Innlent

Samherji segir rangt sagt frá

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Frá húsleit í húsakynnum Samherja árið 2012.
Frá húsleit í húsakynnum Samherja árið 2012. Fréttablaðið/Pjetur
Lögmaður Samherja segir rangt sem sagði í frétt RÚV að niðurfelling sérstaks saksóknara á kæru Seðlabankans hefði byggt á því að skort hefði á samþykki ráðherra á reglum bankans um gjaldeyrismál. Skýrt væri að ekki væri bara forminu áfátt í málsmeðferð bankans.

Þá gerir lögmaðurinn í yfirlýsingu athugasemd við að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefði sagt að seðlabankastjóri hafi ekki haft ásetning um brot.

„Endurteknar ávirðingar Seðlabanka Íslands á hendur félögum í samstæðu Samherja hf. og helstu fyrirsvarsmanna þeirra sættu efnislegri rannsókn af hálfu embættis sérstaks saksóknara, sem meðal annars komst að þeirri niðurstöðu að Samherji hf. hefði gætt þess af kostgæfni að senda heim erlendan gjaldeyri sem var endurgjald félagsins vegna sölu á vöru og þjónustu.“ – gar


Tengdar fréttir

Segja Seðlabankann hafa beðið afhroð

Forsvarsmenn útgerðarfyrirtækisins Samherja telja að Seðlabankinn hafi "beðið afhroð“ eftir að Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál væri ógild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×