Innlent

Freista þess að ná Núpi á flot

Gissur Sigurðsson skrifar
Varðskipið Þór er á leið vestur.
Varðskipið Þór er á leið vestur. Fréttablaðið/Anton
Ekki tókst á flóðinu í gærkvöldi að ná línubátnum Núpi BA af strandstað, en hann strandaði í fjörunni skammt fyrir utan Patreksfjörð, þegar hann var að halda til veiða. Engan af 14 manna áhöfninni sakaði og voru átta þeirra fluttir í land í nótt.

Fjórir bátar, þeirra á meðal björgunarskip Landsbjargar frá Patreksfirði reyndu að draga Núp á flot, en án árangurs og er varðskipið þór nú á leið vestur og ætlar að freista þess að ná Núpi á flot á há morgunflóðinu sem verður um klukkan hálf tíu. Það verður hærra flóð en í gær.

Ekki hefur komið leki að Núpi og engin olía hefur lekið úr honum og er vonast til að skemmdir á skipinu séu óverulegar.

Blíðskaparveður er á strandstað sem auðveldar björgunaraðilum að athafna sig. Ekki liggur fyrir hvað fór úrskeiðis sem varð, til þess að skipið strandaði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×