Lífið

Jón Gnarr byrjar með nýja sýningu í Borgarleikhúsinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jón þykir mjög góður sögumaður.
Jón þykir mjög góður sögumaður.
Jón Gnarr stígur á svið í Borgarleikhúsinu í janúar með nýja sýningu þar sem áhorfendum gefst tækifæri til að heyra sannar en lygilegar sögur frá hans ferli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu.

Fáir segja sögur eins og hann og enn færri hafa frá jafn mörgu að segja. Hann hefur komið víða við með Tvíhöfða, Fóstbræðrum, sem grínisti, rithöfundur og auðvitað sem borgarstjóri Reykjavíkur svo eitthvað sé nefnt.

Á Kvöldvökunni ætlar sagnamaðurinn Jón að segja sögur af sínu lífi og má með sanni segja að sumt af því sem hann hefur upplifað er alveg hreint lygilegt. Meðal þess er þegar hann var afklæddur á hommaklúbbi í New York, þegar hann átti notalegt spjall við íslenskan nasista sem hitti Hitler, apakött sem kom til Íslands og Óla sprautu sem hélt að Jón væri Lýður Oddsson eins og segir í tilkynningunni.

Fyrsta Kvöldvakan verður laugardaginn 5. janúar og eru sýningar komnar í sölu á borgarleikhus.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×