Sigurður Ingi segir fortakslaust góðæri á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 20. nóvember 2018 21:00 Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/Vilhelm Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar athyglivert að meirihluti lækkunar framlaga til einstakra málaflokka í fjárlagafrumvarpinu væri í verkefnum undir ráðuneytum Framsóknarflokksins. „Ef horft er til rekstrar lenda framlög til öryrkja, samgöngumála, húsnæðisuppbyggingar, nýsköpunar og menntamála öll undir hnífnum. Öll mál Framsóknarflokksins,“ sagði Logi. Eða tæplega 90 prósent niðurskurðar milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sagðist vísa orðum um niðurskurð milli umræðna út í hafsauga. „Og að það sé verið að koma í bakið á einhverjum tilteknum hópum. Þvílík fjarstæða. Við erum í fordæmalausum vexti. Við jukum útgjöld á síðast liðnu ári um 65 milljarða og við erum að auka þau aftur núna um 45 milljarða.Logi sagði breiðu bökunum hlíft en niðurskurðurinn látinn bitna á þeim sem minnst hefðu. „Það er víst verið að draga saman milli umræðna. Þetta er blaut tuska í andlitið á öryrkjum,“ sagði Logi. Ráðherra sagði menn ekki talað með þessum hætti nema þeir vildu búa til óróa og óþarfa ótta hjá fólki sem sannarlega væri að fá umtalsverða aukningu milli ára. „Í stað þess að hér verði aukning upp á 5,4 prósent á milli ára verður aukningin fjögur komma sex,“ áréttaði ráðherra. Breytingin væri svo lítil að hennar yrði varla vart til að mynda í vegaframkvæmdum þar sem um tuttugu og þriggja milljarða framlög væru minnkuð um 550 milljónir. „Við erum að tala um rekstraráætlun fyrir 900 milljarða á næsta ári og hvernig í ósköpunum geta menn ætlast til að menn hitti nákvæmlega þá krónu hér á milli umræðna. Við erum í fortakslausu góðæri á Íslandi,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson. Alþingi Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira
Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar athyglivert að meirihluti lækkunar framlaga til einstakra málaflokka í fjárlagafrumvarpinu væri í verkefnum undir ráðuneytum Framsóknarflokksins. „Ef horft er til rekstrar lenda framlög til öryrkja, samgöngumála, húsnæðisuppbyggingar, nýsköpunar og menntamála öll undir hnífnum. Öll mál Framsóknarflokksins,“ sagði Logi. Eða tæplega 90 prósent niðurskurðar milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sagðist vísa orðum um niðurskurð milli umræðna út í hafsauga. „Og að það sé verið að koma í bakið á einhverjum tilteknum hópum. Þvílík fjarstæða. Við erum í fordæmalausum vexti. Við jukum útgjöld á síðast liðnu ári um 65 milljarða og við erum að auka þau aftur núna um 45 milljarða.Logi sagði breiðu bökunum hlíft en niðurskurðurinn látinn bitna á þeim sem minnst hefðu. „Það er víst verið að draga saman milli umræðna. Þetta er blaut tuska í andlitið á öryrkjum,“ sagði Logi. Ráðherra sagði menn ekki talað með þessum hætti nema þeir vildu búa til óróa og óþarfa ótta hjá fólki sem sannarlega væri að fá umtalsverða aukningu milli ára. „Í stað þess að hér verði aukning upp á 5,4 prósent á milli ára verður aukningin fjögur komma sex,“ áréttaði ráðherra. Breytingin væri svo lítil að hennar yrði varla vart til að mynda í vegaframkvæmdum þar sem um tuttugu og þriggja milljarða framlög væru minnkuð um 550 milljónir. „Við erum að tala um rekstraráætlun fyrir 900 milljarða á næsta ári og hvernig í ósköpunum geta menn ætlast til að menn hitti nákvæmlega þá krónu hér á milli umræðna. Við erum í fortakslausu góðæri á Íslandi,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson.
Alþingi Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira