgöngumenn hafi fundið lík þeirra í hlíðum fjallsins. Fann hann skilríki í klæðnaði þeirra og kom skilaboðum þess efnis til Bretlands sem á endanum bárust til Íslands.Sjá einnig: „Þetta voru svo frábærir félagar manns“ Fjölskyldur Kristins og Þorsteins hafa sent frá sér tilkynningu til fjölmiðla þar sem fram kemur að þær hafi þekkst boð Leifs Arnar um að hann fari að þeim stað þar sem jarðneskar leifar þeirra fundust en talið er að þær séu staðsettar í 5.500 metra hæð yfir sjávarmáli.Pumo-Ri er 7161m hátt.Getty/ Heath HoldenStofna styrktarreikning til að styrkja leiðangurinn Í tilkynningunni segir að staðurinn sé talinn nægilega aðgengilegur þannig að Leifi og öðrum sé ekki hætta búin. Sem fyrr segir er Leifur þegar lagður af stað en hann mun kanna möguleikann á því að koma jarðneskum leifum þeirra til Katmandú, höfuðborgar Nepals. Takist það er gert ráð fyrir að fulltrúar aðstandenda Kristins og Þorsteins taki við og annist nauðsynlegar ráðstafanir til þess að undirbúa flutning þeirra heim til Íslands. Hafa borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins og alþjóðadeild og kennslanefnd ríkislögreglustjóra aðstoðað við skipulagningu. Þá segir einnig að vegna fyrirspurna um hvernig megi aðstoða hafi verið stofnaður styrktarreikningur í nafni Kristins Steinars Kristinssonar, sonar Kristins, í Arion banka þar sem styrkja megi för Leifs og annan undirbúning vegna flutninga á jarðneskum leifum Kristins og Þorsteins en upplýsingar um bankareikning má sjá hér að neðan.Styrktarreikningur: 0370-13-004559. Kennitala: 310389-2939.
Tengdar fréttir Erfitt að sætta sig við hvarf fjallgöngufélaganna: „Þetta voru svo frábærir félagar manns“ Jón Geirsson, fjallgöngufélagi Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, segir að það hafi tekið langan tíma fyrir sig að sætta sig við að Kristinn og Þorsteinn hafi týnst á fjallinu Pumori í Himalaja-fjallgarðinum í Nepal árið 1988. 13. nóvember 2018 08:45 Segir fréttirnar af líkfundinum góðar en þungar Anna Lára Friðriksdóttir, göngufélagi þeirra Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar sem fórust í Nepal haustið 1988 segir gott að fá endi í sögu þeirra. 11. nóvember 2018 21:01 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Erfitt að sætta sig við hvarf fjallgöngufélaganna: „Þetta voru svo frábærir félagar manns“ Jón Geirsson, fjallgöngufélagi Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, segir að það hafi tekið langan tíma fyrir sig að sætta sig við að Kristinn og Þorsteinn hafi týnst á fjallinu Pumori í Himalaja-fjallgarðinum í Nepal árið 1988. 13. nóvember 2018 08:45
Segir fréttirnar af líkfundinum góðar en þungar Anna Lára Friðriksdóttir, göngufélagi þeirra Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar sem fórust í Nepal haustið 1988 segir gott að fá endi í sögu þeirra. 11. nóvember 2018 21:01