Lífið

Axl Rose komst í gegnum tónleika fárveikur: „Ældi í fimm klukkustundir“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rose gerði eins vel og hann mögulega gat.
Rose gerði eins vel og hann mögulega gat.
Rokksveitin Guns N’ Rose þurfti að hætta fyrr en áætlað var á tónleikum sveitarinnar í Abú Dabí á dögunum vegna alvarlegra veikinda söngvarans Axl Rose.

Sveitinn ætlaði sér að flytja 28 lög en varð að stöðva tónleikana eftir tuttugu lög en þá hafði Rose verið fárveikur alla tónleikana.

„Ég var með næringu í æð fyrir tónleika og fékk fullt af sprautum. Ég kastaði upp í fimm klukkustundir fyrir tónleikana en í staðinn fyrir að fresta tónleikunum ætla ég að gefa ykkur bestu tónleika sem ég mögulega get,“ sagði Rose á sviðinu fyrir tónleikana.

Guns N´Roses kom fram á risatónleikum á Laugardalsvelli í sumar og lék bandið á sviðinu í um þrjár klukkustundir en þá var Axl Rose í hörkuformi.



Bassaleikarinn Duff McKagan var heldur betur sáttur með sinn mann eftir giggið eins og hann greindi frá á Twitter.






Tengdar fréttir

„Sjáumst aftur fyrr en síðar“

Liðsmenn rokksveitarinnar Guns N' Roses virðast vera hæstánægðir með tónleika sem sveitin hélt í Laugardal í gærkvöld.

Hljóðmaður Guns N' Roses endaði óvænt á Bræðslunni

Röð tilviljana skilaði Leon Fink, einum af hljóðsérfræðingum bandarísku rokkhljómsveitarinnar Guns N' Roses alla leið á Borgarfjörð eystri í kjölfar vel heppnaðra tónleika sveitarinnar á Laugardalsvelli fyrir skemmstu.

„Hættulegasta hljómsveit heims“ á Íslandi

Bandaríska rokksveitin Guns N' Roses á sér marga dygga aðdáendur hér á landi líkt og víðast hvar í heiminum. Nú, þegar goðin hafa loks stigið á íslenska grundu, er við hæfi að rifja upp hvernig þetta byrjaði allt saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×