„Sigmundur minn, ekki einu sinni reyna þetta“ Jakob Bjarnar skrifar 29. nóvember 2018 09:24 Sigmundur Davíð eru ekki vandaðar kveðjurnar á hans eigin Facebookvegg. Visir/Ernir Ljóst má vera að almenningi er verulega misboðið eftir að Klaustursupptökurnar voru gerðar heyrinkunnugar. Eins og fram kom í gær voru viðbrögð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, þau að vilja beina sjónum að því að alvarlegt væri að einkasamtöl væru tekin upp og þau birt. Sá var jafnframt tónninn í Gunnari Braga Sveinssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra og Miðflokksmanni sem og Ólafi Ísleifssyni Flokki fólksins, en þeir voru í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2.Sagður ósómi Íslands Ef marka má viðbrögð á Facebookvegg Sigmundar Davíðs, hvar hann birti yfirlýsingu sína í gærkvöldi, þá á sú áhersla ekki upp á pallborðið meðal almennings. Þeir sem þar tjá sig virðast ekki mótttækilegir fyrir því að velta fyrir sér lekanum sem slíkum heldur upplýsingunum sem hann ber með sér. Fólk notar tækifærið og hellir sér yfir Sigmund Davíð í athugasemdakerfi á hans eigin Facebookvegg. Fyrstu viðbrögð eru þau að þarna séu „kjánalegir karlar á ferð“ og svo byrjar ballið. Fáir vilja sýna því skilning að þeir hafi verið þarna í góðu fjöri að ræða málin sín á milli. „Hypjaðu þig ofan í holuna sem þú skreiðs upp úr á sínum tíma og þrælskammastu þín – og þið allir. Ósómi Íslands,“ segir í einni athugasemdinni hvar bætt er við að: „Gott er að eiga kenningar á lofti um takmarkaðan áhuga kvenna á stjórnmálum vegna persónuníðs þegar maður er sjálfur persónuníðingur…“Þegar þetta er skrifað eru kominn hátt í 80 ummæli, flest á þennan veg en sjá má færslu Sigmundar Davíðs hér neðar.Samsærisbull um hlerunarbúnað Og þannig er tónninn í þeim sem leggja orð í belg á Facebooksíðu fyrrverandi forsætisráðherra. Honum er bent á eftirfarandi: „Sigmundur minn, ekki einu sinni reyna þetta.“ Einhverjum þykir magnað að það skuli ekki svo mikið sem hvarfla að Sigmundi Davíð að biðjast afsökunar. „Hvílíkur lúði.“ Svo virðist sem búið sé að eyða einhverjum ummælum ef marka má eina athugasemdina sem er á þá leið að Sigmundur Davíð þoli ekki gagnrýnina því hann sé búinn að fela hana. „Nei í alvöru!?!? Er þetta það sem þú ætlar að segja?? Eitthvað samsærisbull um hlerunarbúnað?“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fór yfir málið í Bítinu í morgun og nefndi þar Sigmund Davíð. „Hann iðrast yfir höfuð aldrei. Það er allt öðrum að kenna. Hann á sínar samsæriskenningar alltaf.“Spjall Ingu við Bítismenn má heyra hér að neðan. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Hafa Klaustursmálið í flimtingum: „Notar Gunnar Bragi þá smjör sem sleipiefni?“ Í gærkvöldi birtu dagblöðin DV og Stundin fréttir upp úr samtali sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins úr leynilegum upptökum sem voru gerðar á hótelbar. 29. nóvember 2018 09:30 Telur að brotist hafi verið inn í síma eða hlerunarbúnaði beitt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem sátu á hótelbar í miðborg Reykjavíkur þann 20. nóvember, eða hlerunarbúnaði beitt. 28. nóvember 2018 23:11 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Sjá meira
Ljóst má vera að almenningi er verulega misboðið eftir að Klaustursupptökurnar voru gerðar heyrinkunnugar. Eins og fram kom í gær voru viðbrögð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, þau að vilja beina sjónum að því að alvarlegt væri að einkasamtöl væru tekin upp og þau birt. Sá var jafnframt tónninn í Gunnari Braga Sveinssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra og Miðflokksmanni sem og Ólafi Ísleifssyni Flokki fólksins, en þeir voru í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2.Sagður ósómi Íslands Ef marka má viðbrögð á Facebookvegg Sigmundar Davíðs, hvar hann birti yfirlýsingu sína í gærkvöldi, þá á sú áhersla ekki upp á pallborðið meðal almennings. Þeir sem þar tjá sig virðast ekki mótttækilegir fyrir því að velta fyrir sér lekanum sem slíkum heldur upplýsingunum sem hann ber með sér. Fólk notar tækifærið og hellir sér yfir Sigmund Davíð í athugasemdakerfi á hans eigin Facebookvegg. Fyrstu viðbrögð eru þau að þarna séu „kjánalegir karlar á ferð“ og svo byrjar ballið. Fáir vilja sýna því skilning að þeir hafi verið þarna í góðu fjöri að ræða málin sín á milli. „Hypjaðu þig ofan í holuna sem þú skreiðs upp úr á sínum tíma og þrælskammastu þín – og þið allir. Ósómi Íslands,“ segir í einni athugasemdinni hvar bætt er við að: „Gott er að eiga kenningar á lofti um takmarkaðan áhuga kvenna á stjórnmálum vegna persónuníðs þegar maður er sjálfur persónuníðingur…“Þegar þetta er skrifað eru kominn hátt í 80 ummæli, flest á þennan veg en sjá má færslu Sigmundar Davíðs hér neðar.Samsærisbull um hlerunarbúnað Og þannig er tónninn í þeim sem leggja orð í belg á Facebooksíðu fyrrverandi forsætisráðherra. Honum er bent á eftirfarandi: „Sigmundur minn, ekki einu sinni reyna þetta.“ Einhverjum þykir magnað að það skuli ekki svo mikið sem hvarfla að Sigmundi Davíð að biðjast afsökunar. „Hvílíkur lúði.“ Svo virðist sem búið sé að eyða einhverjum ummælum ef marka má eina athugasemdina sem er á þá leið að Sigmundur Davíð þoli ekki gagnrýnina því hann sé búinn að fela hana. „Nei í alvöru!?!? Er þetta það sem þú ætlar að segja?? Eitthvað samsærisbull um hlerunarbúnað?“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fór yfir málið í Bítinu í morgun og nefndi þar Sigmund Davíð. „Hann iðrast yfir höfuð aldrei. Það er allt öðrum að kenna. Hann á sínar samsæriskenningar alltaf.“Spjall Ingu við Bítismenn má heyra hér að neðan.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Hafa Klaustursmálið í flimtingum: „Notar Gunnar Bragi þá smjör sem sleipiefni?“ Í gærkvöldi birtu dagblöðin DV og Stundin fréttir upp úr samtali sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins úr leynilegum upptökum sem voru gerðar á hótelbar. 29. nóvember 2018 09:30 Telur að brotist hafi verið inn í síma eða hlerunarbúnaði beitt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem sátu á hótelbar í miðborg Reykjavíkur þann 20. nóvember, eða hlerunarbúnaði beitt. 28. nóvember 2018 23:11 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Sjá meira
Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17
Hafa Klaustursmálið í flimtingum: „Notar Gunnar Bragi þá smjör sem sleipiefni?“ Í gærkvöldi birtu dagblöðin DV og Stundin fréttir upp úr samtali sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins úr leynilegum upptökum sem voru gerðar á hótelbar. 29. nóvember 2018 09:30
Telur að brotist hafi verið inn í síma eða hlerunarbúnaði beitt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem sátu á hótelbar í miðborg Reykjavíkur þann 20. nóvember, eða hlerunarbúnaði beitt. 28. nóvember 2018 23:11