Hús rís í Ingólfsfirði eftir sjötíu ára hlé Kristján Már Unnarsson skrifar 28. nóvember 2018 21:30 Frá Eyri við Ingólfsfjörð. Nýja íbúðarhúsið sést fremst. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Eftir áratuga hlé hefur kyrrðin í Ingólfsfirði á Ströndum verið rofin með hamarshöggum og vélarhljóðum. Fyrsta íbúðarhúsið í yfir sjötíu ár rís nú á Eyri en þar var síldarverksmiðja rekin fram yfir stríð. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Litla þorpið á Eyri við Ingólfsfjörð er frægast fyrir síldarverksmiðjuna sem byggð var á árunum 1943 til 1944, tíu árum á eftir verksmiðjunni í Djúpuvík, en starfseminni í Ingólfsfirði lauk árið 1951. Áratug síðar hófst rækjuútgerð þaðan með rækjuvinnslu en eftir að hún hætti árið 1971 lagðist þorpið í dvala. En nú heyrast aftur hamarshögg. Þar er verið að byggja hús, það fyrsta sem rís á Eyri í meira en sjötíu ár. Að smíðinni stendur Guðjón Egill Ingólfsson verkfræðingur frá Ingólfsfirði. Guðjón segir föður sinn hafa byggt hús árið 1946 og frændi hans hafi byggt hús ári áður, 1945.Guðjón Egill Ingólfsson verkfræðingur byggir nýja húsið í Ingólfsfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Gamla íbúðarhúsið á Eyri er orðið of lítið fyrir stórfjölskylduna, sem sækir þangað til orlofsdvalar á sumrin, og segist Guðjón með húsbyggingunni vera að rýma til fyrir systkini sín. „Þannig að ég sé ekki fyrir þeim í fjölskylduhúsinu þegar þau eru að koma.“ -Þannig að þetta er hugsað sem sumarbústaður? „Já, þetta er svona sumarhús fyrir mig hérna á sumrin.“Séð út Ingólfsfjörð. Gamla síldarverksmiðjan í forgrunni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Guðjón fæddist í Ingólfsfirði árið 1956 og bjó þar fram á unglingsár. Hann gerði húsið fokhelt fyrir veturinn og stefnir að því að klára það næsta sumar. Hann telur þessa húsbyggingu þó ekki merki þess að byggðaþróun sé að snúast við í Árneshreppi. „Þó að heilsársbúseta í bili virðist kannski vera að leggjast af þá á þessi sveit, svona á annan hátt, mikla framtíð fyrir sér, það er engin spurning,“ segir Guðjón. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Matarinnkaupin með flugi eftir að búðinni var lokað Einu matvöruverslun Árneshrepps var lokað í dag. Enn eitt áfallið, segir oddvitinn, sem vill freista þess að semja við verslanir í Reykjavík um að senda vörur með flugi. 28. september 2018 22:00 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Eftir áratuga hlé hefur kyrrðin í Ingólfsfirði á Ströndum verið rofin með hamarshöggum og vélarhljóðum. Fyrsta íbúðarhúsið í yfir sjötíu ár rís nú á Eyri en þar var síldarverksmiðja rekin fram yfir stríð. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Litla þorpið á Eyri við Ingólfsfjörð er frægast fyrir síldarverksmiðjuna sem byggð var á árunum 1943 til 1944, tíu árum á eftir verksmiðjunni í Djúpuvík, en starfseminni í Ingólfsfirði lauk árið 1951. Áratug síðar hófst rækjuútgerð þaðan með rækjuvinnslu en eftir að hún hætti árið 1971 lagðist þorpið í dvala. En nú heyrast aftur hamarshögg. Þar er verið að byggja hús, það fyrsta sem rís á Eyri í meira en sjötíu ár. Að smíðinni stendur Guðjón Egill Ingólfsson verkfræðingur frá Ingólfsfirði. Guðjón segir föður sinn hafa byggt hús árið 1946 og frændi hans hafi byggt hús ári áður, 1945.Guðjón Egill Ingólfsson verkfræðingur byggir nýja húsið í Ingólfsfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Gamla íbúðarhúsið á Eyri er orðið of lítið fyrir stórfjölskylduna, sem sækir þangað til orlofsdvalar á sumrin, og segist Guðjón með húsbyggingunni vera að rýma til fyrir systkini sín. „Þannig að ég sé ekki fyrir þeim í fjölskylduhúsinu þegar þau eru að koma.“ -Þannig að þetta er hugsað sem sumarbústaður? „Já, þetta er svona sumarhús fyrir mig hérna á sumrin.“Séð út Ingólfsfjörð. Gamla síldarverksmiðjan í forgrunni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Guðjón fæddist í Ingólfsfirði árið 1956 og bjó þar fram á unglingsár. Hann gerði húsið fokhelt fyrir veturinn og stefnir að því að klára það næsta sumar. Hann telur þessa húsbyggingu þó ekki merki þess að byggðaþróun sé að snúast við í Árneshreppi. „Þó að heilsársbúseta í bili virðist kannski vera að leggjast af þá á þessi sveit, svona á annan hátt, mikla framtíð fyrir sér, það er engin spurning,“ segir Guðjón. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Matarinnkaupin með flugi eftir að búðinni var lokað Einu matvöruverslun Árneshrepps var lokað í dag. Enn eitt áfallið, segir oddvitinn, sem vill freista þess að semja við verslanir í Reykjavík um að senda vörur með flugi. 28. september 2018 22:00 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30
Matarinnkaupin með flugi eftir að búðinni var lokað Einu matvöruverslun Árneshrepps var lokað í dag. Enn eitt áfallið, segir oddvitinn, sem vill freista þess að semja við verslanir í Reykjavík um að senda vörur með flugi. 28. september 2018 22:00